Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar 26. janúar 2026 17:31 Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í daglegu lífi fólks. Þar mætast þjónusta, menning, menntun og velferð - þeir þættir sem móta samfélagið okkar til framtíðar. Víða um land hefur þróunin verið hröð undanfarin ár, íbúum fjölgað og kröfur til þjónustu aukist. Slíkar breytingar kalla á skýra sýn, forgangsröðun og samvinnu. Mosfellsbær er gott dæmi um samfélag sem hefur vaxið hratt og tekið hröðum breytingum en jafnframt lagt ríka áherslu á að varðveita sérstöðu sína, sveit í borg. Hér er blómlegt menningarlíf, öflugt skólastarf og fjölbreytt þjónusta við íbúa. En eins og annars staðar er alltaf tilefni til að gera betur. Þegar samfélög stækka verður áskorunin sú að halda í þann anda og þau gildi sem gera þau eftirsóknarverð án þess þó að missa sjónar á framtíðinni. Reynsla mín af störfum í og með samfélaginu hér hefur kennt mér hversu mikilvægt er að kjörnir fulltrúar þekki raunverulegt líf bæjarbúa. Að þeir skilji þarfir fjölskyldna, barna, eldri borgara, atvinnurekenda og allra þeirra sem byggja upp samfélagið - og séu tilbúnir að vinna þvert á skoðanir í þágu heildarinnar. Pólitísk forysta snýst ekki aðeins um stefnumótun og ákvarðanatöku heldur líka um traust, samtal við íbúa - að hlusta á vilja og þarfir samfélagsins og taka ákvarðanir samkvæmt því. Í ört vaxandi sveitarfélögum skiptir höfuðmáli að grunnstoðir samfélagsins séu traustar. Börnin eru þar lykill að framtíðinni og eiga að vera í forgangi. Öflugir skólar og öruggt nærumhverfi, gott aðgengi að íþrótta- og frístundastarfi og traust velferðarþjónusta verða ekki til af sjálfu sér heldur eru afrakstur markvissrar forgangsröðunar. Slíka forgangsröðun þurfa kjörnir fulltrúar að hafa hugfast í öllum sínum störfum því með henni leggjum við grunn að farsælu samfélagi til framtíðar. Samhliða markvissri forgangsröðun þurfum við að mynda traust tengsl og vinna með öðrum bæjarfélögum. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar standa frammi fyrir sameiginlegum áskorunum, hvort sem um ræðir samgöngur, skipulagsmál, húsnæðisuppbyggingu eða umhverfismál. Þar er samstarf lykillinn að betri lausnum og skynsamri nýtingu fjármuna. Sterk sveitarfélög byggja sterkt samfélag. Með skýra framtíðarsýn, rétta forgangsröðun og góða samvinnu við íbúa að leiðarljósi getum við skapað umhverfi þar sem fólk vill búa, ala upp börn og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það er verkefni sem krefst bæði reynslu og framtíðarsýnar en umfram allt annað vilja og getu til að vinna með fólki og miðla málum. Þetta er sú framtíðarsýn og það starf sem ég vil vinna - fyrir heimabæinn minn. Höfundur sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 2026. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sveitarstjórnarkosningar 2026 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Stórþingskosningar í Noregi Fastir pennar Klípa forsetaembættisins Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Rannsóknir í ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Skoðun 50+ já takk Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í daglegu lífi fólks. Þar mætast þjónusta, menning, menntun og velferð - þeir þættir sem móta samfélagið okkar til framtíðar. Víða um land hefur þróunin verið hröð undanfarin ár, íbúum fjölgað og kröfur til þjónustu aukist. Slíkar breytingar kalla á skýra sýn, forgangsröðun og samvinnu. Mosfellsbær er gott dæmi um samfélag sem hefur vaxið hratt og tekið hröðum breytingum en jafnframt lagt ríka áherslu á að varðveita sérstöðu sína, sveit í borg. Hér er blómlegt menningarlíf, öflugt skólastarf og fjölbreytt þjónusta við íbúa. En eins og annars staðar er alltaf tilefni til að gera betur. Þegar samfélög stækka verður áskorunin sú að halda í þann anda og þau gildi sem gera þau eftirsóknarverð án þess þó að missa sjónar á framtíðinni. Reynsla mín af störfum í og með samfélaginu hér hefur kennt mér hversu mikilvægt er að kjörnir fulltrúar þekki raunverulegt líf bæjarbúa. Að þeir skilji þarfir fjölskyldna, barna, eldri borgara, atvinnurekenda og allra þeirra sem byggja upp samfélagið - og séu tilbúnir að vinna þvert á skoðanir í þágu heildarinnar. Pólitísk forysta snýst ekki aðeins um stefnumótun og ákvarðanatöku heldur líka um traust, samtal við íbúa - að hlusta á vilja og þarfir samfélagsins og taka ákvarðanir samkvæmt því. Í ört vaxandi sveitarfélögum skiptir höfuðmáli að grunnstoðir samfélagsins séu traustar. Börnin eru þar lykill að framtíðinni og eiga að vera í forgangi. Öflugir skólar og öruggt nærumhverfi, gott aðgengi að íþrótta- og frístundastarfi og traust velferðarþjónusta verða ekki til af sjálfu sér heldur eru afrakstur markvissrar forgangsröðunar. Slíka forgangsröðun þurfa kjörnir fulltrúar að hafa hugfast í öllum sínum störfum því með henni leggjum við grunn að farsælu samfélagi til framtíðar. Samhliða markvissri forgangsröðun þurfum við að mynda traust tengsl og vinna með öðrum bæjarfélögum. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og víðar standa frammi fyrir sameiginlegum áskorunum, hvort sem um ræðir samgöngur, skipulagsmál, húsnæðisuppbyggingu eða umhverfismál. Þar er samstarf lykillinn að betri lausnum og skynsamri nýtingu fjármuna. Sterk sveitarfélög byggja sterkt samfélag. Með skýra framtíðarsýn, rétta forgangsröðun og góða samvinnu við íbúa að leiðarljósi getum við skapað umhverfi þar sem fólk vill búa, ala upp börn og leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það er verkefni sem krefst bæði reynslu og framtíðarsýnar en umfram allt annað vilja og getu til að vinna með fólki og miðla málum. Þetta er sú framtíðarsýn og það starf sem ég vil vinna - fyrir heimabæinn minn. Höfundur sækist eftir að leiða lista Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 2026.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar