Gerir ekki ráð fyrir að frumvarp um inneignarnótur verði afgreitt Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 18:42 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur nú blasa við að frumvarp hennar um inneignarnótur frá ferðaskrifstofum hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi. Hún gerir ekki ráð fyrir að það verði afgreitt. Þetta kemur fram í færslu sem Þórdís Kolbrún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í aðgerðapakka íslensku ríkisstjórnarinnar í lok apríl síðastliðinn voru kynntar hugmyndir um að ferðaskrifstofur mættu veita viðskiptavinum inneign vegna ferða sem aflýsa þurfti vegna faraldurs kórónuveiru. Frumvarp ferðamálaráðherra þess efnis liggur nú inni í nefnd. Þórdís bendir á í færslu sinni að danska ríkisstjórnin sé hætt við að leyfa ferðaskrifstofum að endurgreiða viðskiptavinum með inneignarnótum. Ákvörðun um þetta hafi verið kynnt með vísan til afstöðu Evrópusambandsins. Þá segir Þórdís að viðbúið hefði verið að frumvarpið sem hún lagði fram á þingi yrði umdeilt, sem það var. Mögulega hefði verið hægt að koma til móts við báðar hliða rmálsins, þ.e. rétt neytenda og ferðaskrifstofa, „á kostnað skattgreiðenda, með því að aflétta ekki bara skyldunni um endurgreiðslu í peningum af fyrirtækjunum heldur innleiða samtímis ríkisábyrgð á kröfum neytenda. Niðurstaðan var að gera það ekki,“ segir Þórdís. „Mér sýnist nú ljóst að frumvarpið sem ég lagði fram hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi.“ Samhliða þessu sjáist vísbendingar um að verið sé að hverfa frá þessari leið í nágrannalöndunum, samanber nýjustu tíðindi frá Danmörku. Aðstæður hafi einnig breyst frá því að frumvarpið var samið og lagt fram. „Þá var allt eins útlit fyrir að engin eða nær engin ferðalög yrðu á milli landa fyrr en í haust eða vetur. Nú sjáum við að lönd eru að opna landamæri sín nú þegar eða eftir nokkra daga, miklu fyrr en talið var líklegt fyrir fáeinum vikum. Það þýðir væntanlega að ferðaskrifstofur standa frammi fyrir færri afbókunum en ella og geta líka selt nýjar ferðir fyrr en ella. Þrátt fyrir það er mér vel ljóst að sum þeirra standa frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu, þó að staða þeirra sé ólík eins og áður segir,“ segir Þórdís. „Ég hef staðið með frumvarpinu eins og það var lagt fram en það hefur ekki stuðning. Ég geri því ekki ráð fyrir að þingið afgreiði það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur nú blasa við að frumvarp hennar um inneignarnótur frá ferðaskrifstofum hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi. Hún gerir ekki ráð fyrir að það verði afgreitt. Þetta kemur fram í færslu sem Þórdís Kolbrún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í aðgerðapakka íslensku ríkisstjórnarinnar í lok apríl síðastliðinn voru kynntar hugmyndir um að ferðaskrifstofur mættu veita viðskiptavinum inneign vegna ferða sem aflýsa þurfti vegna faraldurs kórónuveiru. Frumvarp ferðamálaráðherra þess efnis liggur nú inni í nefnd. Þórdís bendir á í færslu sinni að danska ríkisstjórnin sé hætt við að leyfa ferðaskrifstofum að endurgreiða viðskiptavinum með inneignarnótum. Ákvörðun um þetta hafi verið kynnt með vísan til afstöðu Evrópusambandsins. Þá segir Þórdís að viðbúið hefði verið að frumvarpið sem hún lagði fram á þingi yrði umdeilt, sem það var. Mögulega hefði verið hægt að koma til móts við báðar hliða rmálsins, þ.e. rétt neytenda og ferðaskrifstofa, „á kostnað skattgreiðenda, með því að aflétta ekki bara skyldunni um endurgreiðslu í peningum af fyrirtækjunum heldur innleiða samtímis ríkisábyrgð á kröfum neytenda. Niðurstaðan var að gera það ekki,“ segir Þórdís. „Mér sýnist nú ljóst að frumvarpið sem ég lagði fram hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi.“ Samhliða þessu sjáist vísbendingar um að verið sé að hverfa frá þessari leið í nágrannalöndunum, samanber nýjustu tíðindi frá Danmörku. Aðstæður hafi einnig breyst frá því að frumvarpið var samið og lagt fram. „Þá var allt eins útlit fyrir að engin eða nær engin ferðalög yrðu á milli landa fyrr en í haust eða vetur. Nú sjáum við að lönd eru að opna landamæri sín nú þegar eða eftir nokkra daga, miklu fyrr en talið var líklegt fyrir fáeinum vikum. Það þýðir væntanlega að ferðaskrifstofur standa frammi fyrir færri afbókunum en ella og geta líka selt nýjar ferðir fyrr en ella. Þrátt fyrir það er mér vel ljóst að sum þeirra standa frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu, þó að staða þeirra sé ólík eins og áður segir,“ segir Þórdís. „Ég hef staðið með frumvarpinu eins og það var lagt fram en það hefur ekki stuðning. Ég geri því ekki ráð fyrir að þingið afgreiði það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21
Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26
ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03