Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 15. janúar 2026 13:47 Borgir sem leggja áherslu á lýðheilsu verða sjálfbærari, öflugri og betri til búsetu fyrir alla aldurshópa. Mitt hjartans mál er að Reykjavík sé borg sem gefur öllum tækifæri til heilbrigðs, öruggs og innihaldsríks lífs – þar sem heilsan, vellíðanin og jöfnuðurinn eru hjartað í samfélaginu. Í vikunni samþykktum við í borgarstjórn aðgerðaráætlun sem gengur undir nafninu„Heilsuborgin Reykjavík.” Þar er meginmarkmiðið að skapa borg sem styður við heilsu og vellíðan íbúa í sem víðustum skilningi. Þar setti borgarstjórn aukna áherslu á forvarnir barna- og ungmenna, aðgerðir sem stuðla að inngildingu og virkri þátttöku allra í samfélaginu, tengingu við náttúruna, næringu, hreyfingu. Lykilatriði er að við lítum á lýðheilsu sem megin viðfangsefni í öllu sem við gerum. Þannig er opið og aðgengilegt menningarstarf, góð menntun barna, rekstur bókasafna, og svo ótal margt fleira sannarlega lýðheilsumál þó það sé ekki tiltekið í þessari aðgerðaáætlun. Ég er iðulega innt eftir því í samtölum við borgarbúa hvort ekki sé hægt að bæta við bekkjum á gönguleiðum innan borgarinnar, fá betri lýsingu og skýrari merkingar á stígum í náttúru borgarlandsins. Það er mjög virkur áhugi á meðal almennings á að bæta möguleika til hreyfingar og útiveru innan borgarinnar. Nýleg viðurkenning UNESCO á íslenskri sundlaugamenningu undirstrikar að hefðir sem styrkja félagslega tengingu og heilsu eru menningarleg verðmæti sem við eigum að varðveita og efla, rétt eins og grænu svæðin sem við viljum rækta í borginni. Hvað eru borgarskógar meira en tré? Ræktun borgarskóga er ekki aðeins fagurfræðilegt verkefni heldur lykilþáttur í loftslagsaðgerðum, betri loftgæðum og aukinni vellíðan borgarbúa. Græn svæði skapa rými fyrir útivist og styrkja samfélagslega tengingu. Rannsóknir sýna að örstutt útivist í náttúru dregur marktækt úr kvíða og depurð, fjölbreytni í fuglalífi innan borgarskóga styrkir vistkerfi og líffræðilegan fjölbreytileika. Með því að halda áfram að þróa aðgerðaráætlun sem byggir á þessum áherslum tryggjum við að Reykjavík verði borg þar sem velsæld, heilsa og náttúra fara hönd í hönd. Þetta er fjárfesting í framtíðinni, fyrir fólk, loftslag og lífríki. Lýðheilsa er stefnumarkmið sem skilar alvöru lífsgæðum, hamingjusömum íbúum og hamingjusamri borg. Á morgun, föstudaginn 16. janúar frá klukkan 9:00-11:00, verður opinn fundur í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem við beinum sjónum að mikilvægi þeirra þátta sem geta styrkt heilsu og vellíðan íbúa og eiga samtal um það hver lykillin er að góðum lífsgæðum. Flutt verða erindi þar sem farið er yfir ýmis verkefni innan borgarinnar sem styðja við lýðheilsu. Verið öll hjartanlega velkomin. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Borgir sem leggja áherslu á lýðheilsu verða sjálfbærari, öflugri og betri til búsetu fyrir alla aldurshópa. Mitt hjartans mál er að Reykjavík sé borg sem gefur öllum tækifæri til heilbrigðs, öruggs og innihaldsríks lífs – þar sem heilsan, vellíðanin og jöfnuðurinn eru hjartað í samfélaginu. Í vikunni samþykktum við í borgarstjórn aðgerðaráætlun sem gengur undir nafninu„Heilsuborgin Reykjavík.” Þar er meginmarkmiðið að skapa borg sem styður við heilsu og vellíðan íbúa í sem víðustum skilningi. Þar setti borgarstjórn aukna áherslu á forvarnir barna- og ungmenna, aðgerðir sem stuðla að inngildingu og virkri þátttöku allra í samfélaginu, tengingu við náttúruna, næringu, hreyfingu. Lykilatriði er að við lítum á lýðheilsu sem megin viðfangsefni í öllu sem við gerum. Þannig er opið og aðgengilegt menningarstarf, góð menntun barna, rekstur bókasafna, og svo ótal margt fleira sannarlega lýðheilsumál þó það sé ekki tiltekið í þessari aðgerðaáætlun. Ég er iðulega innt eftir því í samtölum við borgarbúa hvort ekki sé hægt að bæta við bekkjum á gönguleiðum innan borgarinnar, fá betri lýsingu og skýrari merkingar á stígum í náttúru borgarlandsins. Það er mjög virkur áhugi á meðal almennings á að bæta möguleika til hreyfingar og útiveru innan borgarinnar. Nýleg viðurkenning UNESCO á íslenskri sundlaugamenningu undirstrikar að hefðir sem styrkja félagslega tengingu og heilsu eru menningarleg verðmæti sem við eigum að varðveita og efla, rétt eins og grænu svæðin sem við viljum rækta í borginni. Hvað eru borgarskógar meira en tré? Ræktun borgarskóga er ekki aðeins fagurfræðilegt verkefni heldur lykilþáttur í loftslagsaðgerðum, betri loftgæðum og aukinni vellíðan borgarbúa. Græn svæði skapa rými fyrir útivist og styrkja samfélagslega tengingu. Rannsóknir sýna að örstutt útivist í náttúru dregur marktækt úr kvíða og depurð, fjölbreytni í fuglalífi innan borgarskóga styrkir vistkerfi og líffræðilegan fjölbreytileika. Með því að halda áfram að þróa aðgerðaráætlun sem byggir á þessum áherslum tryggjum við að Reykjavík verði borg þar sem velsæld, heilsa og náttúra fara hönd í hönd. Þetta er fjárfesting í framtíðinni, fyrir fólk, loftslag og lífríki. Lýðheilsa er stefnumarkmið sem skilar alvöru lífsgæðum, hamingjusömum íbúum og hamingjusamri borg. Á morgun, föstudaginn 16. janúar frá klukkan 9:00-11:00, verður opinn fundur í Tjarnarsal í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem við beinum sjónum að mikilvægi þeirra þátta sem geta styrkt heilsu og vellíðan íbúa og eiga samtal um það hver lykillin er að góðum lífsgæðum. Flutt verða erindi þar sem farið er yfir ýmis verkefni innan borgarinnar sem styðja við lýðheilsu. Verið öll hjartanlega velkomin. Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar