Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar 29. desember 2025 07:31 Ég sit á hótelherbergi í Nuuk og hugsa um kolefnissporið mitt á árinu sem er að líða og vil koma á framfæri afsökunarbeiðni vegna þess. Ég geri mér fulla grein fyrir því að tíu utanlandsferðir á tólf mánuðum telst ekki hófstillt hegðun á tímum loftslagsváar. Þetta er vissulega ekki fallegt í Excel-skjali framtíðarinnar og ég skil að jörðin hefði kosið að ég sæti aðeins oftar heima á bumbunni að horfa á sjónvarpið. Ferðirnar voru þó allar mikilvægar á sinn hátt. Ein þeirra var vinnuferð (góð fyrir samfélagið), sumar voru nauðsynlegar (til að komast í sól og hita) fyrir andlega heilsu og restin voru einfaldlega ferðir sem ég gat sleppt, enda er lífið stutt. Ég geri mér grein fyrir því að hvert flug losar meira CO₂ en samviskan mín ræður við á góðum degi. En ég vil líka benda á að ég hef ekki keypt stóran jeppa, ég á ekki snekkju og ég hef aldrei einu sinni íhugað einkaþotu. Í stóra samhenginu er ég því samfélagsþegn sem er til fyrirmyndar. Til að vega upp á móti þessu hef ég tekið upp ýmsar vistvænar venjur. Ég flokka rusl af mikilli nákvæmni, jafnvel þegar enginn sér til og borða stundum grænmetisrétti. Ég nota fjölnota vatnsbrúsa og fylli hann reglulega, nema á flugvöllum þar sem vatnið er óþægilega langt í burtu. Að lokum vil ég taka fram að ég ber djúpa virðingu fyrir jörðinni og framtíð hennar. Ég vona bara að hún geti sýnt mér sömu þolinmæði og ég sýni sjálfum mér þegar ég bóka enn eitt flugið, sannfærður um að þetta verði örugglega síðasta ferðin í bili. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur sem er mikill ferðalangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Ég sit á hótelherbergi í Nuuk og hugsa um kolefnissporið mitt á árinu sem er að líða og vil koma á framfæri afsökunarbeiðni vegna þess. Ég geri mér fulla grein fyrir því að tíu utanlandsferðir á tólf mánuðum telst ekki hófstillt hegðun á tímum loftslagsváar. Þetta er vissulega ekki fallegt í Excel-skjali framtíðarinnar og ég skil að jörðin hefði kosið að ég sæti aðeins oftar heima á bumbunni að horfa á sjónvarpið. Ferðirnar voru þó allar mikilvægar á sinn hátt. Ein þeirra var vinnuferð (góð fyrir samfélagið), sumar voru nauðsynlegar (til að komast í sól og hita) fyrir andlega heilsu og restin voru einfaldlega ferðir sem ég gat sleppt, enda er lífið stutt. Ég geri mér grein fyrir því að hvert flug losar meira CO₂ en samviskan mín ræður við á góðum degi. En ég vil líka benda á að ég hef ekki keypt stóran jeppa, ég á ekki snekkju og ég hef aldrei einu sinni íhugað einkaþotu. Í stóra samhenginu er ég því samfélagsþegn sem er til fyrirmyndar. Til að vega upp á móti þessu hef ég tekið upp ýmsar vistvænar venjur. Ég flokka rusl af mikilli nákvæmni, jafnvel þegar enginn sér til og borða stundum grænmetisrétti. Ég nota fjölnota vatnsbrúsa og fylli hann reglulega, nema á flugvöllum þar sem vatnið er óþægilega langt í burtu. Að lokum vil ég taka fram að ég ber djúpa virðingu fyrir jörðinni og framtíð hennar. Ég vona bara að hún geti sýnt mér sömu þolinmæði og ég sýni sjálfum mér þegar ég bóka enn eitt flugið, sannfærður um að þetta verði örugglega síðasta ferðin í bili. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur sem er mikill ferðalangur.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun