Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar 8. janúar 2026 08:03 Forvarnir eru mikilvægar, um þetta erum við flest sammála. Sameiginlegum fjármunum okkar er varið í að efla þær og sérstaklega þá þætti sem vitað er að hafa jákvæð áhrif á líf og lýðheilsu barna og ungmenna. Sveitarfélög verja hundruðum milljóna árlega í niðurgreiðslu á skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi, halda árlegar forvarnarvikur, vinna að vellíðan allra nemenda í skólum, smíða samskiptaáætlanir gegn einelti og vinna markvisst gegn ofbeldishegðun barna og ungmenna. Hinsegin börn og ungmenni eru til staðar í öllum skólum. Þá eru börn og barnabörn hinsegin fólks einnig víða í skólakerfinu. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að fræðsla um fjölbreytileika í kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum hafi víðtækt forvarnargildi, bæði fyrir þau börn og ungmenni sem eru hinsegin og þau sem eru það ekki. Það er því engin tilviljun að sveitarfélög um allt land hafa gert samninga við Samtökin ‘78 um reglubundna fræðslu um hinsegin málefni til barna, ungmenna og starfsfólks. Fyrirlestrar Samtakanna ‘78 eru settir fram til stuðnings því jafnréttisstarfi sem unnið er á hverjum degi á grundvelli aðalnámskrár grunnskóla. En hvert er forvarnagildið? Hinsegin ungmenni eiga það almennt meira á hættu að upplifa kvíða, þunglyndi, að stunda sjálfsskaða og gera sjálfsvígstilraunir en jafnaldrar þeirra. Þessi aukna áhætta tengist þáttum eins og félagslegri útskúfun, einelti og skorti á viðurkenningu. Fræðsla sem eflir skilning, virðingu og jákvæðni gagnvart fjölbreytileika samfélagsins getur dregið úr þessum áhættuþáttum í skólaumhverfinu. Hinsegin sýnileiki og fræðsla stuðlar einnig að minni skömm og auknu öryggi meðal hinsegin nemenda, góðum tengslum við fullorðið fólk og eykur líkur á að þau leiti sér aðstoðar þegar þörf er á.Ritrýndar rannsóknir sýna að í skólum þar sem hinseginfræðsla, stuðningshópar fyrir hinsegin nemendur (hér mætti tiltaka sérstakar hinsegin opnanir félagsmiðstöðva í íslensku samhengi) og inngildandi stefna eru hluti af menningu skólans, er minna um einelti og nemendur upplifa meira öryggi og hærra sjálfsmat. Þar að auki benda rannsóknir til þess að fræðsla sem nær til allra nemenda dragi úr fordómum og stuðli að jákvæðari skólabrag. Með því að fræða bæði nemendur og starfsfólk um hinsegin málefni eykst hæfni fólks til að grípa inn í þegar ofbeldi eða mismunun á sér stað. Í íþróttafélögum er þekking og meðvitund um fjölbreytileika lykilforsenda þess að hinsegin börn og ungmenni geti tekið virkan þátt og haldið áfram í skipulögðu íþróttastarfi með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á heilsu þeirra og líðan. Íslenska forvarnarmódelið leggur áherslu á að styrkja verndandi þætti og draga úr áhættuþáttum í umhverfi barna og ungmenna. Hinsegin fræðsla fellur vel að þeim hugmyndum, þar sem hún eflir félagsfærni allra barna, getur styrkt sjálfsmynd þeirra sem eru hinsegin og ýtir undir fulla þátttöku hinsegin barna og ungmenna í skólasamfélaginu sem og í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Hinsegin fræðsla dregur úr fordómum og styrkir tengsl hinsegin nemenda við skóla, kennara og þjálfara. Að sjálfsögðu er hinseginfræðsla ein og sér ekki svar við öllu því sem blasir við hinsegin börnum og ungmennum, en það er alveg ljóst hún er ein leið til þess að stuðla að umhverfi þar sem öll börn fá að blómstra og tilheyra á eigin forsendum. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor munu heyrast raddir um að draga ætti úr hinseginfræðslu til grunnskólanema. Það er því ekki úr vegi að minna á að hún tengist beint verndandi þáttum á sviði geðheilbrigðis, sjálfsvígsforvarna, líkamlegrar heilsu og ofbeldisforvarna. Reglubundin hinseginfræðsla til grunnskólabarna, starfsfólks grunnskóla og íþróttafélaga er þess vegna ekkert annað en liður í forvarnarstarfi sveitarfélaga. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 og kennari. Allar upplýsingar um fræðslu Samtakanna ‘78 til grunnskólabarna má finna vefnum okkar, ásamt glærum og kennsluáætlunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Garðarsson Hinsegin Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Forvarnir eru mikilvægar, um þetta erum við flest sammála. Sameiginlegum fjármunum okkar er varið í að efla þær og sérstaklega þá þætti sem vitað er að hafa jákvæð áhrif á líf og lýðheilsu barna og ungmenna. Sveitarfélög verja hundruðum milljóna árlega í niðurgreiðslu á skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi, halda árlegar forvarnarvikur, vinna að vellíðan allra nemenda í skólum, smíða samskiptaáætlanir gegn einelti og vinna markvisst gegn ofbeldishegðun barna og ungmenna. Hinsegin börn og ungmenni eru til staðar í öllum skólum. Þá eru börn og barnabörn hinsegin fólks einnig víða í skólakerfinu. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að fræðsla um fjölbreytileika í kynhneigð, kynvitund, kyntjáningu og kyneinkennum hafi víðtækt forvarnargildi, bæði fyrir þau börn og ungmenni sem eru hinsegin og þau sem eru það ekki. Það er því engin tilviljun að sveitarfélög um allt land hafa gert samninga við Samtökin ‘78 um reglubundna fræðslu um hinsegin málefni til barna, ungmenna og starfsfólks. Fyrirlestrar Samtakanna ‘78 eru settir fram til stuðnings því jafnréttisstarfi sem unnið er á hverjum degi á grundvelli aðalnámskrár grunnskóla. En hvert er forvarnagildið? Hinsegin ungmenni eiga það almennt meira á hættu að upplifa kvíða, þunglyndi, að stunda sjálfsskaða og gera sjálfsvígstilraunir en jafnaldrar þeirra. Þessi aukna áhætta tengist þáttum eins og félagslegri útskúfun, einelti og skorti á viðurkenningu. Fræðsla sem eflir skilning, virðingu og jákvæðni gagnvart fjölbreytileika samfélagsins getur dregið úr þessum áhættuþáttum í skólaumhverfinu. Hinsegin sýnileiki og fræðsla stuðlar einnig að minni skömm og auknu öryggi meðal hinsegin nemenda, góðum tengslum við fullorðið fólk og eykur líkur á að þau leiti sér aðstoðar þegar þörf er á.Ritrýndar rannsóknir sýna að í skólum þar sem hinseginfræðsla, stuðningshópar fyrir hinsegin nemendur (hér mætti tiltaka sérstakar hinsegin opnanir félagsmiðstöðva í íslensku samhengi) og inngildandi stefna eru hluti af menningu skólans, er minna um einelti og nemendur upplifa meira öryggi og hærra sjálfsmat. Þar að auki benda rannsóknir til þess að fræðsla sem nær til allra nemenda dragi úr fordómum og stuðli að jákvæðari skólabrag. Með því að fræða bæði nemendur og starfsfólk um hinsegin málefni eykst hæfni fólks til að grípa inn í þegar ofbeldi eða mismunun á sér stað. Í íþróttafélögum er þekking og meðvitund um fjölbreytileika lykilforsenda þess að hinsegin börn og ungmenni geti tekið virkan þátt og haldið áfram í skipulögðu íþróttastarfi með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á heilsu þeirra og líðan. Íslenska forvarnarmódelið leggur áherslu á að styrkja verndandi þætti og draga úr áhættuþáttum í umhverfi barna og ungmenna. Hinsegin fræðsla fellur vel að þeim hugmyndum, þar sem hún eflir félagsfærni allra barna, getur styrkt sjálfsmynd þeirra sem eru hinsegin og ýtir undir fulla þátttöku hinsegin barna og ungmenna í skólasamfélaginu sem og í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi. Hinsegin fræðsla dregur úr fordómum og styrkir tengsl hinsegin nemenda við skóla, kennara og þjálfara. Að sjálfsögðu er hinseginfræðsla ein og sér ekki svar við öllu því sem blasir við hinsegin börnum og ungmennum, en það er alveg ljóst hún er ein leið til þess að stuðla að umhverfi þar sem öll börn fá að blómstra og tilheyra á eigin forsendum. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor munu heyrast raddir um að draga ætti úr hinseginfræðslu til grunnskólanema. Það er því ekki úr vegi að minna á að hún tengist beint verndandi þáttum á sviði geðheilbrigðis, sjálfsvígsforvarna, líkamlegrar heilsu og ofbeldisforvarna. Reglubundin hinseginfræðsla til grunnskólabarna, starfsfólks grunnskóla og íþróttafélaga er þess vegna ekkert annað en liður í forvarnarstarfi sveitarfélaga. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78 og kennari. Allar upplýsingar um fræðslu Samtakanna ‘78 til grunnskólabarna má finna vefnum okkar, ásamt glærum og kennsluáætlunum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun