Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar 27. desember 2025 08:00 Stefnumótun í Evrópu, Íslandi ekki undanskildu, hefur á undanförnum árum í vaxandi mæli verið markmiðadrifin. Loftslagsmarkmið, siðferðismarkmið, útlit landslags eða hvar annars staðar sem fæti er drepið niður. Gengið er út frá skilgreindum og að mestu óumdeildum markmiðum, a.m.k. í heimi stjórnmála og fjölmiðla, svo sem loftslagsvernd, samkeppnishæfni og aukinni skilvirkni. Hávaðinn í prentvélum báknsins sem framleiðir þessi markmið og reglur til að hrinda þeim í framkvæmd hefur þannig orðið ærandi síðustu ár. Þessi markmið líta jafnan vel út frá sjónarhóli stjórnmálamanna og virðast vera siðferðilega réttlætanleg. Það sem vantar þó yfirleitt inn í myndina er hvernig þeim skuli náð í framkvæmd — og það sem skiptir enn meira máli, hver eigi að bera kostnaðinn. Raunveruleikinn og réttmæt dreifing byrðanna Þegar komið er að raunverulegri útfærslu á því hvernig á að ná markmiðunum með fólki sem gengur í skóm með stáltá, birtist oft kerfisbundið misræmi. Kröfur eru auknar, gjöld hækkuð, svigrúm þrengt og áhætta færð niður keðjuna, án þess að samsvarandi burðarkerfi fylgi. Markmiðin virðast sameiginleg, en kostnaðurinn sértækur og oftast fjarlægur þeim sem hófu ferlið. Áhrifin lenda fyrst og fremst hjá þeim sem halda kerfinu gangandi í reynd: frumframleiðendum matvæla, fólki sem dreifir nauðsynjavörum í borgarkerfi sem geta ekki án þeirra verið, og öðrum sem starfa staðbundið og geta hvorki flutt starfsemi sína né stillt framleiðslu af án verulegra samfélagslegra afleiðinga. Þessir aðilar búa yfir takmörkuðu valdi til að hafa áhrif á verð fyrir þær vörur og þjónustu sem þeir veita, en bera engu að síður sífellt meiri hluta áhættunnar. Á sama tíma er ætlast til að neytendur fái ódýran mat, stöðugt framboð og sífellt „grænni“ framleiðslu. Þessi krafa kemur ekki aðeins frá markaðnum og neytendum, heldur einnig frá stjórnmálum og opinberri orðræðu, þar á meðal fjölmiðlum. Viljinn til að viðurkenna raunverulegan kostnað, fórnarkostnað eða nauðsynlega dreifingu byrða er hins vegar mun minni. Þar skapast kerfislæg spenna: allir vilja niðurstöðuna, enginn vill greiða kostnaðinn. Afleiðingin birtist fyrr – eða síðar Hér birtist til dæmis sú spenna sem myndast þegar bændur í Evrópu þurfa að fara að reglugerðum frá ESB um hvernig þeir mega framleiða afurðir, meðal annars reglum um losun gróðurhúsalofttegunda í framleiðsluferlinu. Á sama tíma er ætlast til að þeir keppi á markaði við framleiðendur sem ekki greiða einu sinni lágmarkslaun. Eiga þeir fyrrnefndu í reynd að bera kostnaðinn af þessu kerfismisræmi, jafnvel með atvinnumissi? Í slíku samhengi verða mótmæli ekki fyrst og fremst merki um öfgar eða jaðarstöðu. Þau verða síðasta úrræði þeirra sem upplifa að aðrar leiðir hafi verið fullreyndar. Þau verða leið til að gera ósýnilegan kostnað sýnilegan og viðvörun um að rekstrargrundvöllur sé að bresta. Það er ekki tilviljun að slík mótmæli birtast sjaldnast þar sem stefnan er mótuð, heldur þar sem hún er framkvæmd. Þegar sambærileg viðbrögð koma fram samtímis í ólíkum löndum og ólíkum greinum bendir það til þess að ekki sé um einstök ágreiningsmál að ræða, heldur kerfislægan vanda í samskiptum stefnumótunar og raunhagkerfis. Það er í þessu ljósi sem mótmæli bænda, flutningaaðila og annarra í grunnstoðum fæðukerfisins þarf að lesa — ekki sem andstöðu við markmið, heldur sem viðvörun um að leiðin að þeim sé orðin óraunhæf. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Stefnumótun í Evrópu, Íslandi ekki undanskildu, hefur á undanförnum árum í vaxandi mæli verið markmiðadrifin. Loftslagsmarkmið, siðferðismarkmið, útlit landslags eða hvar annars staðar sem fæti er drepið niður. Gengið er út frá skilgreindum og að mestu óumdeildum markmiðum, a.m.k. í heimi stjórnmála og fjölmiðla, svo sem loftslagsvernd, samkeppnishæfni og aukinni skilvirkni. Hávaðinn í prentvélum báknsins sem framleiðir þessi markmið og reglur til að hrinda þeim í framkvæmd hefur þannig orðið ærandi síðustu ár. Þessi markmið líta jafnan vel út frá sjónarhóli stjórnmálamanna og virðast vera siðferðilega réttlætanleg. Það sem vantar þó yfirleitt inn í myndina er hvernig þeim skuli náð í framkvæmd — og það sem skiptir enn meira máli, hver eigi að bera kostnaðinn. Raunveruleikinn og réttmæt dreifing byrðanna Þegar komið er að raunverulegri útfærslu á því hvernig á að ná markmiðunum með fólki sem gengur í skóm með stáltá, birtist oft kerfisbundið misræmi. Kröfur eru auknar, gjöld hækkuð, svigrúm þrengt og áhætta færð niður keðjuna, án þess að samsvarandi burðarkerfi fylgi. Markmiðin virðast sameiginleg, en kostnaðurinn sértækur og oftast fjarlægur þeim sem hófu ferlið. Áhrifin lenda fyrst og fremst hjá þeim sem halda kerfinu gangandi í reynd: frumframleiðendum matvæla, fólki sem dreifir nauðsynjavörum í borgarkerfi sem geta ekki án þeirra verið, og öðrum sem starfa staðbundið og geta hvorki flutt starfsemi sína né stillt framleiðslu af án verulegra samfélagslegra afleiðinga. Þessir aðilar búa yfir takmörkuðu valdi til að hafa áhrif á verð fyrir þær vörur og þjónustu sem þeir veita, en bera engu að síður sífellt meiri hluta áhættunnar. Á sama tíma er ætlast til að neytendur fái ódýran mat, stöðugt framboð og sífellt „grænni“ framleiðslu. Þessi krafa kemur ekki aðeins frá markaðnum og neytendum, heldur einnig frá stjórnmálum og opinberri orðræðu, þar á meðal fjölmiðlum. Viljinn til að viðurkenna raunverulegan kostnað, fórnarkostnað eða nauðsynlega dreifingu byrða er hins vegar mun minni. Þar skapast kerfislæg spenna: allir vilja niðurstöðuna, enginn vill greiða kostnaðinn. Afleiðingin birtist fyrr – eða síðar Hér birtist til dæmis sú spenna sem myndast þegar bændur í Evrópu þurfa að fara að reglugerðum frá ESB um hvernig þeir mega framleiða afurðir, meðal annars reglum um losun gróðurhúsalofttegunda í framleiðsluferlinu. Á sama tíma er ætlast til að þeir keppi á markaði við framleiðendur sem ekki greiða einu sinni lágmarkslaun. Eiga þeir fyrrnefndu í reynd að bera kostnaðinn af þessu kerfismisræmi, jafnvel með atvinnumissi? Í slíku samhengi verða mótmæli ekki fyrst og fremst merki um öfgar eða jaðarstöðu. Þau verða síðasta úrræði þeirra sem upplifa að aðrar leiðir hafi verið fullreyndar. Þau verða leið til að gera ósýnilegan kostnað sýnilegan og viðvörun um að rekstrargrundvöllur sé að bresta. Það er ekki tilviljun að slík mótmæli birtast sjaldnast þar sem stefnan er mótuð, heldur þar sem hún er framkvæmd. Þegar sambærileg viðbrögð koma fram samtímis í ólíkum löndum og ólíkum greinum bendir það til þess að ekki sé um einstök ágreiningsmál að ræða, heldur kerfislægan vanda í samskiptum stefnumótunar og raunhagkerfis. Það er í þessu ljósi sem mótmæli bænda, flutningaaðila og annarra í grunnstoðum fæðukerfisins þarf að lesa — ekki sem andstöðu við markmið, heldur sem viðvörun um að leiðin að þeim sé orðin óraunhæf. Höfundur er hagfræðingur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun