
Björn Leví bíður svars við fjölda fyrirspurna
Þingmenn bíða skriflegra svara ráðherra við 125 fyrirspurnum. Þær elstu eru frá síðastliðnu hausti. Flestar fyrirspurnanna eru á borði fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar. Ósvaraðar fyrirspurnir falla niður við þinglok.