Trúir því ekki að flokkar reyni að koma í veg fyrir umræður um samgöngusáttmála Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2020 20:39 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2 Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segist ekki trúa því að nokkur þeirra flokka sem á Alþingi sitja reyni að koma í veg fyrir það að samgöngusáttmáli og samvinnufrumvarp komist í umræðu á Alþingi í kvöld. Þingfundur stendur nú yfir og hafa samgöngumál borið hæst í umræðum í þingsal. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það má segja að við séum að flýta innan tímabilanna og með auknu fjármagni, samvinnufrumvarpinu og samgöngusáttmálanum erum við að taka verkefni út úr hefðbundinni fjármögnun samgönguáætlanir og þar með verða rými fyrir nýjar framkvæmdir,“ sagði ráðherra spurður um helstu breytingarnar milli samgönguáætlana en ræddar eru samgönguáætlanir fyrir næstu fimm ár annars vegar og fimmtán ár hins vegar. Um er að ræða síðari umræðu í báðum tilvikum. Ráðherra sagði útlit fyrir það að meira yrði framkvæmt á næstu árum en sést hefði í langan tíma. Eitthvað hefur borið á því að reynt sé að tefja fyrir málinu en Sigurður Ingi segist ekki hafa trú á því að þingmenn séu tregir til þess að hefja umræður. „Ég trúi því nú reyndar ekki vegna þess að öll þessi verkefni lúta að því að koma framkvæmdum í gang, fá fleira fólk í atvinnu og ég sé engan flokk hér á þinginu vilja standa gegn því,“ sagði Sigurður. Ráðherrann kvaðst þó hafa fullan skilning á því að mikið sé rætt um samgönguáætlanir enda mörgum hjartans mál. „Ég hef enga trú á öðru en að menn komi sér síðan í það að klára, eftir samgönguáætlunina bæði samvinnufrumvarpið og samgöngusáttmálann,“ sagði ráðherra. Mögulegt er að bíða þurfi með afgreiðslu málsins á þingi þar til eftir Forsetakosningar 27. júní næstkomandi. Sigurður sagði þingmenn tilbúna til þess en efaðist um að sú yrði raunin. „Miðað við ganginn hérna undanfarna daga þá er ég ekki viss um að það þurfi. Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess, það er mjög mikilvægt að ljúka þessum verkefnum. Á þeim hanga ný atvinnutækifæri fyrir mjög marga Íslendinga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Alþingi Samgöngur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segist ekki trúa því að nokkur þeirra flokka sem á Alþingi sitja reyni að koma í veg fyrir það að samgöngusáttmáli og samvinnufrumvarp komist í umræðu á Alþingi í kvöld. Þingfundur stendur nú yfir og hafa samgöngumál borið hæst í umræðum í þingsal. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það má segja að við séum að flýta innan tímabilanna og með auknu fjármagni, samvinnufrumvarpinu og samgöngusáttmálanum erum við að taka verkefni út úr hefðbundinni fjármögnun samgönguáætlanir og þar með verða rými fyrir nýjar framkvæmdir,“ sagði ráðherra spurður um helstu breytingarnar milli samgönguáætlana en ræddar eru samgönguáætlanir fyrir næstu fimm ár annars vegar og fimmtán ár hins vegar. Um er að ræða síðari umræðu í báðum tilvikum. Ráðherra sagði útlit fyrir það að meira yrði framkvæmt á næstu árum en sést hefði í langan tíma. Eitthvað hefur borið á því að reynt sé að tefja fyrir málinu en Sigurður Ingi segist ekki hafa trú á því að þingmenn séu tregir til þess að hefja umræður. „Ég trúi því nú reyndar ekki vegna þess að öll þessi verkefni lúta að því að koma framkvæmdum í gang, fá fleira fólk í atvinnu og ég sé engan flokk hér á þinginu vilja standa gegn því,“ sagði Sigurður. Ráðherrann kvaðst þó hafa fullan skilning á því að mikið sé rætt um samgönguáætlanir enda mörgum hjartans mál. „Ég hef enga trú á öðru en að menn komi sér síðan í það að klára, eftir samgönguáætlunina bæði samvinnufrumvarpið og samgöngusáttmálann,“ sagði ráðherra. Mögulegt er að bíða þurfi með afgreiðslu málsins á þingi þar til eftir Forsetakosningar 27. júní næstkomandi. Sigurður sagði þingmenn tilbúna til þess en efaðist um að sú yrði raunin. „Miðað við ganginn hérna undanfarna daga þá er ég ekki viss um að það þurfi. Við erum að sjálfsögðu tilbúin til þess, það er mjög mikilvægt að ljúka þessum verkefnum. Á þeim hanga ný atvinnutækifæri fyrir mjög marga Íslendinga,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Alþingi Samgöngur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira