Inga Sæland telur að Lilja eigi að segja af sér Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2020 14:02 Inga segir Framsóknarspillinguna sama við sig en nú sé komið gott. Lilja ætti, að mati formanns Flokks fólksins, að taka pokann sinn. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ritar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína en tilefnið er ráðuneytisstjóramálið sem verið hefur í deiglunni undanfarna daga. „Ætlar forsætisráðherra og formaður VG sem hefur viljað kenna sig við jafnrétti og femenimsma, að láta það líðast að Menntamálaráðherra í ríkisstjórn hennar brjóti jafnréttislög?“ spyr Inga. Stæk sérhagsmunapólitík Á dögunum kvað úrskurðarnefnd jafnréttismála uppúr með það að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. En kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu, hafi verið vanmetin í samanburði við Pál í ráðningarferlinu. Hafdís var af hæfnisnefndinni ekki talin ein af þeim þremur fjórum sem af nefndinni þóttu hæfust. Hafdís hefur vísað málinu áfram til umboðsmanns Alþingis. Inga spyr og svarar sér sjálf: „Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík? Svarið er einfalt: ALDREI! Framsóknarmaður ráðinn ráðuneytisstjóri af Framsóknarráðherranum sem talin er hafa brotið jafnréttislög með ráðningunni.“ Inga bendir á að Sigríður Á Andersen hafi verið látin taka poka sinn úr dómsmálaráðuneyti vegna Landsréttarmálsins og Hanna Birna Kristjánsdóttir einnig en þá vegna Lekamálsins. „Er einhver sýnilegur eðlismunur á þessu máli um viðurkennt brot ráðherra á jafnréttislöggjöfinni, sem gæti mögulega slegið skjaldborg um Menntamálaráðherrann?“ spyr Inga og svarið liggur í loftinu. Framsóknarfrændhyglin blómstrar Þá bendir Inga jafnframt á að Lilja haldi því fram að hæfasta fólkið hafi verið ráðið í öllum þeim málum hvar hún hefur komið að málum. Inga Sæland gefur minna en ekkert fyrir þau orð. Reyndar telur hún slíkar staðhæfingar fráleitar. „Nei,“ segir Inga. „Framsóknarmenn eru ráðnir af Framsóknarráðherranum, það er ekki flóknara en það. Sama gamla spillingarkerfið blómstrar hér sem aldrei fyrr. Framsóknarmaður ráðinn sem formaður fjölmiðlanefndar þrátt fyrir að hæfari einstaklingur hafi sótt um starfið. Sami formaður fjölmiðlanefndar hefur skreytt stjórnarformennsku 8 nefnda í boði Framsóknarflokksins.“ Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ritar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína en tilefnið er ráðuneytisstjóramálið sem verið hefur í deiglunni undanfarna daga. „Ætlar forsætisráðherra og formaður VG sem hefur viljað kenna sig við jafnrétti og femenimsma, að láta það líðast að Menntamálaráðherra í ríkisstjórn hennar brjóti jafnréttislög?“ spyr Inga. Stæk sérhagsmunapólitík Á dögunum kvað úrskurðarnefnd jafnréttismála uppúr með það að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. En kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu, hafi verið vanmetin í samanburði við Pál í ráðningarferlinu. Hafdís var af hæfnisnefndinni ekki talin ein af þeim þremur fjórum sem af nefndinni þóttu hæfust. Hafdís hefur vísað málinu áfram til umboðsmanns Alþingis. Inga spyr og svarar sér sjálf: „Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík? Svarið er einfalt: ALDREI! Framsóknarmaður ráðinn ráðuneytisstjóri af Framsóknarráðherranum sem talin er hafa brotið jafnréttislög með ráðningunni.“ Inga bendir á að Sigríður Á Andersen hafi verið látin taka poka sinn úr dómsmálaráðuneyti vegna Landsréttarmálsins og Hanna Birna Kristjánsdóttir einnig en þá vegna Lekamálsins. „Er einhver sýnilegur eðlismunur á þessu máli um viðurkennt brot ráðherra á jafnréttislöggjöfinni, sem gæti mögulega slegið skjaldborg um Menntamálaráðherrann?“ spyr Inga og svarið liggur í loftinu. Framsóknarfrændhyglin blómstrar Þá bendir Inga jafnframt á að Lilja haldi því fram að hæfasta fólkið hafi verið ráðið í öllum þeim málum hvar hún hefur komið að málum. Inga Sæland gefur minna en ekkert fyrir þau orð. Reyndar telur hún slíkar staðhæfingar fráleitar. „Nei,“ segir Inga. „Framsóknarmenn eru ráðnir af Framsóknarráðherranum, það er ekki flóknara en það. Sama gamla spillingarkerfið blómstrar hér sem aldrei fyrr. Framsóknarmaður ráðinn sem formaður fjölmiðlanefndar þrátt fyrir að hæfari einstaklingur hafi sótt um starfið. Sami formaður fjölmiðlanefndar hefur skreytt stjórnarformennsku 8 nefnda í boði Framsóknarflokksins.“
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Sjá meira
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21