Erlent

Spítalar yfir­fullir af látnum mót­mæ­lendum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Ekkert lát er á mótmælunum.
Ekkert lát er á mótmælunum. AP

Starfsmenn á þremur spítölum í Íran segja að fjöldi slasaðra og látinna mótmælenda sem streyma til þeirra sé slíkur að ekki þeir hafi ekki undan og ekki gefist tími til að veita þeim lífsbjargandi aðhlynningu. Ekkert lát er á gríðarlegum mótmælum sem staðið hafa yfir í landinu vikum saman. Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin reiðubúin að hjálpa.

Samkvæmt umfjöllun BBC hefur verið haft eftir heilbrigðisstofnunum í landinu að ungt fólk hafi víða verið skotið í höfuðið eða hjartað. Aðalspítalinn í Teheran væri á neyðarstigi.

Upplýsingar um fjölda látinna og slasaðra liggur ekki fyrir á þessu stigi máls en talið er að hundruð hafi látið lífið.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á föstudeginum að ef mótmælendur yrðu drepnir, væru Bandaríkjamenn reiðubúnir að stíga inn í átökin.

Á laugardeginum sagði hann að Íran væri að horfa fram á FRELSI, og Bandaríkin væru tilbúin að hjálpa þeim.

Færsla Trumps.

Yfirvöld í Íran hafa sakað Bandaríkjamenn um að standa á bak við mótmælin. Bandaríkin bæru ábyrgð á því að hafa gert friðsæl mótmæli að allsherjar óeirðum.

Æðstiklerkurinn í Íran Khamenei, birti færslu á X með óræðum skilaboðum um von í hjörtum Írana.

Myndband þar sem gríðarlega stór hópur kvenna í höfuðborginni Teheran brennir Hijab slæður sínar hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla, en samkvæmt gildandi lögum í Íran er skylda fyrir konur að hylja hár sitt með slíkri slæðu og brot gegn þeim lögum varðar fimmtán ára fangelsi.

Íranskar konur hafa verið að birta myndir og myndbönd af sér á samfélagsmiðlum þar sem þær kveikja í útprentaðri mynd af æðstaklerkinum og kveikja í sígarettu með myndinni.

Athæfið hefur orðið að hálfgerðri tískubylgju, og hafa konur víða um heim tekið upp á því að gera slíkt hið sama til að sýna þeim samstöðu.

Þessi mótmælir í Teheran.X
Nokkrar írönsku kvennanna sem taka þátt í mótmælunum.X
Þessi kona er frönsk, en hefur ákveðið að sýna mótmælendum stuðning með því að kveikja í einum Khamenei.X



Fleiri fréttir

Sjá meira


×