Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar 26. janúar 2026 07:45 Nýr grunnskóli á Bíldudal. Heimavöllur bikarmeistara Vestra. Vatnsveitur og fráveitur. Skólastofur og slökkvistöð. Nemendagarðar og göngustígar. Allt eru þetta dæmi um hvernig framlög fiskeldissjóðs hafa styrkt sveitarfélög á Vestfjörðum síðustu ár til uppbyggingar, aukið lífsgæði og styrkt innviði. En áhrifin eru mun meiri og víðtækari. Íbúaþróun hefur snúist við og rekstur sveitarfélaga er orðinn betri. Saga Vestfjarða er saga samspils manns og sjávar og nýsköpun, hagsæld og atvinnuuppbygging okkar hefur verið samofin hafinu og að það sé nýtt skynsamlega. Ævintýraleg uppbygging Kerecis byggir á nýtingu á sjávarauðlind rétt eins og kalþörungavinnslan sem framleiðir hágæða fæðubótarefni til manneldis og fyrir arabíska veðlaupahesta. Hafnarmannvirki sem í upphafi voru byggð fyrir hefðbundin sjávarútveg nýtast núna einnig til að taka á móti skemmtiferðaskipum. Gott frumvarp Og svo er það laxeldi. Í dag rennur út umsagnafrestur vegna nýs frumvarps atvinnuvegaráðherra um lagareldi. Frumvarpið er mikil framför frá því kerfi sem nú er. Umbæturnar varða til dæmis skýrari leiðir til að minnka hættu á stroki og erfðablöndun við villtan íslenskan lax, sanngjarnara skattkerfi, beinskeyttari dreifingu skattteknanna og skilvirkari smitvarnir. Að öllu samanteknu ættu allir að geta vel við unað. Við Vestfirðingar styðjum aukið og umhverfisvænt laxeldi í sátt við aðrar atvinnugreinar og aðra hagsmuni. Þannig voru sveitarfélög saman í gerð strandsvæðaskipulags sem friðaði Jökulfirði fyrir sjónrænum áhrifum laxeldis, en leyfði það á afmörkuðum svæðum í öðrum fjörðum. Alls staðar þar sem aðkoma lýðræðislegra fulltrúa hefur komið að, er stuðningur við laxeldi skýr. Jafn skýr er krafan um góðan nútímalegan lagaramma. Í umsögn sinni um frumvarpið leggur Ísafjarðarbær fram nokkrar hugmyndir að betrumbótum, meðal annars hvernig laxeldi getur betur stutt við menntastofnanir svæðisins og hvernig rannsóknir geti verið sem mest í námunda við eldið sjálft. En stóra myndin er jákvæð. Frumvarpið byggir á plaggi sem fyrst var skrifað í tíð Svandísar Svavarsdóttur, en hefur breyst í takt við ábendingar og reynsluna síðan. En nú er biðin orðin ansi löng. Ég treysti því að atvinnuvegaráðherra og Alþingi geri á frumvarpinu ákveðnar breytingar og samþykki það svo á vorþingi svo íslenskur lax get áfram skila sínu til Vestfjarða og þjóðabúsins, og fari á enn fleiri matardiska í kringum heiminn. Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og formaður stjórnar Vestfjarðastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Ólafsson Fiskeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Sjókvíaeldi Mest lesið Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Handboltaangistin Fastir pennar Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Sjá meira
Nýr grunnskóli á Bíldudal. Heimavöllur bikarmeistara Vestra. Vatnsveitur og fráveitur. Skólastofur og slökkvistöð. Nemendagarðar og göngustígar. Allt eru þetta dæmi um hvernig framlög fiskeldissjóðs hafa styrkt sveitarfélög á Vestfjörðum síðustu ár til uppbyggingar, aukið lífsgæði og styrkt innviði. En áhrifin eru mun meiri og víðtækari. Íbúaþróun hefur snúist við og rekstur sveitarfélaga er orðinn betri. Saga Vestfjarða er saga samspils manns og sjávar og nýsköpun, hagsæld og atvinnuuppbygging okkar hefur verið samofin hafinu og að það sé nýtt skynsamlega. Ævintýraleg uppbygging Kerecis byggir á nýtingu á sjávarauðlind rétt eins og kalþörungavinnslan sem framleiðir hágæða fæðubótarefni til manneldis og fyrir arabíska veðlaupahesta. Hafnarmannvirki sem í upphafi voru byggð fyrir hefðbundin sjávarútveg nýtast núna einnig til að taka á móti skemmtiferðaskipum. Gott frumvarp Og svo er það laxeldi. Í dag rennur út umsagnafrestur vegna nýs frumvarps atvinnuvegaráðherra um lagareldi. Frumvarpið er mikil framför frá því kerfi sem nú er. Umbæturnar varða til dæmis skýrari leiðir til að minnka hættu á stroki og erfðablöndun við villtan íslenskan lax, sanngjarnara skattkerfi, beinskeyttari dreifingu skattteknanna og skilvirkari smitvarnir. Að öllu samanteknu ættu allir að geta vel við unað. Við Vestfirðingar styðjum aukið og umhverfisvænt laxeldi í sátt við aðrar atvinnugreinar og aðra hagsmuni. Þannig voru sveitarfélög saman í gerð strandsvæðaskipulags sem friðaði Jökulfirði fyrir sjónrænum áhrifum laxeldis, en leyfði það á afmörkuðum svæðum í öðrum fjörðum. Alls staðar þar sem aðkoma lýðræðislegra fulltrúa hefur komið að, er stuðningur við laxeldi skýr. Jafn skýr er krafan um góðan nútímalegan lagaramma. Í umsögn sinni um frumvarpið leggur Ísafjarðarbær fram nokkrar hugmyndir að betrumbótum, meðal annars hvernig laxeldi getur betur stutt við menntastofnanir svæðisins og hvernig rannsóknir geti verið sem mest í námunda við eldið sjálft. En stóra myndin er jákvæð. Frumvarpið byggir á plaggi sem fyrst var skrifað í tíð Svandísar Svavarsdóttur, en hefur breyst í takt við ábendingar og reynsluna síðan. En nú er biðin orðin ansi löng. Ég treysti því að atvinnuvegaráðherra og Alþingi geri á frumvarpinu ákveðnar breytingar og samþykki það svo á vorþingi svo íslenskur lax get áfram skila sínu til Vestfjarða og þjóðabúsins, og fari á enn fleiri matardiska í kringum heiminn. Höfundur er formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar og formaður stjórnar Vestfjarðastofu.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar