Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar 12. janúar 2026 08:31 Við sem búum og störfum á höfuðborgarsvæðinu finnum vel fyrir auknum umferðarþunga á háannatímum, sem verður óneitanlega á meðal helstu þrætuepla í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá munu frambjóðendur, bæði nýir og reyndir, vafalaust kappkosta við að útskýra fyrir okkur kjósendum hvaða lausnir séu bestar til að leysa þetta vandamál. Ósk mín er hins vegar sú að frambjóðendur, þvert á flokka, sýni kjósendum þá virðingu að taka mið af greiningarvinnu sérfræðinga í sínum málflutningi í stað þess að ala á reiði og ósætti. Lausn í farvatninu Fyrir meira en áratug brugðust sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins við umferðarvandanum með því að undirbúa heildstæðar úrbætur í samgöngumálum. Eftir samráð við okkar færustu sérfræðinga var skýrt að breyta þyrfti um kúrs. Í ljós hefur komið að flutningsgeta bíla er einfaldlega of lítil og plássið sem þeir taka of mikið. Því fleiri akreinar og bílastæði sem byggð eru, þeim mun meiri verður notkunin og fyrir vikið verður umferðin þyngri með tilheyrandi mengun. Að auki er útlit fyrir að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi þó nokkuð á komandi árum. Því var ljóst að grípa þyrfti til aðgerða sem veita skilvirkum ferðamátum aukið pláss og forgang. Þá þyrfti samhliða því að þétta byggð og byggja húsnæði þannig að fólk þyrfti ekki að fara langt á milli staða, heldur yrði öll helsta verslun og þjónusta í grennd við heimili sem flestra. Það væri besta og í raun eina leiðin til að greiða úr þeirri umferðarteppu sem við þekkjum of mörg.Lausnin var Borgarlínan: Hágæða almenningssamgöngur þar sem vagnar aka að mestu í sérrými og fá forgang á gatnamótum. Samhliða Borgarlínu tæki framtíðarskipulag mið af því að brjóta ekki of mikið af nýju landi og dreifa byggð enn frekar, heldur að þétta byggð og tryggja að sem flestir búi í grennd við góðar almenningssamgöngur og grunnþjónustu. Hér er ekki verið að finna upp hjólið því sambærileg kerfi finnast í borgum um víða veröld og eru þær oftar en ekki þekktar sem lífvænlegustu borgir heims.Í fyrstu virtust flestir sáttir með verkefnið en að undanförnu hefur hins vegar vaxandi óánægja mælst í skoðanakönnunum. Hvað skyldi valda því?Gleymdist að útskýra markmiðið?Allt frá upphafi Borgarlínuverkefnisins hafa ýmsir lýst yfir efasemdum um það. Slíkt er eðlilegt í ljósi umfangsins. Til stendur að greiða veginn fyrir almenningssamgöngukerfi sem nýtur forgangs um 70% leiðar sinnar. Til þess að það gangi smurt fyrir sig verður að taka pláss frá einkabílnum, sem notið hefur algjörs forgangs allt frá því að fyrsta aðalskipulag Reykjavíkurborgar tók gildi á sjöunda áratug síðustu aldar. Aðalskipulag sem gerði ráð fyrir því að borgarbúar ferðuðust fyrst og fremst á milli staða með bílum. Það er ekki lengur raunhæfur möguleiki. Engu að síður (en þó skiljanlega) verður fólk tortryggið. Nýlegt dæmi um það er á Suðurlandsbraut þar sem umferð getur orðið þungbúin á háannatímum. Þar stendur til að minnka pláss fyrir bíla svo koma megi Borgarlínu fyrir, auk fleiri hjólreiða- og göngustígum. Þetta hefur reyndar staðið til í þó nokkurn tíma og löngu vitað að umræðan kynni að verða krefjandi en þrátt fyrir það virðast yfirvöld ekki hafa undirbúið sig fyrir umræðuna að neinu leyti. Lítið heyrist af skýringum sem taka mið af þeirri stóru mynd að hér þurfi að breyta samgönguvenjum ef við viljum búa við betra umferðarflæði í náinni framtíð. Þess í stað keppast borgarfulltrúar í minnihluta við að ala á neikvæðni í garð þessara áforma. Til að mynda er nefnt að erfiðara yrði fyrir viðskiptavini að versla við atvinnurekendur á svæðinu.Hér má benda á að markmiðið með Borgarlínu er að gera það auðveldara og fljótlegra að ferðast um. Auk þess er ekki verið að útrýma einkabílnum, sem enn fær sitt pláss og bílastæði verða áfram á svæðinu fyrir þá sem velja að nota frekar bíl.Annað nýlegt dæmi er fyrirhugað hverfi í Keldnalandi, sem verður skipulagt þannig að alla helstu verslun og þjónustu megi finna steinsnar frá heimilum. Þá liggur hverfið beint upp við Borgarlínuna og því yrði auðvelt fyrir íbúa að ferðast til og frá hverfinu um höfuðborgarsvæðið. Um leið og fólk fór að heyra að ekki yrði gert ráð fyrir að minnsta kosti einu bílastæði fyrir hverja íbúð í hverfinu, mátti heyra háværa óánægju með áformin. Mörgum virðist óskiljanlegt að hægt sé að ferðast á milli staða öðruvísi en á bíl. Fólk virðist ekki hafa meðtekið hvert markmiðið sé með því að skipuleggja að minnsta kosti eitt hverfi á Íslandi þar sem íbúar þurfa ekki á bíl að halda.Regluleg upplýsingagjöf skiptir máliUmræðan um Borgarlínuna og skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins getur stefnt í óefni ef ekkert verður að gert. Við sem látum okkur skipulags- og samgöngumál varða berum að mínu mati ábyrgð á því að umræðan verði upplýst og gagnleg, því öll hljótum við að vera sammála um að langtímamarkmiðið sé að samgöngur verði greiðar og aðgengilegar.Sjálfur hef ég verið þess heiðurs aðnjótandi að hafa tekið þátt í borgarmálunum sem varaborgarfulltrúi. Sem slíkur hef ég tekið eftir því að upplýsingagjöf til borgarbúa mætti vera betri. Í stað þess að stuðla að því að borgarbúar séu almennt upplýstir um heildarmyndina og tilganginn með þeim skipulagsbreytingum sem eiga sér stað er frekar vonast til þess að íbúar „sjái bara ljósið“ að framkvæmdum loknum. Í millitíðinni gefst andstæðingum tækifæri til að stjórna umræðunni. Borgaryfirvöld hafa að vísu veitt borgarbúum upplýsingar í gegnum árin en mér þykir það ekki hafa gengið sérstaklega vel. Að mati borgaryfirvalda telst viðunandi samráð að auglýsa deiliskipulagsbreytingar í gegnum skipulagsgátt, sem fáir heimsækja dagsdaglega og er jafnframt torsótt fyrir marga að átta sig á þeim breytingum sem kynntar eru hverju sinni. Að auki hefur verið boðið upp á hverfasamráð, göngutúra um hverfin o.fl. sem endar oftar en ekki á því að reynt sé að útskýra fyrir íbúum af hverju þeir hafi rangt fyrir sér frekar en að hægt sé að eiga almennilegt samtal og hlustað sé á álit þeirra. Eitthvað verður að breytast í þessum efnum.Kosningarnar í vorLíklega verða skipulags- og samgöngumál ofarlega á baugi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ekki er þó víst að þeir frambjóðendur sem styðja Borgarlínu og þéttingu byggðar hafi hátt um það í ljósi þess hve eldfim umræðan er orðin. Því óttast ég að þeir reyni frekar að draga úr skoðunum sínum svo höfða megi til sem flestra. Afleiðingin verður þá sú að andstæðingar verkefnisins stýri frekar umræðunni og afvegaleiði hana.Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að frambjóðendur, sem vilja áfram einkabílinn og dreifða byggð í forgangi, tali af sannfæringu um sinn málstað. Að því sögðu vil ég biðja sömu einstaklinga um að taka þátt í umræðunni af heilum hug og leiðrétta hvern þann misskilning sem kynni að verða til. Kjósendur eiga ekkert minna skilið.Langt er síðan áform um Borgarlínu komu fyrst fram á teikniborðið og því er ekki útilokað að farið sé að fenna yfir markmiðið og heildarmyndina. Af þeim sökum, nú þegar framkvæmdir eru í raun byrjaðar, er mikilvægt að hafa það í huga að verkefni af þessari stærðargráðu þarf reglulega kynningu og upplýsingar verða að taka mið af heildarmarkmiði um greiðari og skilvirkari samgöngur. Það skiptir máli að við séum samtaka þar og ég vænti þess að frambjóðendur leggi sitt af mörkum. Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Viðreisn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem búum og störfum á höfuðborgarsvæðinu finnum vel fyrir auknum umferðarþunga á háannatímum, sem verður óneitanlega á meðal helstu þrætuepla í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þá munu frambjóðendur, bæði nýir og reyndir, vafalaust kappkosta við að útskýra fyrir okkur kjósendum hvaða lausnir séu bestar til að leysa þetta vandamál. Ósk mín er hins vegar sú að frambjóðendur, þvert á flokka, sýni kjósendum þá virðingu að taka mið af greiningarvinnu sérfræðinga í sínum málflutningi í stað þess að ala á reiði og ósætti. Lausn í farvatninu Fyrir meira en áratug brugðust sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins við umferðarvandanum með því að undirbúa heildstæðar úrbætur í samgöngumálum. Eftir samráð við okkar færustu sérfræðinga var skýrt að breyta þyrfti um kúrs. Í ljós hefur komið að flutningsgeta bíla er einfaldlega of lítil og plássið sem þeir taka of mikið. Því fleiri akreinar og bílastæði sem byggð eru, þeim mun meiri verður notkunin og fyrir vikið verður umferðin þyngri með tilheyrandi mengun. Að auki er útlit fyrir að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi þó nokkuð á komandi árum. Því var ljóst að grípa þyrfti til aðgerða sem veita skilvirkum ferðamátum aukið pláss og forgang. Þá þyrfti samhliða því að þétta byggð og byggja húsnæði þannig að fólk þyrfti ekki að fara langt á milli staða, heldur yrði öll helsta verslun og þjónusta í grennd við heimili sem flestra. Það væri besta og í raun eina leiðin til að greiða úr þeirri umferðarteppu sem við þekkjum of mörg.Lausnin var Borgarlínan: Hágæða almenningssamgöngur þar sem vagnar aka að mestu í sérrými og fá forgang á gatnamótum. Samhliða Borgarlínu tæki framtíðarskipulag mið af því að brjóta ekki of mikið af nýju landi og dreifa byggð enn frekar, heldur að þétta byggð og tryggja að sem flestir búi í grennd við góðar almenningssamgöngur og grunnþjónustu. Hér er ekki verið að finna upp hjólið því sambærileg kerfi finnast í borgum um víða veröld og eru þær oftar en ekki þekktar sem lífvænlegustu borgir heims.Í fyrstu virtust flestir sáttir með verkefnið en að undanförnu hefur hins vegar vaxandi óánægja mælst í skoðanakönnunum. Hvað skyldi valda því?Gleymdist að útskýra markmiðið?Allt frá upphafi Borgarlínuverkefnisins hafa ýmsir lýst yfir efasemdum um það. Slíkt er eðlilegt í ljósi umfangsins. Til stendur að greiða veginn fyrir almenningssamgöngukerfi sem nýtur forgangs um 70% leiðar sinnar. Til þess að það gangi smurt fyrir sig verður að taka pláss frá einkabílnum, sem notið hefur algjörs forgangs allt frá því að fyrsta aðalskipulag Reykjavíkurborgar tók gildi á sjöunda áratug síðustu aldar. Aðalskipulag sem gerði ráð fyrir því að borgarbúar ferðuðust fyrst og fremst á milli staða með bílum. Það er ekki lengur raunhæfur möguleiki. Engu að síður (en þó skiljanlega) verður fólk tortryggið. Nýlegt dæmi um það er á Suðurlandsbraut þar sem umferð getur orðið þungbúin á háannatímum. Þar stendur til að minnka pláss fyrir bíla svo koma megi Borgarlínu fyrir, auk fleiri hjólreiða- og göngustígum. Þetta hefur reyndar staðið til í þó nokkurn tíma og löngu vitað að umræðan kynni að verða krefjandi en þrátt fyrir það virðast yfirvöld ekki hafa undirbúið sig fyrir umræðuna að neinu leyti. Lítið heyrist af skýringum sem taka mið af þeirri stóru mynd að hér þurfi að breyta samgönguvenjum ef við viljum búa við betra umferðarflæði í náinni framtíð. Þess í stað keppast borgarfulltrúar í minnihluta við að ala á neikvæðni í garð þessara áforma. Til að mynda er nefnt að erfiðara yrði fyrir viðskiptavini að versla við atvinnurekendur á svæðinu.Hér má benda á að markmiðið með Borgarlínu er að gera það auðveldara og fljótlegra að ferðast um. Auk þess er ekki verið að útrýma einkabílnum, sem enn fær sitt pláss og bílastæði verða áfram á svæðinu fyrir þá sem velja að nota frekar bíl.Annað nýlegt dæmi er fyrirhugað hverfi í Keldnalandi, sem verður skipulagt þannig að alla helstu verslun og þjónustu megi finna steinsnar frá heimilum. Þá liggur hverfið beint upp við Borgarlínuna og því yrði auðvelt fyrir íbúa að ferðast til og frá hverfinu um höfuðborgarsvæðið. Um leið og fólk fór að heyra að ekki yrði gert ráð fyrir að minnsta kosti einu bílastæði fyrir hverja íbúð í hverfinu, mátti heyra háværa óánægju með áformin. Mörgum virðist óskiljanlegt að hægt sé að ferðast á milli staða öðruvísi en á bíl. Fólk virðist ekki hafa meðtekið hvert markmiðið sé með því að skipuleggja að minnsta kosti eitt hverfi á Íslandi þar sem íbúar þurfa ekki á bíl að halda.Regluleg upplýsingagjöf skiptir máliUmræðan um Borgarlínuna og skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins getur stefnt í óefni ef ekkert verður að gert. Við sem látum okkur skipulags- og samgöngumál varða berum að mínu mati ábyrgð á því að umræðan verði upplýst og gagnleg, því öll hljótum við að vera sammála um að langtímamarkmiðið sé að samgöngur verði greiðar og aðgengilegar.Sjálfur hef ég verið þess heiðurs aðnjótandi að hafa tekið þátt í borgarmálunum sem varaborgarfulltrúi. Sem slíkur hef ég tekið eftir því að upplýsingagjöf til borgarbúa mætti vera betri. Í stað þess að stuðla að því að borgarbúar séu almennt upplýstir um heildarmyndina og tilganginn með þeim skipulagsbreytingum sem eiga sér stað er frekar vonast til þess að íbúar „sjái bara ljósið“ að framkvæmdum loknum. Í millitíðinni gefst andstæðingum tækifæri til að stjórna umræðunni. Borgaryfirvöld hafa að vísu veitt borgarbúum upplýsingar í gegnum árin en mér þykir það ekki hafa gengið sérstaklega vel. Að mati borgaryfirvalda telst viðunandi samráð að auglýsa deiliskipulagsbreytingar í gegnum skipulagsgátt, sem fáir heimsækja dagsdaglega og er jafnframt torsótt fyrir marga að átta sig á þeim breytingum sem kynntar eru hverju sinni. Að auki hefur verið boðið upp á hverfasamráð, göngutúra um hverfin o.fl. sem endar oftar en ekki á því að reynt sé að útskýra fyrir íbúum af hverju þeir hafi rangt fyrir sér frekar en að hægt sé að eiga almennilegt samtal og hlustað sé á álit þeirra. Eitthvað verður að breytast í þessum efnum.Kosningarnar í vorLíklega verða skipulags- og samgöngumál ofarlega á baugi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ekki er þó víst að þeir frambjóðendur sem styðja Borgarlínu og þéttingu byggðar hafi hátt um það í ljósi þess hve eldfim umræðan er orðin. Því óttast ég að þeir reyni frekar að draga úr skoðunum sínum svo höfða megi til sem flestra. Afleiðingin verður þá sú að andstæðingar verkefnisins stýri frekar umræðunni og afvegaleiði hana.Það er bæði eðlilegt og sjálfsagt að frambjóðendur, sem vilja áfram einkabílinn og dreifða byggð í forgangi, tali af sannfæringu um sinn málstað. Að því sögðu vil ég biðja sömu einstaklinga um að taka þátt í umræðunni af heilum hug og leiðrétta hvern þann misskilning sem kynni að verða til. Kjósendur eiga ekkert minna skilið.Langt er síðan áform um Borgarlínu komu fyrst fram á teikniborðið og því er ekki útilokað að farið sé að fenna yfir markmiðið og heildarmyndina. Af þeim sökum, nú þegar framkvæmdir eru í raun byrjaðar, er mikilvægt að hafa það í huga að verkefni af þessari stærðargráðu þarf reglulega kynningu og upplýsingar verða að taka mið af heildarmarkmiði um greiðari og skilvirkari samgöngur. Það skiptir máli að við séum samtaka þar og ég vænti þess að frambjóðendur leggi sitt af mörkum. Höfundur er fyrrverandi varaborgarfulltrúi.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar