Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar 25. desember 2025 13:16 Kæra lýðræðisjafnaðarfólk og aðrir sem þetta lesa, gleðileg jól, farsælt komandi ár, höldum áfram að sigra. Innan Samfylkingar – jafnaðarflokks Íslands í Reykjavík er hefð fyrir því að kosið er um oddvitasætið fyrir sveitarfélagskosningar þegar fyrrum kjörni oddviti býður sig ekki aftur fram. Dagur B. Eggertsson sem hafði verið kjörinn oddviti síðan 2006, hefur horfið til nýrra og góðra starfa sem þingmaður á Alþingi. Næsti aðili á lista, Heiða Björg Hilmisdóttir núverandi borgarstjóri, steig því upp í stöðu oddvita án þess að vera kjörin í það embætti í flokksvali (prófkjöri) flokksins. Heiða Björg er sem stendur sú eina sem hefur gefið það út opinberlega að hún stefni á fyrsta sætið í flokksvalinu og er það vel. Mikilvægt er að sá einstaklingur sem mun leiða lista Samfylkingar í borginni gangi frá flokksvalinu með kýrskýrt umboð frá flokksfélögum í Reykjavík, en fái ekki svokallaða krýningu. Þetta snýst ekki síst um hið lýðræðislega ferli og sátt um efstu sætin á lista Samfylkingar í borgarstjórnarkosningum í vor. Sósíaldemókratisminn byggir á þátttöku fjöldans til að skapa jöfn tækifæri og lýðræðislegri ábyrgð á þeim kerfum sem við rekum saman. Því skora ég á allt gott fólk með jafnaðartaug og borgarstjóradraum í maganum til að bjóða sig fram í 1. sætið. Framboðsfrestur er til hádegis 3. janúar 2026. Vona ég að keppt verði drengilega um oddvitasætið jafnt sem sæti 2–6. Að flokksvali loknu sameinumst við, að hætti stoltra sósíaldemókrata, þétt á bakvið listann í kosningunum í maí og höldum áfram að sigra. Einnig vil ég árétta að flokksvalið er rétti vettvangurinn fyrir kjósendur Samfylkingar til að hafa áhrif. Þetta er vinsamleg áminning til kjósenda sem ekki eru skráðir í flokkinn og vilja hafa áhrif í flokksvalinu, að skrá sig í flokkinn og taka þátt í þessari lýðræðisveislu. Höfundur er lýðræðisjafnaðarmaður í Reykjavík og félagi í Samfylkingunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Kæra lýðræðisjafnaðarfólk og aðrir sem þetta lesa, gleðileg jól, farsælt komandi ár, höldum áfram að sigra. Innan Samfylkingar – jafnaðarflokks Íslands í Reykjavík er hefð fyrir því að kosið er um oddvitasætið fyrir sveitarfélagskosningar þegar fyrrum kjörni oddviti býður sig ekki aftur fram. Dagur B. Eggertsson sem hafði verið kjörinn oddviti síðan 2006, hefur horfið til nýrra og góðra starfa sem þingmaður á Alþingi. Næsti aðili á lista, Heiða Björg Hilmisdóttir núverandi borgarstjóri, steig því upp í stöðu oddvita án þess að vera kjörin í það embætti í flokksvali (prófkjöri) flokksins. Heiða Björg er sem stendur sú eina sem hefur gefið það út opinberlega að hún stefni á fyrsta sætið í flokksvalinu og er það vel. Mikilvægt er að sá einstaklingur sem mun leiða lista Samfylkingar í borginni gangi frá flokksvalinu með kýrskýrt umboð frá flokksfélögum í Reykjavík, en fái ekki svokallaða krýningu. Þetta snýst ekki síst um hið lýðræðislega ferli og sátt um efstu sætin á lista Samfylkingar í borgarstjórnarkosningum í vor. Sósíaldemókratisminn byggir á þátttöku fjöldans til að skapa jöfn tækifæri og lýðræðislegri ábyrgð á þeim kerfum sem við rekum saman. Því skora ég á allt gott fólk með jafnaðartaug og borgarstjóradraum í maganum til að bjóða sig fram í 1. sætið. Framboðsfrestur er til hádegis 3. janúar 2026. Vona ég að keppt verði drengilega um oddvitasætið jafnt sem sæti 2–6. Að flokksvali loknu sameinumst við, að hætti stoltra sósíaldemókrata, þétt á bakvið listann í kosningunum í maí og höldum áfram að sigra. Einnig vil ég árétta að flokksvalið er rétti vettvangurinn fyrir kjósendur Samfylkingar til að hafa áhrif. Þetta er vinsamleg áminning til kjósenda sem ekki eru skráðir í flokkinn og vilja hafa áhrif í flokksvalinu, að skrá sig í flokkinn og taka þátt í þessari lýðræðisveislu. Höfundur er lýðræðisjafnaðarmaður í Reykjavík og félagi í Samfylkingunni.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun