Inga Sæland telur að Lilja eigi að segja af sér Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2020 14:02 Inga segir Framsóknarspillinguna sama við sig en nú sé komið gott. Lilja ætti, að mati formanns Flokks fólksins, að taka pokann sinn. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ritar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína en tilefnið er ráðuneytisstjóramálið sem verið hefur í deiglunni undanfarna daga. „Ætlar forsætisráðherra og formaður VG sem hefur viljað kenna sig við jafnrétti og femenimsma, að láta það líðast að Menntamálaráðherra í ríkisstjórn hennar brjóti jafnréttislög?“ spyr Inga. Stæk sérhagsmunapólitík Á dögunum kvað úrskurðarnefnd jafnréttismála uppúr með það að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. En kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu, hafi verið vanmetin í samanburði við Pál í ráðningarferlinu. Hafdís var af hæfnisnefndinni ekki talin ein af þeim þremur fjórum sem af nefndinni þóttu hæfust. Hafdís hefur vísað málinu áfram til umboðsmanns Alþingis. Inga spyr og svarar sér sjálf: „Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík? Svarið er einfalt: ALDREI! Framsóknarmaður ráðinn ráðuneytisstjóri af Framsóknarráðherranum sem talin er hafa brotið jafnréttislög með ráðningunni.“ Inga bendir á að Sigríður Á Andersen hafi verið látin taka poka sinn úr dómsmálaráðuneyti vegna Landsréttarmálsins og Hanna Birna Kristjánsdóttir einnig en þá vegna Lekamálsins. „Er einhver sýnilegur eðlismunur á þessu máli um viðurkennt brot ráðherra á jafnréttislöggjöfinni, sem gæti mögulega slegið skjaldborg um Menntamálaráðherrann?“ spyr Inga og svarið liggur í loftinu. Framsóknarfrændhyglin blómstrar Þá bendir Inga jafnframt á að Lilja haldi því fram að hæfasta fólkið hafi verið ráðið í öllum þeim málum hvar hún hefur komið að málum. Inga Sæland gefur minna en ekkert fyrir þau orð. Reyndar telur hún slíkar staðhæfingar fráleitar. „Nei,“ segir Inga. „Framsóknarmenn eru ráðnir af Framsóknarráðherranum, það er ekki flóknara en það. Sama gamla spillingarkerfið blómstrar hér sem aldrei fyrr. Framsóknarmaður ráðinn sem formaður fjölmiðlanefndar þrátt fyrir að hæfari einstaklingur hafi sótt um starfið. Sami formaður fjölmiðlanefndar hefur skreytt stjórnarformennsku 8 nefnda í boði Framsóknarflokksins.“ Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ritar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína en tilefnið er ráðuneytisstjóramálið sem verið hefur í deiglunni undanfarna daga. „Ætlar forsætisráðherra og formaður VG sem hefur viljað kenna sig við jafnrétti og femenimsma, að láta það líðast að Menntamálaráðherra í ríkisstjórn hennar brjóti jafnréttislög?“ spyr Inga. Stæk sérhagsmunapólitík Á dögunum kvað úrskurðarnefnd jafnréttismála uppúr með það að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. En kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu, hafi verið vanmetin í samanburði við Pál í ráðningarferlinu. Hafdís var af hæfnisnefndinni ekki talin ein af þeim þremur fjórum sem af nefndinni þóttu hæfust. Hafdís hefur vísað málinu áfram til umboðsmanns Alþingis. Inga spyr og svarar sér sjálf: „Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík? Svarið er einfalt: ALDREI! Framsóknarmaður ráðinn ráðuneytisstjóri af Framsóknarráðherranum sem talin er hafa brotið jafnréttislög með ráðningunni.“ Inga bendir á að Sigríður Á Andersen hafi verið látin taka poka sinn úr dómsmálaráðuneyti vegna Landsréttarmálsins og Hanna Birna Kristjánsdóttir einnig en þá vegna Lekamálsins. „Er einhver sýnilegur eðlismunur á þessu máli um viðurkennt brot ráðherra á jafnréttislöggjöfinni, sem gæti mögulega slegið skjaldborg um Menntamálaráðherrann?“ spyr Inga og svarið liggur í loftinu. Framsóknarfrændhyglin blómstrar Þá bendir Inga jafnframt á að Lilja haldi því fram að hæfasta fólkið hafi verið ráðið í öllum þeim málum hvar hún hefur komið að málum. Inga Sæland gefur minna en ekkert fyrir þau orð. Reyndar telur hún slíkar staðhæfingar fráleitar. „Nei,“ segir Inga. „Framsóknarmenn eru ráðnir af Framsóknarráðherranum, það er ekki flóknara en það. Sama gamla spillingarkerfið blómstrar hér sem aldrei fyrr. Framsóknarmaður ráðinn sem formaður fjölmiðlanefndar þrátt fyrir að hæfari einstaklingur hafi sótt um starfið. Sami formaður fjölmiðlanefndar hefur skreytt stjórnarformennsku 8 nefnda í boði Framsóknarflokksins.“
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Joe Biden með krabbamein Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21