Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. desember 2025 07:00 Markmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins og forvera þess frá upphafi, að til verði að lokum evrópskt sambandsríki, var Kristjáni Vigfússyni að yrkisefni í grein á Vísi í gær. Kristján, sem er aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og fer fyrir vinnuhópi Viðreisnar um Evrópumál, rifjaði þar upp eftirfarandi orð Winstons Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í ræðu í Zurich í Sviss 19. september 1946: „Við verðum að byggja upp eins konar Bandaríki Evrópu.“ Með því, segir í grein Kristjáns, hafi Churchill lagt „hugmyndafræðilegan hornstein að því sem koma skyldi.“ Tæpum fjórum árum síðar, þann 9. maí 1950, útvarpaði Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, yfirlýsingu úr franska utanríkisráðuneytinu sem lagði grunninn að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag. Þar kallaði Schuman eftir því að kola- og stálframleiðsla Evrópuríkja yrði sett undir yfirþjóðlega stjórn sem yrði fyrsta skrefið að lokamarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Árið eftir varð Kola- og stálbandalag Evrópu að veruleika og síðan hefur hvert skrefið á fætur öðru verið tekið í áttina að lokamarkmiðinu. Hefur sambandið þegar öðlast flest einkenni ríkis. Til að mynda má velta því fyrir sér hvaða alþjóðastofnun eða annað milliríkjasamstarf í heiminum hafi sinn eigin hæstarétt, ríkisstjórn (framkvæmdastjórnina), löggjöfarþing, ígildi stjórnarskrár, löggjöf æðri löggjöf ríkjanna sem aðild eiga að henni, seðlabanka, gjaldmiðil, utanríkisþjónustu, ríkisborgararétt, vegabréf, ökuskírteini og jafnvel þjóðsöng svo eitthvað sé tínt til. Tvennt vantar helzt upp á í þeim efnum, ríkissjóð og eina utanríkisstefnu. Hins vegar hefur markvisst verið unnið að því á liðnum árum að hægt verði að sama skapi að merkja við þau atriði og er það langt komið. Hitt er annað mál að Churchill hafði aldrei í huga sambandsríki sem slíkt heldur fremur eitthvað í líkingu við Evrópuráðið sem stofnað var 1949, sem Ísland og 45 önnur Evrópuríki eiga aðild að og tengist ekki Evrópusambandinu. Fjallað er til dæmis um það í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem öðrum fremur hefur verið nefndur faðir sambandsins. Sjálfur beitti Monnet sér fyrir því að til yrði eiginlegt evrópskt sambandsríki. Hið sama átti við og á enn við um helztu forystumenn á meginlandi Evrópu. Leitun er að slíkum einstaklingum sem ekki hafa stutt lokamarkmiðið. Meðal þeirra er Guy Verhofstadt, forseti samtakanna European Movement International og fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður lokamarkmiðsins um sambandsríki. Samtökin sem hann fer fyrir voru stofnuð árið 1947 og hafa síðan haft það meginmarkmið en Evrópuhreyfingin hér á landi er aðili að þeim. Verhofstadt var heiðursgestur á landsþingi Viðreisnar í september og kallaði í ræðu sinni ekki aðeins eftir sambandsríki heldur evrópsku heimsveldi. Var ræðunni fagnað með standandi lófaklappi landsþingsfulltrúa flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Markmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins og forvera þess frá upphafi, að til verði að lokum evrópskt sambandsríki, var Kristjáni Vigfússyni að yrkisefni í grein á Vísi í gær. Kristján, sem er aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík og fer fyrir vinnuhópi Viðreisnar um Evrópumál, rifjaði þar upp eftirfarandi orð Winstons Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, í ræðu í Zurich í Sviss 19. september 1946: „Við verðum að byggja upp eins konar Bandaríki Evrópu.“ Með því, segir í grein Kristjáns, hafi Churchill lagt „hugmyndafræðilegan hornstein að því sem koma skyldi.“ Tæpum fjórum árum síðar, þann 9. maí 1950, útvarpaði Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, yfirlýsingu úr franska utanríkisráðuneytinu sem lagði grunninn að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag. Þar kallaði Schuman eftir því að kola- og stálframleiðsla Evrópuríkja yrði sett undir yfirþjóðlega stjórn sem yrði fyrsta skrefið að lokamarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Árið eftir varð Kola- og stálbandalag Evrópu að veruleika og síðan hefur hvert skrefið á fætur öðru verið tekið í áttina að lokamarkmiðinu. Hefur sambandið þegar öðlast flest einkenni ríkis. Til að mynda má velta því fyrir sér hvaða alþjóðastofnun eða annað milliríkjasamstarf í heiminum hafi sinn eigin hæstarétt, ríkisstjórn (framkvæmdastjórnina), löggjöfarþing, ígildi stjórnarskrár, löggjöf æðri löggjöf ríkjanna sem aðild eiga að henni, seðlabanka, gjaldmiðil, utanríkisþjónustu, ríkisborgararétt, vegabréf, ökuskírteini og jafnvel þjóðsöng svo eitthvað sé tínt til. Tvennt vantar helzt upp á í þeim efnum, ríkissjóð og eina utanríkisstefnu. Hins vegar hefur markvisst verið unnið að því á liðnum árum að hægt verði að sama skapi að merkja við þau atriði og er það langt komið. Hitt er annað mál að Churchill hafði aldrei í huga sambandsríki sem slíkt heldur fremur eitthvað í líkingu við Evrópuráðið sem stofnað var 1949, sem Ísland og 45 önnur Evrópuríki eiga aðild að og tengist ekki Evrópusambandinu. Fjallað er til dæmis um það í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem öðrum fremur hefur verið nefndur faðir sambandsins. Sjálfur beitti Monnet sér fyrir því að til yrði eiginlegt evrópskt sambandsríki. Hið sama átti við og á enn við um helztu forystumenn á meginlandi Evrópu. Leitun er að slíkum einstaklingum sem ekki hafa stutt lokamarkmiðið. Meðal þeirra er Guy Verhofstadt, forseti samtakanna European Movement International og fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, sem hefur lengi verið einn ötulasti stuðningsmaður lokamarkmiðsins um sambandsríki. Samtökin sem hann fer fyrir voru stofnuð árið 1947 og hafa síðan haft það meginmarkmið en Evrópuhreyfingin hér á landi er aðili að þeim. Verhofstadt var heiðursgestur á landsþingi Viðreisnar í september og kallaði í ræðu sinni ekki aðeins eftir sambandsríki heldur evrópsku heimsveldi. Var ræðunni fagnað með standandi lófaklappi landsþingsfulltrúa flokksins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun