Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Stjarnan - FH 3-4 | FH endur­heimti annað sætið

    FH sigraði Stjörnuna 3-4 í frábærum knattspyrnuleik á Samsungvellinum í Garðabænum í kvöld. FH liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn sanngjarn, en torsóttur var hann gegn öflugum Stjörnukonum sem hefur svo sannarlega vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Úr svart­nætti í sólar­ljós

    Þróttur sigraði Víking 3-2 í þvílíkri dramatík í Laugardalnum í kvöld. Þróttur sem var einum manni færri og einu marki undir, tókst að skora tvö mörk í uppbótartíma leiksins. Þjálfari Þróttara var eðlilega sáttur eftir leik.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“

    „Tilfinningin er bara ótrúlega góð. Ég var búin að mikla þetta mikið fyrir mér í morgun, enda langur tími síðan síðast en bara gott að vera komin inn í þetta og bara ágætis leikur til að byrja á,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, sem spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni síðan 2023 í dag í 1-1 jafntefli FH og Vals.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Upp­gjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur

    Það viðraði vel til knattspyrnu í Úlfársdalnum í dag þegar Fram lagði Val 1-0 í Bestu deild kvenna í fótbolta þökk sé góðu marki frá Murielle Tiernan. Það er hægt að segja að Fram hafi átt þennan sigur skilið en þær voru bæði beittari og grimmari með Valskonur áttu lítil svör.

    Íslenski boltinn