Viðskipti innlent

Bein út­sending: Niður­stöður Ís­lensku ánægjuvogarinnar kunn­gjörðar

Árni Sæberg skrifar
Athöfnin verður haldin á Grand hótel í Reykjavík.
Athöfnin verður haldin á Grand hótel í Reykjavík. Vísir/Egill

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða kunngjörðar við hátíðlega athöfn á Grand hótel klukkan 15. Beina útsendingu frá athöfninni má sjá hér á Vísi.

Í fréttatilkynningu frá Stjórnvísi, sem heldur úti Íslensku ánægjuvoginni, segir að þetta sé í 27. skipti sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti og að þessu sinni verði birtar niðurstöður fyrir 14 atvinnugreinar og þær hafi sjaldan verið fleiri. 

„Það sem gerir Ánægjuvogina einstaka er að enginn veit hvenær mælingin fer fram né hvaða markaðir eru mældir hverju sinni.“

Beina útsendingu frá athöfninni má sjá í spilaranum hér að neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×