Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar 12. janúar 2026 07:47 Þann 8. júlí 2025 tilkynnti Arion banki Vélfagi um frystingu bankareikninga félagsins á grundvelli 10. gr. laga nr. 68/2023 ,,þvingunarlaga”. Frysting bankans fór fram undir handleiðslu utanríkisráðherra. Með frystingu átti að koma í veg fyrir að fé Vélfags rynni til rússneksa félagsins Norebo sem Evrópusambandið sett á þvingunarlista nokkru áður. Af hálfu bankans og ráðherrans var á því byggt að eigandi Norebo stjórnaði Vélfagi gegnum Hong Kong félgið Titania Trading og gæti komist yfir fé úr sjóðum Vélfags sem hann léti renna til rússneskra stjórnvalda til að fóðra stríðsvélar þeirra í Úkraínu og til skemmdarverka á innviðum ríkja Evrópusambandsins, Íslands og Noregs. Hvorki ráðherrann né bankinn hafa fært haldbær rök fyrir því hvernig rekstur Vélfags, lítils iðnfyrirtækis á Akureyri, geti verið slík uppspretta fjár fyrir Rússa að nauðsyn beri til að beita það þvingunaraðgerðum sem nú hafa leitt til eyðileggingar þess. Til að kóróna allt rugl utanríkisráðherra við meðferð máls Vélfags hafnaði ráðherrann boði félagsins um greiða hluthöfum ekkert meðan Norebo væri á þvingunarlista Evrópusambandsins. Þessi afstaða utanríkisráðherra sýndi að meðalhóf er eitthvað sem ekki á við í íslenskri stjórnsýslu kalli samstaða með Evrópusambandinu á annað að mati utanríkisráðherra. Þegar Vélfag hefur leitað afléttingar frystingar hefur utanríkisráðherra vísað á Arion banka og bankinn á utanríkisráðherra. Lögfræðingur bankans gerði utanríkisráðherra grein fyrir því í bréfi þann 2. september að bankinn hefði að lögum ekki heimild til að aflétta frystingu. Til að fá úr því skorið hvort utanríkisráðherra eða Arion banki fari með vald til að aflétta frystingu, höfðaði Vélfag flýtimeðferðarmál á hendur íslenska ríkinu í október og gekk dómur í því í lok nóvember. Niðurstaða dómsins var sú að utanríkisráðherra fari ekki með vald til að aflétta frystingu. Dómurinn staðfesti þannig málatilbúnað utanríkisráðherra að Alþingi hafi við setningu þvingunarlaganna framselt einkaaðilum að framfylgja þeim án þess að setja reglur um málsmeðferð þeirra, svo sem um rannsókn, form og efni ákvörðunar um þvingun. Sé niðurstaða héraðsdóms rétt á sá sem sætir frystingu fjármuna samkvæmt þvingunarlögunum þann kost einan að höfða einkamál á hendur þeim aðila, sem frysti eignir hans. Slíkur málarekstur sætir ekki flýtimeðferð og tekur væntanleg um eða yfir tuttugu mánuði að fá endanlegan dóm. Ekkert fyrirtæki með frysta bankareikninga getur haldið áfram rekstri. Þess má hér geta að Hæstiréttur hefur nú til skoðunar beiðni Vélfags um að taka til meðferðar mál félagsins gegn ríkinu. Kann því að koma í ljós á næstu mánuðum hvort niðurstaða héraðsdóms er rétt. Utanríkisráðherra skeytti litlu um áhrif frystingar á rekstur og efnahag Vélfags og tók sér 19 daga til að svara beiðni félagsins um undanþágu frá frystingu svo halda mætti starfsemi félagsins áfram. Vélfag varð vegna frystingar Arion banka að afla lánsfjár til að geta haldið rekstri áfram. Féð fékkst hjá aðila tengdum félaginu og í góðri trú lagði lánveitandinn féð inn á bankareikning sem það átti hjá Landsbankanum. Vélfag notaði hluta þess fjár til að standa straum að rekstrargjöldum í júlí. Það fór síðar illa í utanríkisráðherra. Véfagi barst undanþáguheimild utanríkisráðherra þann 28. júlí. Undanþágan var bundin sjö skilyrðum og gilti upphaflega í átta vikur og fól í raun í sér að utanríkisráðherra tók yfir daglega stjórnun Vélfags, þar sem ekki mátti selja framleiðsluvörur félagsins né þjónustu, nema að fengnu samþykki utanríkisráðherra eftir yfirferð starfólks ráðuneytisins á þeim. Þannig enduðu inni á borði ráðherra reikningar á hendur íslenskum viðskiptavinum. Samþykki utanríkisráðherra þurfti jafnframt fyrir því hver sæti í stjórn Vélfags fyrir stærsta hluthafa félagsins. Enginn þeirra sem kjörinn var hlaut náð fyrir augum ráðherrans. Utanríkisráðherra taldi rétt að fara með mál Vélfags í fjölmiðla og lýsti mikilvægi þess að Ísland styddi við þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi og rússneskum einstaklingum og lögaðilum. Ráðherrann hefur ekki enn þurft að svara því í viðtölum við fjölmiðla hvernig rekstur Vélfags gat stutt við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu eða atlögu þeirra að innviðum Íslands eða annarra ríkja í Evrópu. Þegar starfsmenn Landsbankans heyrði í fjölmiðlum af frystingu fjármuna Vélfags í Arion banka hófu þeir málamynda rannsókn á uppruna fjár á reikningi félagsins hjá bankanum og tilkynntu þann 1. ágúst um frystingu þess. Utanríkisráðherra framlengdi undanþágu Vélfags til 10. nóvember. Þann dag tilkynnti utanríkisráðherra um niðurfellingu allra undanþága. Í ljósi þessarar ákvörðunar töldu stjórnendur Vélfags að þeir ættu ekki annarra kosta völ en að segja öllum starfsmönnum upp og leita leiða til að standa við skuldbindingar félagsins gagnvart þeim, birgjum, skattinum og Arion banka, sem á veð í fasteignum og hluta lausafjár félagsins. Ekki þurfti annað og meira en almenna skynsemi til að átta sig á því að allir þessir aðila voru ótengdir Norebo eða öðrum frystum aðilum og því átti að vera óhætt að greiða þeim. Í ljósi áðugreinds efnis undanþágunnar ákváðu stjórnendur Vélfags að leita eftir samþykki utanríkisráðuneytisins til eignasölu. Bréf þar að lútandi voru send utanríkisráðherra 7. og 16. desember, þar sem tekið var fram að andviðri eigna, sem tækist að selja, yrði að uppgerðum veðskuldum greitt inn á vörslureikning hjá lögmanni félagsins og honum bæri að verja því til uppgjörs á skuldum við veðhafa, starfsmenn og birgja. Utanríkisráðherra svaraði erindi Vélfags 23. desember og tók fram að eignasala félagsins og ráðstöfun söluandvirðis væri ráðherranum með öllu óviðkomandi, þar sem frysting bankanna næði aðeins til fjár á bankareikningum félagsins. Ráðherrann tók einnig fram að undanþága frá honum til greiðslu væri aðeins þörf væri söluandvirði lagt inn á hina frystu bankareikninga. Milli jóla og nýárs seld Vélfag lausafé gegn staðgreiðslu. Söluverð að frádreginni veðskuld við Arion banka átti að duga til að gera upp vangoldin laun starfsmanna í nóvember og desember. Íslandsbanki lagði söluandvirði inn á vörslureikning lögmanns Vélfags þann 30. desember, eins og utanríkisráðherra hafði verið upplýstur um að gert yrði. Sama dag var starfsmönnum Vélfags greiddar eftirstöðvar launa fyrir nóvember. Eftirstöðvar launa fyrir desember átti að greiða þann 2. janúar. Af því gat ekki orðið, þar sem utanríkisráðherra hafði í einu af þremur bréfum til Véfags þann 23. desember, talið að hann samþykkti greiðslu launa starfsmanna fyrir desember og gerði það að skilyrði að greiðsla þeirra færi um frystan bankareikning Vélfags hjá Arion banka. Ráðherrann gat ekki staðfest við Arion banka þann 2. janúar að greiða mætti desemberlaunin, en tók fram að það yrði gert mánudaginn 5. janúar. Til að mæta skilyrði utanríkisráðherra um greiðslu desemberlaunanna átti að millifæra þann 2. janúar fé af vörslureikning lögmanns Vélfags inn á frystan bankareikning félagsins hjá Arion banka. Þá brá svo við að Landsbankinn taldi millifærslu óheimila og klukkan 17:02 föstudaginn 2. janúar tilkynni Landsbankinn lögmanni Vélfags að vörslureikningur hans hefði verið frystur og hann yrði að leita leyfis utanríkisráðuneytisins til að millifæra fé af honum óháð því hvort einhver annar skjólstæðingur hans hefði einnig átt fé á hinum frysta vörslureikningi; vörslureikningi sem í fjölda ára hefur verið notaður til að varðveita fé, sem ráðstafa á fyrir viðskiptavini innan skamms tíma frá móttöku þess. Ítrekuðum beiðnum um að Landsbankinn aflétti frystingu vörslureikningsins lögmanns Vélfags hefur bankinn svarða með þeim rökum að honum sé skylt að lögum að frysta allt fé Vélfags á bankareikningum í bankanum, óháð því hver er eigandi reikningsins, uppruna fjárins og til hvers það sé ætlað. Utanríkisráðuneytið hefur ekki veitt neinar undanþágur til millifærslna af hinum frysta vörslureikningi og látið duga að segja að mál Vélfags séu til skoðunar. Hvað sú skoðun á að leiða í ljós er erfitt að ímynda sér. Með þeim ólögmætu aðgerðum sem Landsbankinn og utanríkisráðherra hafa staðið að í sameiningu gegn lögmannsstofu Vélfags hefur verið komið í veg fyrir að starfsmenn félagsins fái greidd laun; laun sem þeir eiga skýlausan rétt til, þar sem enginn þeirra hefur tengsl við Norebo eða aðra aðila á þvingunarlistum Evrópusambandsins. Það hefur utanríkisráðherra staðfest bréflega við Vélfag. Landsbankinn virðist ekki vita að Landsbankinn hafi fryst fjármuni Vélfags því með bréfi dagsettu 23. desember krafði hann Vélfag um greiðslu iðgjalda af launum starfsmanna og boðaðar innheimtuaðgerðir verði þau ekki greidd innan 20 daga.. Úr því sem komið er tekst ekki að koma í veg fyrir eyðileggingu Vélfags. Hins vegar má enn koma því til leiðar, að veðhafar, launþegar og birgjar Vélfags fái greitt það sem þeim ber. Til þess þurfa utanríkisráðherra og Landsbankinn að koma sér saman um að aflétta ólögmætri frystingu á vörslureikningi lögmanns Vélfags og koma ekki í veg fyrir eignasölu. Höfundur er lögmaður Vélfags og eigandi SGG-lögstofu sem sætir þvingunaraðgerðum af hálfu utanríkisráðherra og Landsbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður G. Guðjónsson Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Þann 8. júlí 2025 tilkynnti Arion banki Vélfagi um frystingu bankareikninga félagsins á grundvelli 10. gr. laga nr. 68/2023 ,,þvingunarlaga”. Frysting bankans fór fram undir handleiðslu utanríkisráðherra. Með frystingu átti að koma í veg fyrir að fé Vélfags rynni til rússneksa félagsins Norebo sem Evrópusambandið sett á þvingunarlista nokkru áður. Af hálfu bankans og ráðherrans var á því byggt að eigandi Norebo stjórnaði Vélfagi gegnum Hong Kong félgið Titania Trading og gæti komist yfir fé úr sjóðum Vélfags sem hann léti renna til rússneskra stjórnvalda til að fóðra stríðsvélar þeirra í Úkraínu og til skemmdarverka á innviðum ríkja Evrópusambandsins, Íslands og Noregs. Hvorki ráðherrann né bankinn hafa fært haldbær rök fyrir því hvernig rekstur Vélfags, lítils iðnfyrirtækis á Akureyri, geti verið slík uppspretta fjár fyrir Rússa að nauðsyn beri til að beita það þvingunaraðgerðum sem nú hafa leitt til eyðileggingar þess. Til að kóróna allt rugl utanríkisráðherra við meðferð máls Vélfags hafnaði ráðherrann boði félagsins um greiða hluthöfum ekkert meðan Norebo væri á þvingunarlista Evrópusambandsins. Þessi afstaða utanríkisráðherra sýndi að meðalhóf er eitthvað sem ekki á við í íslenskri stjórnsýslu kalli samstaða með Evrópusambandinu á annað að mati utanríkisráðherra. Þegar Vélfag hefur leitað afléttingar frystingar hefur utanríkisráðherra vísað á Arion banka og bankinn á utanríkisráðherra. Lögfræðingur bankans gerði utanríkisráðherra grein fyrir því í bréfi þann 2. september að bankinn hefði að lögum ekki heimild til að aflétta frystingu. Til að fá úr því skorið hvort utanríkisráðherra eða Arion banki fari með vald til að aflétta frystingu, höfðaði Vélfag flýtimeðferðarmál á hendur íslenska ríkinu í október og gekk dómur í því í lok nóvember. Niðurstaða dómsins var sú að utanríkisráðherra fari ekki með vald til að aflétta frystingu. Dómurinn staðfesti þannig málatilbúnað utanríkisráðherra að Alþingi hafi við setningu þvingunarlaganna framselt einkaaðilum að framfylgja þeim án þess að setja reglur um málsmeðferð þeirra, svo sem um rannsókn, form og efni ákvörðunar um þvingun. Sé niðurstaða héraðsdóms rétt á sá sem sætir frystingu fjármuna samkvæmt þvingunarlögunum þann kost einan að höfða einkamál á hendur þeim aðila, sem frysti eignir hans. Slíkur málarekstur sætir ekki flýtimeðferð og tekur væntanleg um eða yfir tuttugu mánuði að fá endanlegan dóm. Ekkert fyrirtæki með frysta bankareikninga getur haldið áfram rekstri. Þess má hér geta að Hæstiréttur hefur nú til skoðunar beiðni Vélfags um að taka til meðferðar mál félagsins gegn ríkinu. Kann því að koma í ljós á næstu mánuðum hvort niðurstaða héraðsdóms er rétt. Utanríkisráðherra skeytti litlu um áhrif frystingar á rekstur og efnahag Vélfags og tók sér 19 daga til að svara beiðni félagsins um undanþágu frá frystingu svo halda mætti starfsemi félagsins áfram. Vélfag varð vegna frystingar Arion banka að afla lánsfjár til að geta haldið rekstri áfram. Féð fékkst hjá aðila tengdum félaginu og í góðri trú lagði lánveitandinn féð inn á bankareikning sem það átti hjá Landsbankanum. Vélfag notaði hluta þess fjár til að standa straum að rekstrargjöldum í júlí. Það fór síðar illa í utanríkisráðherra. Véfagi barst undanþáguheimild utanríkisráðherra þann 28. júlí. Undanþágan var bundin sjö skilyrðum og gilti upphaflega í átta vikur og fól í raun í sér að utanríkisráðherra tók yfir daglega stjórnun Vélfags, þar sem ekki mátti selja framleiðsluvörur félagsins né þjónustu, nema að fengnu samþykki utanríkisráðherra eftir yfirferð starfólks ráðuneytisins á þeim. Þannig enduðu inni á borði ráðherra reikningar á hendur íslenskum viðskiptavinum. Samþykki utanríkisráðherra þurfti jafnframt fyrir því hver sæti í stjórn Vélfags fyrir stærsta hluthafa félagsins. Enginn þeirra sem kjörinn var hlaut náð fyrir augum ráðherrans. Utanríkisráðherra taldi rétt að fara með mál Vélfags í fjölmiðla og lýsti mikilvægi þess að Ísland styddi við þvingunaraðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi og rússneskum einstaklingum og lögaðilum. Ráðherrann hefur ekki enn þurft að svara því í viðtölum við fjölmiðla hvernig rekstur Vélfags gat stutt við stríðsrekstur Rússa í Úkraínu eða atlögu þeirra að innviðum Íslands eða annarra ríkja í Evrópu. Þegar starfsmenn Landsbankans heyrði í fjölmiðlum af frystingu fjármuna Vélfags í Arion banka hófu þeir málamynda rannsókn á uppruna fjár á reikningi félagsins hjá bankanum og tilkynntu þann 1. ágúst um frystingu þess. Utanríkisráðherra framlengdi undanþágu Vélfags til 10. nóvember. Þann dag tilkynnti utanríkisráðherra um niðurfellingu allra undanþága. Í ljósi þessarar ákvörðunar töldu stjórnendur Vélfags að þeir ættu ekki annarra kosta völ en að segja öllum starfsmönnum upp og leita leiða til að standa við skuldbindingar félagsins gagnvart þeim, birgjum, skattinum og Arion banka, sem á veð í fasteignum og hluta lausafjár félagsins. Ekki þurfti annað og meira en almenna skynsemi til að átta sig á því að allir þessir aðila voru ótengdir Norebo eða öðrum frystum aðilum og því átti að vera óhætt að greiða þeim. Í ljósi áðugreinds efnis undanþágunnar ákváðu stjórnendur Vélfags að leita eftir samþykki utanríkisráðuneytisins til eignasölu. Bréf þar að lútandi voru send utanríkisráðherra 7. og 16. desember, þar sem tekið var fram að andviðri eigna, sem tækist að selja, yrði að uppgerðum veðskuldum greitt inn á vörslureikning hjá lögmanni félagsins og honum bæri að verja því til uppgjörs á skuldum við veðhafa, starfsmenn og birgja. Utanríkisráðherra svaraði erindi Vélfags 23. desember og tók fram að eignasala félagsins og ráðstöfun söluandvirðis væri ráðherranum með öllu óviðkomandi, þar sem frysting bankanna næði aðeins til fjár á bankareikningum félagsins. Ráðherrann tók einnig fram að undanþága frá honum til greiðslu væri aðeins þörf væri söluandvirði lagt inn á hina frystu bankareikninga. Milli jóla og nýárs seld Vélfag lausafé gegn staðgreiðslu. Söluverð að frádreginni veðskuld við Arion banka átti að duga til að gera upp vangoldin laun starfsmanna í nóvember og desember. Íslandsbanki lagði söluandvirði inn á vörslureikning lögmanns Vélfags þann 30. desember, eins og utanríkisráðherra hafði verið upplýstur um að gert yrði. Sama dag var starfsmönnum Vélfags greiddar eftirstöðvar launa fyrir nóvember. Eftirstöðvar launa fyrir desember átti að greiða þann 2. janúar. Af því gat ekki orðið, þar sem utanríkisráðherra hafði í einu af þremur bréfum til Véfags þann 23. desember, talið að hann samþykkti greiðslu launa starfsmanna fyrir desember og gerði það að skilyrði að greiðsla þeirra færi um frystan bankareikning Vélfags hjá Arion banka. Ráðherrann gat ekki staðfest við Arion banka þann 2. janúar að greiða mætti desemberlaunin, en tók fram að það yrði gert mánudaginn 5. janúar. Til að mæta skilyrði utanríkisráðherra um greiðslu desemberlaunanna átti að millifæra þann 2. janúar fé af vörslureikning lögmanns Vélfags inn á frystan bankareikning félagsins hjá Arion banka. Þá brá svo við að Landsbankinn taldi millifærslu óheimila og klukkan 17:02 föstudaginn 2. janúar tilkynni Landsbankinn lögmanni Vélfags að vörslureikningur hans hefði verið frystur og hann yrði að leita leyfis utanríkisráðuneytisins til að millifæra fé af honum óháð því hvort einhver annar skjólstæðingur hans hefði einnig átt fé á hinum frysta vörslureikningi; vörslureikningi sem í fjölda ára hefur verið notaður til að varðveita fé, sem ráðstafa á fyrir viðskiptavini innan skamms tíma frá móttöku þess. Ítrekuðum beiðnum um að Landsbankinn aflétti frystingu vörslureikningsins lögmanns Vélfags hefur bankinn svarða með þeim rökum að honum sé skylt að lögum að frysta allt fé Vélfags á bankareikningum í bankanum, óháð því hver er eigandi reikningsins, uppruna fjárins og til hvers það sé ætlað. Utanríkisráðuneytið hefur ekki veitt neinar undanþágur til millifærslna af hinum frysta vörslureikningi og látið duga að segja að mál Vélfags séu til skoðunar. Hvað sú skoðun á að leiða í ljós er erfitt að ímynda sér. Með þeim ólögmætu aðgerðum sem Landsbankinn og utanríkisráðherra hafa staðið að í sameiningu gegn lögmannsstofu Vélfags hefur verið komið í veg fyrir að starfsmenn félagsins fái greidd laun; laun sem þeir eiga skýlausan rétt til, þar sem enginn þeirra hefur tengsl við Norebo eða aðra aðila á þvingunarlistum Evrópusambandsins. Það hefur utanríkisráðherra staðfest bréflega við Vélfag. Landsbankinn virðist ekki vita að Landsbankinn hafi fryst fjármuni Vélfags því með bréfi dagsettu 23. desember krafði hann Vélfag um greiðslu iðgjalda af launum starfsmanna og boðaðar innheimtuaðgerðir verði þau ekki greidd innan 20 daga.. Úr því sem komið er tekst ekki að koma í veg fyrir eyðileggingu Vélfags. Hins vegar má enn koma því til leiðar, að veðhafar, launþegar og birgjar Vélfags fái greitt það sem þeim ber. Til þess þurfa utanríkisráðherra og Landsbankinn að koma sér saman um að aflétta ólögmætri frystingu á vörslureikningi lögmanns Vélfags og koma ekki í veg fyrir eignasölu. Höfundur er lögmaður Vélfags og eigandi SGG-lögstofu sem sætir þvingunaraðgerðum af hálfu utanríkisráðherra og Landsbankans.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar