Enski boltinn

Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum

Sindri Sverrisson skrifar
Arthur Okonkwo var vel fagnað eftir að hafa reynst hetja Wrexham í vítaspyrnukeppninni.
Arthur Okonkwo var vel fagnað eftir að hafa reynst hetja Wrexham í vítaspyrnukeppninni. Getty/Nick Potts

B-deildarlið Wrexham gerði sér lítið fyrir og sló út Nottingham Forest í kvöld í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Liðið er því komið áfram í 32-liða úrslit.

Wrexham vann eftir bráðfjörugan leik og vítaspyrnukeppni, eftir að staðan hafði verið 3-3 að loknum venjulegum leiktíma sem og eftir framlengingu. 

Í vítaspyrnukeppninni varði markvörður Wrexham, Arthur Okonkwo, tvær spyrnur og tryggði liðið áfram.

Wrexham var einnig nær því að vinna í venjulegum leiktíma eftir að hafa komist í 2-0 í fyrri hálfleik, með mörkum frá Liberato Cacace og Oliver Rathbone. 

Igor Jesus minnkaði muninn fyrir Forest en Dominic Hyam kom Wrexham í 3-1 þegar korter var eftir. Þá tók Callum Hudson-Odoi til sinna mála, efitr að hafa komið inná sem varamaður á 69. mínútu, og hann skoraði tvö mörk og jafnaði leikinn en það dugði á endanum ekki til.

Wigan, Port Vale og Oxford United eru einnig komin áfram í næstu umferð en leikið verður í 64-liða úrslitunum áfram næstu þrjá daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×