Ríkisstjórnarsamstarfið „fráleit pæling“ en traustið til staðar Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 12:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég vil vera mjög vel inn í öllum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um ummæli samstarfsmanns hennar í ríkisstjórn, Bjarna Benediktssonar, að hún sé nokkuð smámunasöm. Hún segist hafa mikinn áhuga á því sem hún gerir hverju sinni og það gildi næstum því um allt. „Fólk er bara rosalega ólíkt. Ég hef mjög mikla þörf fyrir að vera mjög vel inni í því sem ég er að gera. Það hefur alltaf loðað við mig, ég hef bara rosalegan áhuga á því sem ég er að gera hverju sinni. Ég get haft rosalegan áhuga á því hvernig rofarnir í stigaganginum mínum eiga að líta út.“ Hún segist hafa fengið að heyra það að hún sé góð í núvitund vegna þessa, enda geti hún einbeitt sér gríðarlega að því sem hún tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali Sölva Tryggvasonar þar sem þau fóru yfir víðan völl. Þar ræddu þau meðal annars ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem Katrín segir vera dálítið „fráleita pælingu“. „Hún er auðvitað dálítið fráleit, þessi pæling,“ segir Katrín en bætir við að það sem skipti miklu máli í heildarmyndinni séu þær manneskjur sem hún vinnur með hverju sinni. Þau séu öll ólíkir karakterar með ólíkar skoðanir en það ráði úrslitum að þau treysti hvoru öðru. „Ef þú treystir fólki er það eitthvað sem hægt er að leysa. Ég held við getum öll farið svakalega í taugarnar hvert á öðru, en við erum líka mjög meðvituð um það.“ Það sé hennar reynsla af stjórnmálum að traust í samskiptum geti komið fólki langt og þannig sé hægt að koma hlutum í framkvæmd. Sé traustið ekki til staðar verði samstarfið alltaf erfitt, en þau séu öll þrjósk og vilji láta þetta ganga upp. Það hafi í raun fátt annað verið í boði eftir síðustu kosningar. „Ég meina þetta voru sérstakar aðstæður. Við vorum að kjósa 2017 ári eftir að við vorum búin að kjósa. Manni leið bara eins og maður væri svolítið með sama prógrammið aftur, keyra nánast sömu málin inn í kosningabaráttu og allir svolítið: Bíddu vorum við ekki hérna í gær?“ Hún segir ríka kröfu hafa verið um það, bæði í stjórnmálunum og í samfélaginu öllu, að friður kæmist í stjórnmálin. Almenningur hafi viljað sjá starfhæfa stjórn, enda var kosið tvisvar með stuttu millibili og fólk orðið þreytt á löngum kosningabaráttum. „Mér fannst meiri þungi í því að flokkar yrðu að ná saman um starfhæfa stjórn. Mér fannst ofboðslegur þungi bæði innan flokkanna og hjá þessu venjulega fólki sem maður hitti.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12 Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
„Ég vil vera mjög vel inn í öllum málum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra aðspurð um ummæli samstarfsmanns hennar í ríkisstjórn, Bjarna Benediktssonar, að hún sé nokkuð smámunasöm. Hún segist hafa mikinn áhuga á því sem hún gerir hverju sinni og það gildi næstum því um allt. „Fólk er bara rosalega ólíkt. Ég hef mjög mikla þörf fyrir að vera mjög vel inni í því sem ég er að gera. Það hefur alltaf loðað við mig, ég hef bara rosalegan áhuga á því sem ég er að gera hverju sinni. Ég get haft rosalegan áhuga á því hvernig rofarnir í stigaganginum mínum eiga að líta út.“ Hún segist hafa fengið að heyra það að hún sé góð í núvitund vegna þessa, enda geti hún einbeitt sér gríðarlega að því sem hún tekur sér fyrir hendur hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali Sölva Tryggvasonar þar sem þau fóru yfir víðan völl. Þar ræddu þau meðal annars ríkisstjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn, sem Katrín segir vera dálítið „fráleita pælingu“. „Hún er auðvitað dálítið fráleit, þessi pæling,“ segir Katrín en bætir við að það sem skipti miklu máli í heildarmyndinni séu þær manneskjur sem hún vinnur með hverju sinni. Þau séu öll ólíkir karakterar með ólíkar skoðanir en það ráði úrslitum að þau treysti hvoru öðru. „Ef þú treystir fólki er það eitthvað sem hægt er að leysa. Ég held við getum öll farið svakalega í taugarnar hvert á öðru, en við erum líka mjög meðvituð um það.“ Það sé hennar reynsla af stjórnmálum að traust í samskiptum geti komið fólki langt og þannig sé hægt að koma hlutum í framkvæmd. Sé traustið ekki til staðar verði samstarfið alltaf erfitt, en þau séu öll þrjósk og vilji láta þetta ganga upp. Það hafi í raun fátt annað verið í boði eftir síðustu kosningar. „Ég meina þetta voru sérstakar aðstæður. Við vorum að kjósa 2017 ári eftir að við vorum búin að kjósa. Manni leið bara eins og maður væri svolítið með sama prógrammið aftur, keyra nánast sömu málin inn í kosningabaráttu og allir svolítið: Bíddu vorum við ekki hérna í gær?“ Hún segir ríka kröfu hafa verið um það, bæði í stjórnmálunum og í samfélaginu öllu, að friður kæmist í stjórnmálin. Almenningur hafi viljað sjá starfhæfa stjórn, enda var kosið tvisvar með stuttu millibili og fólk orðið þreytt á löngum kosningabaráttum. „Mér fannst meiri þungi í því að flokkar yrðu að ná saman um starfhæfa stjórn. Mér fannst ofboðslegur þungi bæði innan flokkanna og hjá þessu venjulega fólki sem maður hitti.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12 Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Katrín segir Bjarna einn besta samstarfsmann sem hún hefur haft Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þeirra sem hélt ávarp á 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins. 25. maí 2019 13:12
Katrín Jakobs horfir á Dennis Rodman taka fráköst til að peppa sig Katrín Jakobsdóttir er eins og þekkt er orðið harður stuðningsmaður Liverpool. Hún er ekki mikil körfuboltaáhugamanneskja og hefur ekki horft á Last Dance á Netflix. 12. júní 2020 15:34