Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. janúar 2026 10:52 Kjartan Orri ræddi nýjustu vendingar í Íran. Sýn Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Tugir eru látnir og yfir tvö þúsund hafa verið handteknir. Sérfræðingur í málefnum Írans telur möguleika á að einhverjar breytingar séu í farvatninu hvað varði stjórnarhætti landsins. Tæpar tvær vikur eru síðan íbúar í Íran tóku til við að mótmæla efnahagsstjórn landsins, háu verðlagi og versnandi lífskjörum. Mótmælin hófust í höfuðborginni Tehran en standa nú yfir um allt land. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa að minnsta kosti fimmtíu mótmælendur og fimmtán öryggisverðir á vegum stjórnvalda látist frá upphafi átakanna þann 28. desember. Samtökin Mannréttindi Írans (Iran Human Rights) í Noregi áætla að að minnsta kosti 51 sé látinn, þar af níu börn. Yfir 2300 hafa verið handteknir. Aytollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, sagði í sjónvarpsútsendingu í gær að stjórnvöld í landinu myndu ekki gefa eftir þrátt fyrir mikil mótmæli síðustu vikur. Þar sagði hann að mótmælendurnir væru skemmdarverkamenn sem séu að reyna gera Donald Trump Bandaríkjaforseta til geðs. Sífellt styttra á milli mótmæla Kjartan Orri Þórsson, sérfræðingur í málefnum Írans, ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Hann segir að fjöldi mótmæla hafi átt sér stað frá aldamótum en sífellt styttra sé á milli hverra mótmæla. „Það sem mótmælin snúast núna um eru efnahagsmál, fólk á alls ekki fyrir því að kaupa í matinn eða aðrar nauðsynjavörur, sem hafa jafnvel þrefaldast í verði. Við sjáum að ástandið er orðið þannig að hinn almenni borgari getur ekki leitt það hjá sér eins og áður þegar mótmælin snerust um eitthvað annað. Það eru margir innan Írans sem vilja losna við þessa klerkastjórn,“ segir Kjartan. Hann telur að hugsanlega sé kominn ákveðinn vendipunktur. Mótmælin eigi sér stað út um allt land og allar stéttir taki þátt. „Manni finnst vera annar tónn í þessu en það sem maður hefur séð áður, en það er ekki að undra þegar fólk á ekki í sig og á.“ Einhverjar líkur séu á því að mótmælin leiði til endaloka klerkastjórnarinnar. „Það sem er erfitt að sjá er hver myndi taka við og hvernig samfélagið er undirbúið undir það. Við höldum í okkur andanum enn þá en það lítur út fyrir og bendir allt til þess að einhverjar breytingar séu í farvatninu í Íran.“ Spenna milli Írans og Bandaríkjanna Kjartan segir að stjórnvöld hafi ítrekað brugðist við mótmælum af hörku. Annar tónn hafi þó verið í upphafi og kvartanir íbúa teknar til greina. Sá tónn hvarf hins vegar þegar mótmælendur gáfu lítið fyrir svör stjórnvalda. „Írönsk stjórnvöld hafa iðulega þegar miður fer hjá þeim kennt Bandaríkjunum og Ísrael um ástandið,“ segir Kjartan. Hann vísar í orð Khameine þar sem hann segir mótmælendurna vera að reyna að gera Bandaríkjaforseta til geðs. „Þau eru að rústa götunum okkar því Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að hann myndi koma þeim til hjálpar. Hann ætti frekar að athuga ástandið í sínu eigin landi,“ sagði Khamenei og uppskar hlátur frá stuðningsmönnum sínum. Trump hefur sagt að hann fylgist náið með mótmælunum í Íran. Hann sagði einnig fyrr í vikunni að ef Íranir myndu myrða mótmælendurna myndu Bandaríkin svara fyrir það. Það þýddi þó ekki að Bandaríkjamenn myndu senda hermenn til landsins. Í kjölfar orða Trumps gaf íranski herinn út yfirlýsingu þar sem hann kennir Ísrael og „fjandsamlegum hryðjuverkahópum“ um að reyna að „grafa undan almannaöryggi í landinu“ samkvæmt Reuters. Heilbrigðiskerfið sé komið að þrotum Ekkert netsamband hefur verið í landinu frá því á fimmtudag og er erlendum fjölmiðlum meinað að koma til landsins til að fjalla um mótmælin. Stjórnvöld reyna að koma í veg fyrir að íbúarnir nái sambandi við umheiminn. BBC hefur náð sambandi við tvo lækna þar ytra sem segja ástandið alvarlegt. Heilbrigðisstarfsfólk hafi ekki við fjölda sjúklinga og leita margir á sjúkrahús sem hafa fengið byssuskot í auga eða höfuð. Ekki séu nægilega margir skurðlæknar til að hjálpa öllum. Í umfjöllun Reuters kemur fram að mótmælin héldu áfram í nótt. Fjöldi leitaði á sjúkrahús, þó nokkrir vegna alvarlegra barsmíða, aðrir með höfuðáverka og brotna fætur og handleggi. Íran Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Tæpar tvær vikur eru síðan íbúar í Íran tóku til við að mótmæla efnahagsstjórn landsins, háu verðlagi og versnandi lífskjörum. Mótmælin hófust í höfuðborginni Tehran en standa nú yfir um allt land. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa að minnsta kosti fimmtíu mótmælendur og fimmtán öryggisverðir á vegum stjórnvalda látist frá upphafi átakanna þann 28. desember. Samtökin Mannréttindi Írans (Iran Human Rights) í Noregi áætla að að minnsta kosti 51 sé látinn, þar af níu börn. Yfir 2300 hafa verið handteknir. Aytollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, sagði í sjónvarpsútsendingu í gær að stjórnvöld í landinu myndu ekki gefa eftir þrátt fyrir mikil mótmæli síðustu vikur. Þar sagði hann að mótmælendurnir væru skemmdarverkamenn sem séu að reyna gera Donald Trump Bandaríkjaforseta til geðs. Sífellt styttra á milli mótmæla Kjartan Orri Þórsson, sérfræðingur í málefnum Írans, ræddi stöðuna í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi. Hann segir að fjöldi mótmæla hafi átt sér stað frá aldamótum en sífellt styttra sé á milli hverra mótmæla. „Það sem mótmælin snúast núna um eru efnahagsmál, fólk á alls ekki fyrir því að kaupa í matinn eða aðrar nauðsynjavörur, sem hafa jafnvel þrefaldast í verði. Við sjáum að ástandið er orðið þannig að hinn almenni borgari getur ekki leitt það hjá sér eins og áður þegar mótmælin snerust um eitthvað annað. Það eru margir innan Írans sem vilja losna við þessa klerkastjórn,“ segir Kjartan. Hann telur að hugsanlega sé kominn ákveðinn vendipunktur. Mótmælin eigi sér stað út um allt land og allar stéttir taki þátt. „Manni finnst vera annar tónn í þessu en það sem maður hefur séð áður, en það er ekki að undra þegar fólk á ekki í sig og á.“ Einhverjar líkur séu á því að mótmælin leiði til endaloka klerkastjórnarinnar. „Það sem er erfitt að sjá er hver myndi taka við og hvernig samfélagið er undirbúið undir það. Við höldum í okkur andanum enn þá en það lítur út fyrir og bendir allt til þess að einhverjar breytingar séu í farvatninu í Íran.“ Spenna milli Írans og Bandaríkjanna Kjartan segir að stjórnvöld hafi ítrekað brugðist við mótmælum af hörku. Annar tónn hafi þó verið í upphafi og kvartanir íbúa teknar til greina. Sá tónn hvarf hins vegar þegar mótmælendur gáfu lítið fyrir svör stjórnvalda. „Írönsk stjórnvöld hafa iðulega þegar miður fer hjá þeim kennt Bandaríkjunum og Ísrael um ástandið,“ segir Kjartan. Hann vísar í orð Khameine þar sem hann segir mótmælendurna vera að reyna að gera Bandaríkjaforseta til geðs. „Þau eru að rústa götunum okkar því Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði að hann myndi koma þeim til hjálpar. Hann ætti frekar að athuga ástandið í sínu eigin landi,“ sagði Khamenei og uppskar hlátur frá stuðningsmönnum sínum. Trump hefur sagt að hann fylgist náið með mótmælunum í Íran. Hann sagði einnig fyrr í vikunni að ef Íranir myndu myrða mótmælendurna myndu Bandaríkin svara fyrir það. Það þýddi þó ekki að Bandaríkjamenn myndu senda hermenn til landsins. Í kjölfar orða Trumps gaf íranski herinn út yfirlýsingu þar sem hann kennir Ísrael og „fjandsamlegum hryðjuverkahópum“ um að reyna að „grafa undan almannaöryggi í landinu“ samkvæmt Reuters. Heilbrigðiskerfið sé komið að þrotum Ekkert netsamband hefur verið í landinu frá því á fimmtudag og er erlendum fjölmiðlum meinað að koma til landsins til að fjalla um mótmælin. Stjórnvöld reyna að koma í veg fyrir að íbúarnir nái sambandi við umheiminn. BBC hefur náð sambandi við tvo lækna þar ytra sem segja ástandið alvarlegt. Heilbrigðisstarfsfólk hafi ekki við fjölda sjúklinga og leita margir á sjúkrahús sem hafa fengið byssuskot í auga eða höfuð. Ekki séu nægilega margir skurðlæknar til að hjálpa öllum. Í umfjöllun Reuters kemur fram að mótmælin héldu áfram í nótt. Fjöldi leitaði á sjúkrahús, þó nokkrir vegna alvarlegra barsmíða, aðrir með höfuðáverka og brotna fætur og handleggi.
Íran Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira