Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2026 16:16 Ákvörðun lyfjaeftirlits Bandaríkjanna um að fjarlægja svokallaða Black box-viðvörun af hormónalyfjum, sem notuð eru fyrir konur á breytingaskeiðinu, gæti haft áhrif út fyrir landssteinanna. Vísir/Getty Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna felldi nýlega úr gildi viðvaranir við hormónameðferð fyrir konur á breytingaskeiði. Hjúkrunarfræðingur sem sérhæfir sig í kvenheilsu segir þetta tímamót og vonar að leiðbeiningum hér á Íslandi verði breytt. Rúmir tveir áratugir eru síðan bandaríska lyfjaeftirlitið gaf út svokallaða black box viðvörun við hormónameðferðinni HRT fyrir konur á breytingarskeiði. Það var gert í kjölfar þess að niðurstöður stórrar rannsóknar um hormónameðferð kvenna voru birtar, sem gáfu til kynna að hormónameðferð sem þessi gæti aukið líkur á brjóstakrabbameini, hjartaáfalli, heilablóðfalli og blóðtappa. Í nóvember síðastliðnum tilkynnti bandaríska lyfjaeftirlitið að ferli væri hafið við að fjarlægja viðvaranirnar við meðferðinni vegna nýrra upplýsinga. „Niðurstaða þeirra er sú að þessar viðvaranir endurspegli ekki lengur bestu nútímavísindi og því eigi fylgiseðlar að vera uppfærðir,“ segir Guðrún Björk Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Gynamedica, sem sérhæfir sig í kvenheilsu. Hún fjallaði nýverið um málið á heimasíðu Gynamedica. Hræddar við að fara á hormóna Nýjar rannsóknir sýni að ákveðnar tegundir hormónameðferðar sem eru einstaklingsmiðaðar geti dregið verulega úr einkennum breytingarskeiðs hjá stórum hópi kvenna, bætt lífsgæði og jafnvel haft áhrif á heilsu þeirra til lengri tíma. „Það eru sirka áttatíu prósent kvenna og jafnvel meira en það sem finna fyrir einhverjum einkennum út af breytingarskeiði,“ segir Guðrún. „Ég finn það í mínu starfi að margar konur eru hræddar við að fara á hormóna en samt eru þær kannski með mikil einkenni. Kannski svefnleysi til langs tíma, verki, kvíða, þetta geta verið svo mörg og margvísleg einkenni sem geta fylgt þessu breytingaskeiði.“ Hún vonar að þessar fregnir frá Bandaríkjunum veki konur til umhugsunar um möguleika þeirra og verði Lyfjastofnun hvatning til að endurskoða viðvaranir við hormónameðferð vegna breytingaskeiðs. „Miðað við þetta ætti allavega að uppfæra fylgiseðla lyfjanna,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Kvenheilsa Lyf Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Rúmir tveir áratugir eru síðan bandaríska lyfjaeftirlitið gaf út svokallaða black box viðvörun við hormónameðferðinni HRT fyrir konur á breytingarskeiði. Það var gert í kjölfar þess að niðurstöður stórrar rannsóknar um hormónameðferð kvenna voru birtar, sem gáfu til kynna að hormónameðferð sem þessi gæti aukið líkur á brjóstakrabbameini, hjartaáfalli, heilablóðfalli og blóðtappa. Í nóvember síðastliðnum tilkynnti bandaríska lyfjaeftirlitið að ferli væri hafið við að fjarlægja viðvaranirnar við meðferðinni vegna nýrra upplýsinga. „Niðurstaða þeirra er sú að þessar viðvaranir endurspegli ekki lengur bestu nútímavísindi og því eigi fylgiseðlar að vera uppfærðir,“ segir Guðrún Björk Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Gynamedica, sem sérhæfir sig í kvenheilsu. Hún fjallaði nýverið um málið á heimasíðu Gynamedica. Hræddar við að fara á hormóna Nýjar rannsóknir sýni að ákveðnar tegundir hormónameðferðar sem eru einstaklingsmiðaðar geti dregið verulega úr einkennum breytingarskeiðs hjá stórum hópi kvenna, bætt lífsgæði og jafnvel haft áhrif á heilsu þeirra til lengri tíma. „Það eru sirka áttatíu prósent kvenna og jafnvel meira en það sem finna fyrir einhverjum einkennum út af breytingarskeiði,“ segir Guðrún. „Ég finn það í mínu starfi að margar konur eru hræddar við að fara á hormóna en samt eru þær kannski með mikil einkenni. Kannski svefnleysi til langs tíma, verki, kvíða, þetta geta verið svo mörg og margvísleg einkenni sem geta fylgt þessu breytingaskeiði.“ Hún vonar að þessar fregnir frá Bandaríkjunum veki konur til umhugsunar um möguleika þeirra og verði Lyfjastofnun hvatning til að endurskoða viðvaranir við hormónameðferð vegna breytingaskeiðs. „Miðað við þetta ætti allavega að uppfæra fylgiseðla lyfjanna,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Kvenheilsa Lyf Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira