Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 20. janúar 2026 16:31 Framtíðin er ekki eins og hún var einu sinni. Þessi gamli orðaleikur hefur sjaldan hitt jafnvel og nú. Það er svo ótrúlega margt að gerast í heiminum í dag sem ekkert okkar óraði fyrir að gæti gerst. Innrásarstríð frá nágrannaþjóð, gamlir bandamenn verða ógn, almenningur berst gegn ofbeldi yfirvalda á sama tíma í miðausturlöndum og Ameríku. Vettvangur átakanna eru borgir. Endastöð þeirra sem flýja átök og lífshættu í sínu heimalandi eru borgir eða sveitarfélög í nýju landi. Það eru innviðir þeirra sem móta líf fólksins sem byggir upp á nýjum stað. Borgir heimsins eiga hver sinn persónuleika og einkenni sem gerir þær heillandi í margbreytileika sínum. Ekkert er þar hoggið í stein. Það sem eitt sinn var er annað í dag. Það er þessi breytileiki sem laðar að sér ólíka einstaklinga, fjölskyldur ýmist til búsetu, upplifana eða ferðalaga. Og það eru eiginleikar þeirra sem ráða því hvort fyrirtæki hefji þar starfsemi og skapi störf, bæti lífsskilyrði, fari í samkeppni, efli markaðinn og fjölgi tækifærum kynslóða sem mæta á svæðið hver á eftir annari. Fyrirtækin, skólarnir, íþróttafélögin, stofnanirnar og hverfin; öll þessi endalausa flóra verður að lykt, hávaða, lífi. Verður svo að blóðrás samfélags sem er eins og lífvera þar sem óteljandi kerfi verða að virka svo að hægt sé að fjölga, stækka og lifa. Til þess að vaxa og dafna þarf Reykjavík súrefni. Það verður að vera vinna. Fólk þarf að sjá tækifæri í því að stofna fyrirtæki, afla sér menntunar, bjóða þjónustu, stunda frístundir. Við þurfum öll að finna að þetta er okkar borg. Við tilheyrum öll. Ég trúi því að mín pólitík, mín stefna, sé það sem íbúar Reykjavíkur þurfa á að halda. Ég er jafnaðarmaður. Ég veit að aðrir eru því ósammála og ég er þeirrar einlægu skoðunar að samkeppni hugmyndanna um hvað er best og rétt að gera næst, sé það stjórnmálakerfi sem tryggir framfarir og lifsgæði. Ég hef aldrei litið svo á þau sem eru ekki með mér í stjórnmálaflokki séu óvinir mínir eða andstæðingar, heldur miklu frekar einstaklinga sem keppa að sama marki og ég. Betra samfélagi. Ef þau standa sig vel þá þarf ég að standa mig enn betur. Sú samkeppni er öllum til hagsbóta. Ég trúi því að velferð færi velmegun. Að borg þar sem öll tilheyra búi til fleiri tækifæri. Að það sé virðisaukandi fyrir okkur öll að tryggja að einstaklingar og fjölskyldur á jaðrinum séu dregin inn í hringamiðju samfélagsins og gerð að þátttakendum. Að rétt sé að nýta verkfæri samfélagsins, fjármuni, stofnanir og reglur til að jafna kjörin. Valdefla þau sem minnst hafa handa á milli og hjálpa til þátttöku. Það gagnast á endanum okkur öllum. Hamingjusamt fólk skapar hamingjusama borg. Hamingjusöm borg laðar að sér tækifæri, vex og dafnar. Það er sú borg sem við byggjum öll saman. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Borgarstjórn Samfylkingin Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Framtíðin er ekki eins og hún var einu sinni. Þessi gamli orðaleikur hefur sjaldan hitt jafnvel og nú. Það er svo ótrúlega margt að gerast í heiminum í dag sem ekkert okkar óraði fyrir að gæti gerst. Innrásarstríð frá nágrannaþjóð, gamlir bandamenn verða ógn, almenningur berst gegn ofbeldi yfirvalda á sama tíma í miðausturlöndum og Ameríku. Vettvangur átakanna eru borgir. Endastöð þeirra sem flýja átök og lífshættu í sínu heimalandi eru borgir eða sveitarfélög í nýju landi. Það eru innviðir þeirra sem móta líf fólksins sem byggir upp á nýjum stað. Borgir heimsins eiga hver sinn persónuleika og einkenni sem gerir þær heillandi í margbreytileika sínum. Ekkert er þar hoggið í stein. Það sem eitt sinn var er annað í dag. Það er þessi breytileiki sem laðar að sér ólíka einstaklinga, fjölskyldur ýmist til búsetu, upplifana eða ferðalaga. Og það eru eiginleikar þeirra sem ráða því hvort fyrirtæki hefji þar starfsemi og skapi störf, bæti lífsskilyrði, fari í samkeppni, efli markaðinn og fjölgi tækifærum kynslóða sem mæta á svæðið hver á eftir annari. Fyrirtækin, skólarnir, íþróttafélögin, stofnanirnar og hverfin; öll þessi endalausa flóra verður að lykt, hávaða, lífi. Verður svo að blóðrás samfélags sem er eins og lífvera þar sem óteljandi kerfi verða að virka svo að hægt sé að fjölga, stækka og lifa. Til þess að vaxa og dafna þarf Reykjavík súrefni. Það verður að vera vinna. Fólk þarf að sjá tækifæri í því að stofna fyrirtæki, afla sér menntunar, bjóða þjónustu, stunda frístundir. Við þurfum öll að finna að þetta er okkar borg. Við tilheyrum öll. Ég trúi því að mín pólitík, mín stefna, sé það sem íbúar Reykjavíkur þurfa á að halda. Ég er jafnaðarmaður. Ég veit að aðrir eru því ósammála og ég er þeirrar einlægu skoðunar að samkeppni hugmyndanna um hvað er best og rétt að gera næst, sé það stjórnmálakerfi sem tryggir framfarir og lifsgæði. Ég hef aldrei litið svo á þau sem eru ekki með mér í stjórnmálaflokki séu óvinir mínir eða andstæðingar, heldur miklu frekar einstaklinga sem keppa að sama marki og ég. Betra samfélagi. Ef þau standa sig vel þá þarf ég að standa mig enn betur. Sú samkeppni er öllum til hagsbóta. Ég trúi því að velferð færi velmegun. Að borg þar sem öll tilheyra búi til fleiri tækifæri. Að það sé virðisaukandi fyrir okkur öll að tryggja að einstaklingar og fjölskyldur á jaðrinum séu dregin inn í hringamiðju samfélagsins og gerð að þátttakendum. Að rétt sé að nýta verkfæri samfélagsins, fjármuni, stofnanir og reglur til að jafna kjörin. Valdefla þau sem minnst hafa handa á milli og hjálpa til þátttöku. Það gagnast á endanum okkur öllum. Hamingjusamt fólk skapar hamingjusama borg. Hamingjusöm borg laðar að sér tækifæri, vex og dafnar. Það er sú borg sem við byggjum öll saman. Höfundur er borgarstjóri.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun