Fyrrverandi ritstjóri gagnrýnir afskipti Bjarna af ráðningunni Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 15. júní 2020 20:01 Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. Fjármálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun eftir að þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður óskaði eftir því vegna afskipta Bjarna af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Búið var að ganga frá ráðningu Þorvaldar vegna stöðunnar af hálfu starfsmanns tímaritsins þegar fjármálaráðuneytið lagðist gegn því. Í tölvupósti ráðuneytisins kemur fram að það sé vegna þess að Þorvaldur sé virkur í pólitík og formaður stjórnmálaflokks. Stungið er upp á Friðriki Má Baldurssyni. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sagði fjármálaráðherra fjármálaráðuneyti Norðurlandanna eigi samstarf um útgáfuna sem eigi að styðja við stefnumótun ríkjanna. Þá vanti uppá skýringar í málinu. „Það yrði þá kona af nýrri kynslóð og að viðkomandi einstaklingar hefðu haft aðkomu að stefnumótun stjórnvalda. Það er það sem við höfðum til grundvallar í okkar stefnumótun.,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eftir fundinn í dag. Þorvaldur hafi ekki uppfyllt þessi skilyrði. „Ég hef sagt fyrir mitt leiti að almennt sé hann ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir ráðuneytið.“ sagði Bjarni. „Ég sé samt ekki betur en að það sé eftiráskýring. Að hin raunverulega ástæða hafi verið að þeir vildi ekki Þorvald,,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Guðmundur Andri Thorsson kallaði eftir því að Bjarni kæmi fyrir nefndina.Stöð 2 Fjármálaráðherra velti fyrir sér á fundinum hvort fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Lars Calmfors hefði haft eitthvað að gera með ráðningu Þorvaldar. „Tveir fullorðnir menn, sem hafa þekkst lengi í gegnum áratugina. Þeir ætla bara að ákveða þetta svona sín á milli. Á meðan ætlum við Íslendingar að leggja til að kæmi einhver af nýrri kynslóð, kona mögulega, sem hefði tengsl við stefnumótun. Nei, það var ekki nógu gott. Karlarnir sem hafa verið að ritstýra þessu og þekkjast svona frá því í gamla daga, þeir ætla að ákveða hvernig þetta yrði,“ sagði Bjarni á fundi nefndarinnar í dag. Lars segist hafa unnið með Þorvaldi síðast 1996 og furðar sig á vangaveltum ráðherrans. „Þetta kemur mér mjög á óvart en mér er farið að skiljast að umræður á Íslandi séu stundum aðeins persónulegri og harðari en ég á að venjast.,“ sagði Lars Calmfors í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Lars ræddi við fréttastofu í dag.Stöð 2 Lars telur að ráðherrann eigi ekki að skipta sér af ráðningunni. „Ég er mjög gagnrýninn á það. Í þetta starf á eingöngu að ráða á faglegum forsendum,“ sagði Lars Calmfors. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits gagnrýnir harðlega að íslenskur fjármálaráðherra skipti sér af því hver sé ráðinn ritstjóri tímaritsins. Fjármálaráðherra segist hafa viljað konu í starfið. Eftiráskýringar segir þingmaður Samfylkingar. Fjármálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun eftir að þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður óskaði eftir því vegna afskipta Bjarna af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar hagfræðiprófessors í stöðu ritstjóra norræna fræðatímaritsins Nordic Economic Policy Review. Búið var að ganga frá ráðningu Þorvaldar vegna stöðunnar af hálfu starfsmanns tímaritsins þegar fjármálaráðuneytið lagðist gegn því. Í tölvupósti ráðuneytisins kemur fram að það sé vegna þess að Þorvaldur sé virkur í pólitík og formaður stjórnmálaflokks. Stungið er upp á Friðriki Má Baldurssyni. Á fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar sagði fjármálaráðherra fjármálaráðuneyti Norðurlandanna eigi samstarf um útgáfuna sem eigi að styðja við stefnumótun ríkjanna. Þá vanti uppá skýringar í málinu. „Það yrði þá kona af nýrri kynslóð og að viðkomandi einstaklingar hefðu haft aðkomu að stefnumótun stjórnvalda. Það er það sem við höfðum til grundvallar í okkar stefnumótun.,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eftir fundinn í dag. Þorvaldur hafi ekki uppfyllt þessi skilyrði. „Ég hef sagt fyrir mitt leiti að almennt sé hann ekki heppilegur samstarfsaðili fyrir ráðuneytið.“ sagði Bjarni. „Ég sé samt ekki betur en að það sé eftiráskýring. Að hin raunverulega ástæða hafi verið að þeir vildi ekki Þorvald,,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Guðmundur Andri Thorsson kallaði eftir því að Bjarni kæmi fyrir nefndina.Stöð 2 Fjármálaráðherra velti fyrir sér á fundinum hvort fyrrverandi ritstjóri tímaritsins Lars Calmfors hefði haft eitthvað að gera með ráðningu Þorvaldar. „Tveir fullorðnir menn, sem hafa þekkst lengi í gegnum áratugina. Þeir ætla bara að ákveða þetta svona sín á milli. Á meðan ætlum við Íslendingar að leggja til að kæmi einhver af nýrri kynslóð, kona mögulega, sem hefði tengsl við stefnumótun. Nei, það var ekki nógu gott. Karlarnir sem hafa verið að ritstýra þessu og þekkjast svona frá því í gamla daga, þeir ætla að ákveða hvernig þetta yrði,“ sagði Bjarni á fundi nefndarinnar í dag. Lars segist hafa unnið með Þorvaldi síðast 1996 og furðar sig á vangaveltum ráðherrans. „Þetta kemur mér mjög á óvart en mér er farið að skiljast að umræður á Íslandi séu stundum aðeins persónulegri og harðari en ég á að venjast.,“ sagði Lars Calmfors í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Lars ræddi við fréttastofu í dag.Stöð 2 Lars telur að ráðherrann eigi ekki að skipta sér af ráðningunni. „Ég er mjög gagnrýninn á það. Í þetta starf á eingöngu að ráða á faglegum forsendum,“ sagði Lars Calmfors.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Sjá meira