„Málið er að ástandið fer versnandi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2026 06:41 Margt hefur verið rætt og ritað um stöðuna á leigubílastæði við Keflavíkurflugvöll. Vísir/Anton Brink Formaður félags leigubílstjóra segir að staðan á leigubílamarkaði fari versnandi. Hann segir engan vita hve margir leigubílar séu í raun og veru í akstri og segir ráðamenn skella skollaeyrum við viðvörunum leigubílstjóra á meðan frumvarp um stöðvaskyldu sitji í nefnd. Leigubílstjórar sæti miklum atvinnumissi í núverandi efnahagsástandi. Vísir ræddi nýverið við leigubílstjóra sem segir að staðan á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll minni enn á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Vísir hefur sent Isavia fyrirspurn málsins. Staða leigubílamarkaðarins, brot leigubílstjóra gegn farþegum og svik var oft í fréttum á nýliðnu ári. Kynnti innviðaráðherra í september nýtt frumvarp þar sem stöðvaskylda yrði innleidd að nýju og tilgangurinn að tryggja öryggi farþega. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í nefnd. Engin viti raunverulegan fjölda leigubíla Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir í samtali við Vísi að það komi honum ekki á óvart að heyra af því að staðan hafi ekki breyst við Keflavíkurflugvöll. Hann segir ekki hafa verið við öðru að búast eftir að lögum um leigubílaakstur var breytt árið 2022. Daníel vill einungis vísa til þess að lög um leigubílaakstur hafi verið felld niður, svo alvarleg þykir honum breytingin sem gerð var á lögunum. „Þetta var ekkert vandamál upp á Leifsstöð fyrr en lögin voru felld niður og það koma fullt af mönnum inn í stéttina sem hafa enga reynslu og þekkingu. Við getum ekkert tjáð okkur um einstaklinga, hvort þeir ofrukki, misbjóði farþegum eða sláist um þá en þetta er ástand hefur skapast og við erum búnir að vara við því. Málið er að ástandið fer versnandi.“ Hvernig þá? „Til dæmis núna þegar er samdráttur og fólk er að halda að sér höndum, fer minna út á lífið og það eru færri ferðamenn, þá hafa allir bílstjórar minna á milli handanna. Það eru þúsund leyfi á skrá, en enginn að fylgjast með. Hvað eru margir bílar úti í akstri? Það veit enginn. Þetta er gefið frjálst og þá er ekkert eftirlit.“ Daníel segir frumvarp ráðherra um innleiðingu stöðvaskyldu að nýju sem ætlað er að tryggja betra eftirlit ekki nóg. Daníel segir félagið hafa átt fundi með ráðherra og tjáð honum þær áhyggjur sínar. „Það vantar að skilgreina hvað er stöð. Er það app eða bleikt ský? Hvað er stöð? Stöð á að vera fýsísk, á að vera staður þar sem ábyrgðaraðilar til svara. Þar sem eru eignir og tryggingar og bókhaldskerfi og rakningakerfi þar sem hægt er að fylgjast með bílum og nýtingu. Er stöðin með alla bíla úti?“ Erfitt að starfa í greininni við núverandi aðstæður Hann segir að þar sem ekki sé við lýði vinnuskylda leigubílstjóra skrái menn sig einfaldlega bara á stöð og láti sig svo hverfa, þannig stöðin svelti. Langt sé síðan félagið hafi bent Samgöngustofu á ólöglegan akstur sem hafi af leigubílstjórum vinnunna. „Enn þann dag í dag vorum við að senda lista yfir ákveðna aðila sem eru að stunda svartan leiguakstur. Svör Samgöngustofu eru á þann veg að þau hafi ekki eftirlit með ólöglegum akstri, bara með leyfishöfum. Hvar er þá eftirlitið? Lögregla kemst ekkert yfir að sinna því. Það þyrfti að stofna sérdeild í lögreglu því þetta er orðið svo viðamikið, allskonar keyrsla sem er ekki skráð og sveltir almenna leigubílstjóra. Nú mun vanta leigubíla því þeir eru of margir og þá fara bílstjórar í önnur störf, geta ekki lifað af því. Þeir skrá sig á stöð en vinna ekkert, það er engin vinnuskylda. Þær fara bara á hausinn því það borgar enginn neitt.“ Hann segir ráðamenn hafa gert mikil mistök með breytingunum á lögunum árið 2022. Ekkert málefnanlegt mat hafi verið gert á framboð og eftirspurn og ekkert samráð haft við leigubílstjóra. Alþingi hafi gert mistök sem skaðað hafi leigubílastéttina og atvinnufrelsi leigubílstjóra og mistökin hafi augljóslega bitnað á almenningi líka. Langan tíma muni taka að endurvekja traust á leigubílstjórum. „Þetta er bara eins og að horfa á nakinn mann. „Við skulum prófa að prófa á hann húfu. Það er þessi stöðvarskylda. Það vantar allt sem styður við hana, fjöldatakmörkun, vinnuskyldu, svæðaskiptingu og samninga bílstjóra við stöðvarnar. Þetta er enn í gildi hjá Hreyfli, A stöðinni og BSR, þau starfa enn eins og lögin væru óbreytt.“ Daníel segir einungis eitt til ráða, að hverfa aftur til laga um leigubílaakstur frá 2022. „Það á að taka upp gömlu lögin eins og þau voru. Almenningur myndi fagna því. Isavia líka, því þá þyrfti Isavia enga gæslumenn og þetta væri allt í lagi.“ Leigubílar Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Af 993 skráðum rekstrarleyfishöfum á leigubifreiðamarkaðnum reka 188 eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Alls eru 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. 17. september 2025 07:29 Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 81 prósent þjóðarinnar óánægð með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. 4,6 prósent eru ánægð og fjórtán prósent segjast í meðallagi ánægð. 10. september 2025 10:10 Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. 24. desember 2025 11:30 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Vísir ræddi nýverið við leigubílstjóra sem segir að staðan á leigubílastæðinu við Keflavíkurflugvöll minni enn á villta vestrið þvert á loforð forsvarsmanna Isavia um að gæsla á stæðinu yrði bætt. Vísir hefur sent Isavia fyrirspurn málsins. Staða leigubílamarkaðarins, brot leigubílstjóra gegn farþegum og svik var oft í fréttum á nýliðnu ári. Kynnti innviðaráðherra í september nýtt frumvarp þar sem stöðvaskylda yrði innleidd að nýju og tilgangurinn að tryggja öryggi farþega. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í nefnd. Engin viti raunverulegan fjölda leigubíla Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags leigubílstjóra segir í samtali við Vísi að það komi honum ekki á óvart að heyra af því að staðan hafi ekki breyst við Keflavíkurflugvöll. Hann segir ekki hafa verið við öðru að búast eftir að lögum um leigubílaakstur var breytt árið 2022. Daníel vill einungis vísa til þess að lög um leigubílaakstur hafi verið felld niður, svo alvarleg þykir honum breytingin sem gerð var á lögunum. „Þetta var ekkert vandamál upp á Leifsstöð fyrr en lögin voru felld niður og það koma fullt af mönnum inn í stéttina sem hafa enga reynslu og þekkingu. Við getum ekkert tjáð okkur um einstaklinga, hvort þeir ofrukki, misbjóði farþegum eða sláist um þá en þetta er ástand hefur skapast og við erum búnir að vara við því. Málið er að ástandið fer versnandi.“ Hvernig þá? „Til dæmis núna þegar er samdráttur og fólk er að halda að sér höndum, fer minna út á lífið og það eru færri ferðamenn, þá hafa allir bílstjórar minna á milli handanna. Það eru þúsund leyfi á skrá, en enginn að fylgjast með. Hvað eru margir bílar úti í akstri? Það veit enginn. Þetta er gefið frjálst og þá er ekkert eftirlit.“ Daníel segir frumvarp ráðherra um innleiðingu stöðvaskyldu að nýju sem ætlað er að tryggja betra eftirlit ekki nóg. Daníel segir félagið hafa átt fundi með ráðherra og tjáð honum þær áhyggjur sínar. „Það vantar að skilgreina hvað er stöð. Er það app eða bleikt ský? Hvað er stöð? Stöð á að vera fýsísk, á að vera staður þar sem ábyrgðaraðilar til svara. Þar sem eru eignir og tryggingar og bókhaldskerfi og rakningakerfi þar sem hægt er að fylgjast með bílum og nýtingu. Er stöðin með alla bíla úti?“ Erfitt að starfa í greininni við núverandi aðstæður Hann segir að þar sem ekki sé við lýði vinnuskylda leigubílstjóra skrái menn sig einfaldlega bara á stöð og láti sig svo hverfa, þannig stöðin svelti. Langt sé síðan félagið hafi bent Samgöngustofu á ólöglegan akstur sem hafi af leigubílstjórum vinnunna. „Enn þann dag í dag vorum við að senda lista yfir ákveðna aðila sem eru að stunda svartan leiguakstur. Svör Samgöngustofu eru á þann veg að þau hafi ekki eftirlit með ólöglegum akstri, bara með leyfishöfum. Hvar er þá eftirlitið? Lögregla kemst ekkert yfir að sinna því. Það þyrfti að stofna sérdeild í lögreglu því þetta er orðið svo viðamikið, allskonar keyrsla sem er ekki skráð og sveltir almenna leigubílstjóra. Nú mun vanta leigubíla því þeir eru of margir og þá fara bílstjórar í önnur störf, geta ekki lifað af því. Þeir skrá sig á stöð en vinna ekkert, það er engin vinnuskylda. Þær fara bara á hausinn því það borgar enginn neitt.“ Hann segir ráðamenn hafa gert mikil mistök með breytingunum á lögunum árið 2022. Ekkert málefnanlegt mat hafi verið gert á framboð og eftirspurn og ekkert samráð haft við leigubílstjóra. Alþingi hafi gert mistök sem skaðað hafi leigubílastéttina og atvinnufrelsi leigubílstjóra og mistökin hafi augljóslega bitnað á almenningi líka. Langan tíma muni taka að endurvekja traust á leigubílstjórum. „Þetta er bara eins og að horfa á nakinn mann. „Við skulum prófa að prófa á hann húfu. Það er þessi stöðvarskylda. Það vantar allt sem styður við hana, fjöldatakmörkun, vinnuskyldu, svæðaskiptingu og samninga bílstjóra við stöðvarnar. Þetta er enn í gildi hjá Hreyfli, A stöðinni og BSR, þau starfa enn eins og lögin væru óbreytt.“ Daníel segir einungis eitt til ráða, að hverfa aftur til laga um leigubílaakstur frá 2022. „Það á að taka upp gömlu lögin eins og þau voru. Almenningur myndi fagna því. Isavia líka, því þá þyrfti Isavia enga gæslumenn og þetta væri allt í lagi.“
Leigubílar Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Af 993 skráðum rekstrarleyfishöfum á leigubifreiðamarkaðnum reka 188 eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Alls eru 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. 17. september 2025 07:29 Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 81 prósent þjóðarinnar óánægð með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. 4,6 prósent eru ánægð og fjórtán prósent segjast í meðallagi ánægð. 10. september 2025 10:10 Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. 24. desember 2025 11:30 Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu hafnað yfir grunuðum barnaníðingi Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Af 993 skráðum rekstrarleyfishöfum á leigubifreiðamarkaðnum reka 188 eigin leigubifreiðastöð án sérstaks leyfis. Alls eru 32 leigubifreiðastöðvar með gilt starfsleyfi frá Samgöngustofu. 17. september 2025 07:29
Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Samkvæmt nýrri skoðanakönnun eru 81 prósent þjóðarinnar óánægð með núverandi fyrirkomulag á leigubílamarkaði. 4,6 prósent eru ánægð og fjórtán prósent segjast í meðallagi ánægð. 10. september 2025 10:10
Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Tvær ástralskar ferðakonur sem voru rukkaðar um hátt í þrjátíu þúsund krónur fyrir ferð sem átti að kosta þær sjö þúsund krónur, eftir að þeim var ekið á rangan áfangastað, fá fargjaldið endurgreitt úr vasa leigubílstjórans. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum. 24. desember 2025 11:30