„Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. desember 2025 12:01 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti nýja stefnu í lánamálum ríkisins fyrir árin 2026 til 2030 í gær. Vísir/Lýður Sterkar vísbendingar eru um að breytingar sem boðaðar eru í nýrri lánastefnu ríkisins geti leitt til lægri fjármagnskostnaðar ríkisins. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra sem kynnti nýja stefnu í lánamálum ríkisins í gær. Stefnunni er einkum ætlað að bregðast við uppgjöri ÍL-sjóðs fyrr á árinu. Stefnan sem kynnt var í gær er til ársins 2030 og lýsir fyrirkomulagi lánsfjármögnunar ríkissjóðs á næstu árum. Stefnan byggist að hluta á fyrri stefnu en felur jafnframt í sér nokkrar breytingar að sögn Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Minna verðtryggt og meira óverðtryggt „Fyrst og fremst snúast þær um að við erum að fjölga viðmiðum og auka upplýsingaflæði. Það eru síðan ákveðnar breytingar á viðmiðum um samsetningu skulda sem eru eiginlega viðbrögð við uppgjörinu á ÍL-sjóði á þessu ári,“ segir Daði. Bent er á í nýju lánastefnunni að mikil uppstokkun hafi orðið á skuldum ríkissjóðs á árinu í tengslum við uppgjörið sem leitt hafi meðal annars til hærra skuldahlutfalls A1-hluta ríkissjóðs. Skuldahlutfall A-hluta ríkissjóðs sem inniheldur ÍL-sjóð hafi hins vegar lækkað um sex prósentustig vegna uppgjörsins. Í framhaldi af uppgjörinu bættist verulega í verðtryggðar skuldir ríkisins og við því þarf að bregðast að sögn Daða. „Þannig að við uppfærum viðmiðin en höldum okkur áfram við það að megináherslan er á áframhaldandi útgáfu óverðtryggðra bréfa, en við tryggjum og munum halda áfram að tryggja markað fyrir verðtryggð ríkisskuldabréf líka.“ Þannig gera ný viðmið um skiptingu lána ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45% af lánasafni, verðtryggð lán um 40% og lán í erlendri mynt um 15%. Aukið upplýsingaflæði sé af hinu góða „Einnig eru sett fram uppfærð viðmið um útgáfu ríkisbréfa. Lögð er áhersla á skýra verðmyndun með bæði verðtryggða og óverðtryggða flokka ríkisbréfa. Endanleg stærð útgáfuflokka skal að jafnaði vera að lágmarki 50 milljarðar króna til allra tímalengda. Meðallánstími skulda ríkissjóðs er óbreyttur, eða 5–7 ár. Þá er stefnt að því að hlutfall skulda sem falla á gjalddaga á næstu 24 mánuðum verði innan við fjórðungur af heildarskuldum ríkissjóðs,“ segir ennfremur um málið í tilkynningu stjórnarráðsins þar sem nánar er fjallað um nýju stefnuna. Daði Már segir erfitt að segja til um það nákvæmlega hvaða áhrif ný lánastefna muni hafa á markaðinn, en kveðst bjartsýnn um að þau verði jákvæð. „Ég held að það sé alltaf gott að það sé gott upplýsingaflæði og ég held að markaðsaðilar muni kunna að meta það að við erum að veita meiri upplýsingar. Ég held síðan kannski að stærsta breytingin sé að fara yfir í reglubundna útgáfu í erlendri mynt. Það tengist viðhaldi gjaldeyrisvaraforðans, en við höfum mjög sterkar vísbendingar um að það geti lækkað fjármagnskostnað ríkisins.“ Lánamál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ÍL-sjóður Fjármálamarkaðir Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Stefnan sem kynnt var í gær er til ársins 2030 og lýsir fyrirkomulagi lánsfjármögnunar ríkissjóðs á næstu árum. Stefnan byggist að hluta á fyrri stefnu en felur jafnframt í sér nokkrar breytingar að sögn Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Minna verðtryggt og meira óverðtryggt „Fyrst og fremst snúast þær um að við erum að fjölga viðmiðum og auka upplýsingaflæði. Það eru síðan ákveðnar breytingar á viðmiðum um samsetningu skulda sem eru eiginlega viðbrögð við uppgjörinu á ÍL-sjóði á þessu ári,“ segir Daði. Bent er á í nýju lánastefnunni að mikil uppstokkun hafi orðið á skuldum ríkissjóðs á árinu í tengslum við uppgjörið sem leitt hafi meðal annars til hærra skuldahlutfalls A1-hluta ríkissjóðs. Skuldahlutfall A-hluta ríkissjóðs sem inniheldur ÍL-sjóð hafi hins vegar lækkað um sex prósentustig vegna uppgjörsins. Í framhaldi af uppgjörinu bættist verulega í verðtryggðar skuldir ríkisins og við því þarf að bregðast að sögn Daða. „Þannig að við uppfærum viðmiðin en höldum okkur áfram við það að megináherslan er á áframhaldandi útgáfu óverðtryggðra bréfa, en við tryggjum og munum halda áfram að tryggja markað fyrir verðtryggð ríkisskuldabréf líka.“ Þannig gera ný viðmið um skiptingu lána ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45% af lánasafni, verðtryggð lán um 40% og lán í erlendri mynt um 15%. Aukið upplýsingaflæði sé af hinu góða „Einnig eru sett fram uppfærð viðmið um útgáfu ríkisbréfa. Lögð er áhersla á skýra verðmyndun með bæði verðtryggða og óverðtryggða flokka ríkisbréfa. Endanleg stærð útgáfuflokka skal að jafnaði vera að lágmarki 50 milljarðar króna til allra tímalengda. Meðallánstími skulda ríkissjóðs er óbreyttur, eða 5–7 ár. Þá er stefnt að því að hlutfall skulda sem falla á gjalddaga á næstu 24 mánuðum verði innan við fjórðungur af heildarskuldum ríkissjóðs,“ segir ennfremur um málið í tilkynningu stjórnarráðsins þar sem nánar er fjallað um nýju stefnuna. Daði Már segir erfitt að segja til um það nákvæmlega hvaða áhrif ný lánastefna muni hafa á markaðinn, en kveðst bjartsýnn um að þau verði jákvæð. „Ég held að það sé alltaf gott að það sé gott upplýsingaflæði og ég held að markaðsaðilar muni kunna að meta það að við erum að veita meiri upplýsingar. Ég held síðan kannski að stærsta breytingin sé að fara yfir í reglubundna útgáfu í erlendri mynt. Það tengist viðhaldi gjaldeyrisvaraforðans, en við höfum mjög sterkar vísbendingar um að það geti lækkað fjármagnskostnað ríkisins.“
Lánamál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ÍL-sjóður Fjármálamarkaðir Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Birta og LV skoða mögulegan samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira