Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 31. desember 2025 13:30 Íslendingar hafa lengi mótað sjálfsmynd sína út frá þeirri hugsjón að mannréttindi séu ófrávíkjanlegur grunnur réttarríkis. Sú hugsjón er þó ekki sjálfgefin heldur krefst hún stöðugrar vinnu og ábyrgðar, sérstaklega á tímum þar sem öfl sem vilja skipta fólki upp og útiloka eru að sækja í sig veðrið. Slík þróun eykur hættuna á bakslagi í réttindabaráttu jaðarsettra hópa og grefur undan vernd, þjónustu og aðgengi að úrræðum. Reynsla mín af þessum veruleika er bæði persónuleg og fagleg. Ég hef um árabil unnið með hinsegin fólki innan réttarvörslukerfisins, frætt starfsfólk og komið að málum þar sem skortur á öryggi og skilningi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ég hef séð hversu miklu máli það skiptir þegar þekking og ábyrgð eru til staðar og þegar skapað er rými þar sem virðing er ekki bara orð á blaði heldur sjáanleg í daglegu starfi. Ég hef einnig tekið þátt í að skapa sýnileika þar sem hann er ekki sjálfgefinn, meðal annars með því að standa að fræðslu og meira að segja gleðigöngum innan fangelsa á árum áður. Það var aðgerð sem hafði raunveruleg áhrif á líðan, sjálfsmynd og tilfinningu fyrir því að tilheyra í erfiðum aðstæðum. Reynslan hefur kennt mér að vernd mannréttinda er háð því að þekking, ábyrgð og viðbragðsgeta fari saman í daglegum ákvörðunum. Þess vegna má mannréttindabarátta aldrei einskorðast við orðræðu eða fallegar yfirlýsingar heldur þarf hún að ná inn í stofnanir, inn á vinnustaði og inn í daglegt líf fólks. Staða hinsegin fólks á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði og við eigum að vera stolt af þeim árangri. En slíkt stöðumat er ekki endapunktur og það krefst stöðugrar árvekni að tryggja að réttindin haldi gildi í stað þess að vera dregin í efa eða gerð að pólitísku bitbeini. Til þess þarf pólitíska forystu, fjármagn og raunverulega forgangsröðun. Þátttaka í stjórnmálum skiptir máli, ekki aðeins á kjördag, heldur líka þegar framboðslistar eru mótaðir og ákvörðun tekin um það hverjir fá að tala fyrir hönd samfélagsins. Ég hef ekki alltaf verið opinber baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks en engu að síður hef ég unnið að þessum málum um langt árabil innan kerfisins. Nú stíg ég fram með ákveðnari hætti. Ég bý með eiginmanni mínum og við höfum verið saman í átján ár. Ég þekki það þegar réttindi eru dregin í efa, fólk er sett undir smásjá eða tilvera þess gerð að ágreiningsefni í stjórnmálum. Við sem tilheyrum samfélagi hinsegin fólks vitum að það skiptir máli að heyra í rödd sem þekkir baráttuna af eigin raun. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 24. janúar 2026 móta félagar í flokknum þá rödd sem mun heyrast í borgarstjórn og velja þá sem taka þátt í samvinnu og málamiðlunum framtíðarinnar. Þar skiptir máli að þeir sem hljóta traustið endurspegli margbreytileika samfélagsins og hafi raunverulega reynslu af því hvernig kerfi geta bæði varið og brugðist fólki. Samfélag sem hlustar á reynslu þeirra sem hafa staðið utan meginstraumsins er samfélag sem styrkir eigin stoðir. Með framboði mínu vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja að þessi réttindi séu ekki eingöngu orðin tóm og ég mun láta verkin tala. Höfundur tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa lengi mótað sjálfsmynd sína út frá þeirri hugsjón að mannréttindi séu ófrávíkjanlegur grunnur réttarríkis. Sú hugsjón er þó ekki sjálfgefin heldur krefst hún stöðugrar vinnu og ábyrgðar, sérstaklega á tímum þar sem öfl sem vilja skipta fólki upp og útiloka eru að sækja í sig veðrið. Slík þróun eykur hættuna á bakslagi í réttindabaráttu jaðarsettra hópa og grefur undan vernd, þjónustu og aðgengi að úrræðum. Reynsla mín af þessum veruleika er bæði persónuleg og fagleg. Ég hef um árabil unnið með hinsegin fólki innan réttarvörslukerfisins, frætt starfsfólk og komið að málum þar sem skortur á öryggi og skilningi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ég hef séð hversu miklu máli það skiptir þegar þekking og ábyrgð eru til staðar og þegar skapað er rými þar sem virðing er ekki bara orð á blaði heldur sjáanleg í daglegu starfi. Ég hef einnig tekið þátt í að skapa sýnileika þar sem hann er ekki sjálfgefinn, meðal annars með því að standa að fræðslu og meira að segja gleðigöngum innan fangelsa á árum áður. Það var aðgerð sem hafði raunveruleg áhrif á líðan, sjálfsmynd og tilfinningu fyrir því að tilheyra í erfiðum aðstæðum. Reynslan hefur kennt mér að vernd mannréttinda er háð því að þekking, ábyrgð og viðbragðsgeta fari saman í daglegum ákvörðunum. Þess vegna má mannréttindabarátta aldrei einskorðast við orðræðu eða fallegar yfirlýsingar heldur þarf hún að ná inn í stofnanir, inn á vinnustaði og inn í daglegt líf fólks. Staða hinsegin fólks á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði og við eigum að vera stolt af þeim árangri. En slíkt stöðumat er ekki endapunktur og það krefst stöðugrar árvekni að tryggja að réttindin haldi gildi í stað þess að vera dregin í efa eða gerð að pólitísku bitbeini. Til þess þarf pólitíska forystu, fjármagn og raunverulega forgangsröðun. Þátttaka í stjórnmálum skiptir máli, ekki aðeins á kjördag, heldur líka þegar framboðslistar eru mótaðir og ákvörðun tekin um það hverjir fá að tala fyrir hönd samfélagsins. Ég hef ekki alltaf verið opinber baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks en engu að síður hef ég unnið að þessum málum um langt árabil innan kerfisins. Nú stíg ég fram með ákveðnari hætti. Ég bý með eiginmanni mínum og við höfum verið saman í átján ár. Ég þekki það þegar réttindi eru dregin í efa, fólk er sett undir smásjá eða tilvera þess gerð að ágreiningsefni í stjórnmálum. Við sem tilheyrum samfélagi hinsegin fólks vitum að það skiptir máli að heyra í rödd sem þekkir baráttuna af eigin raun. Í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík þann 24. janúar 2026 móta félagar í flokknum þá rödd sem mun heyrast í borgarstjórn og velja þá sem taka þátt í samvinnu og málamiðlunum framtíðarinnar. Þar skiptir máli að þeir sem hljóta traustið endurspegli margbreytileika samfélagsins og hafi raunverulega reynslu af því hvernig kerfi geta bæði varið og brugðist fólki. Samfélag sem hlustar á reynslu þeirra sem hafa staðið utan meginstraumsins er samfélag sem styrkir eigin stoðir. Með framboði mínu vil ég leggja mitt af mörkum til að tryggja að þessi réttindi séu ekki eingöngu orðin tóm og ég mun láta verkin tala. Höfundur tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun