Lífið

Barna­barn Íþróttaálfsins á leiðinni

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sylvía Erla og Róbert tilkynntu óléttuna á skemmtilegan máta.
Sylvía Erla og Róbert tilkynntu óléttuna á skemmtilegan máta.

Sylvía Erla Melsteð, söngkona, sjónvarpskona og rithöfundur, á von á sínu fyrsta barni með sambýlismanni sínum, athafnamanninum Róberti Frey Samaniego.

„Lítill Samaniego🤎🤎Nýja verkefnið okkar sem við erum svo þakklát og spennt fyrir 🤎,“ skrifaði parið í Instagram-færslu þar sem þau greindu frá fregnunum. 

Í færslunni má sjá myndir af þeim með gervi-dagblað sem þau hafa prentað út með sónarmynd af barninu á forsíðunni og fjölskyldumyndir af parinu með hundinum Oreo.

Sylvía birti einnig myndaröð af síðustu mánuðum, myndband af því þegar hún komst að því að hún væri ólétt og svipmyndum af undirbúningi fyrir fæðinguna.

Sylvía Erla er dóttir Magnúsar Schevings og Ragnheiðar Melsteð sem stofnuðu saman Latabæ. Hún keppti í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2013 með laginu „Stund með þér“, gaf út bókina Oreo fer í skólann og hefur stýrt þáttunum Bestu lög barnanna með Árna Beinteini. 

Róbert var líka áður í tónlist og rappaði í smá tíma undir nafninu Samaniego. Hann stofnaði mysupróteindrykkinn Done árið 2023 og hefur einbeitt sér að framleiðslu og sölu hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.