Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar 23. desember 2025 10:32 Breytingar reynast fólki misjafnlega erfiðar, og það er ekkert skrítið. Heilinn okkar elskar rútínu, fyrirsjáanleika og það sem hann þekkir. Nýjar aðstæður krefjast orku, nýrra venja og nýs hugsunarháttar, og hið óþekkta getur virkað ógnvekjandi. Þegar árið er að renna sitt skeið eru eflaust margir sem velta fyrir sér ýmsum hugmyndum fyrir nýtt komandi ár: „Hverju langar mig í raun að breyta? Hverju hef ég frestað? Hvað er næsta skref sem ég þori ekki alveg að stíga?“ Hugsunin er mannleg. En ef eitthvað kallar á þig, prófaðu þá að svara. Lífið er of stutt og dýrmætt til að láta forvitnina vera í biðstöðu. Og eitt hef ég lært: Þú verður aldrei 100% tilbúin, en þú verður 100% leið á að bíða. Að flytja erlendis… og læra að treysta Þegar við hjónin fluttum erlendis fengum við ótal sinnum spurninguna: „Hvernig þorðuð þið þessu?“ eða „Vá, hvað þið eruð huguð!“ Kannski - kannski ekki. Aðstæður gerðu okkur það kleift, svo við tókum af skarið. Við vissum ekki nákvæmlega hvað tæki við, en við vissum að við vildum prófa, og við sjáum ekki eftir því. Næsta spurning verður oft: „Og hvað ætlið þið að vera lengi úti?“ Svarið er einfalt: Við vitum það ekki, tíminn leiðir það í ljós. Ef aðstæður breytast er alltaf hægt að koma heim. Ef lífið hættir að vera skemmtilegt eða gefandi, þá breytum við til og finnum nýjar leiðir til þess að gera það skemmtilegra. Það þarf ekki að sjá allt til enda, næsta skref getur verið nóg. Heimurinn er minni en hann var, og hlutirnir oft miklu einfaldari en við höldum. Stundum þarf bara að ákveða að gera eitthvað og framkvæma það. Af hverju að hanga í vinnu sem nærir þig ekki? Sama spurning á við um starfsferilinn. Af hverju að hanga í vinnu sem er hætt að næra þig eða jafnvel farin að tæra þig upp? Við þekkjum mörg of mikla streitu, óhóflegt álag, slæman starfsanda eða eitraða vinnustaðamenningu. Samt halda margir áfram ár eftir ár. Það er að sjálfsögðu í lagi ef starfið veitir gleði og tilgang. En ef þú ert komin á „inniskóna“ í vinnunni, þegar hlutirnir eru orðnir of notalegir, of þægilegir og ekki lengur krefjandi, þá er tími til að spyrja: Er þetta starfið sem þjónar mér enn? Er það að veita mér orkuna, vöxtinn og tækifærin sem ég þrái? Við bíðum of lengi eftir hinu fullkomna augnabliki Það er eitt sem sameinar marga sem langar að breyta til - þeir bíða. Bíða eftir rétta tímanum, meira sjálfstrausti, meiri menntun, skýrara plani, minna álagi, meiri innkomu, eða eftir því að vera „tilbúnir“. En sannleikurinn er sá að fullkomna augnablikið kemur ekki. Ákvörðunin þarf að koma. Ákvörðun um að prófa. Ákvörðun um að treysta. Ákvörðun um að taka eitt skref, þó þú sjáir ekki allan stíginn fyrir framan þig. Þú mátt byrja áður en þú sérð alla myndina. Þú mátt breyta til áður en þú ert viss og þú mátt taka af skarið áður en þú hefur allt á hreinu. „Hvað ef það klikkar?“ – Já, hvað ef það blessast? Við erum ótrúlega góð í að sjá fyrir okkur allt sem gæti farið úrskeiðis. En hvað ef við spyrjum okkur: Hvað ef það gengur upp? Hvað ef lífið opnast? Og hvað ef þú lítur um öxl eftir tvö ár og hugsar: „Þetta var það besta sem ég hef gert“? Og ef það klikkar? Þá prófaðirðu. Þá lærðirðu. Þá þorðirðu. Að mistakast er ekki skömm, það er dýrmætur lærdómur. Gerðu það sem hefur alltaf kallað á þig Ef það er eitthvað á óskalistanum sem lætur hjartað slá hraðar… Ef það er hugmynd, áhugi, starf, nám eða lífsstílsbreyting sem þú hugsar um aftur og aftur. En þú segir oft: „Ég geri þetta einhvern daginn“…þá er svarið einfalt: Taktu af skarið núna. Lífið getur verið flókið, og það er allt í lagi. Litlu skrefin geta líka opnað nýjar dyr, svo taktu skrefið þegar þú finnur kraftinn og augnablikið, það er nóg til að byrja. Stundum er stærsta skref lífsins ekki það sem lítur vel út á pappír, heldur það sem er lifandi innra með þér. Svo, ef þú ert að hugsa um að breyta til, láttu þá til skarar skríða. Finndu lífskraftinn, tilganginn og gleðina sem bíða hinum megin við ákvörðunina. Það er þinn réttur og þín leið. Höfundur er ráðgjafi og leiðbeinandi í persónulegri og faglegri þróun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Breytingar reynast fólki misjafnlega erfiðar, og það er ekkert skrítið. Heilinn okkar elskar rútínu, fyrirsjáanleika og það sem hann þekkir. Nýjar aðstæður krefjast orku, nýrra venja og nýs hugsunarháttar, og hið óþekkta getur virkað ógnvekjandi. Þegar árið er að renna sitt skeið eru eflaust margir sem velta fyrir sér ýmsum hugmyndum fyrir nýtt komandi ár: „Hverju langar mig í raun að breyta? Hverju hef ég frestað? Hvað er næsta skref sem ég þori ekki alveg að stíga?“ Hugsunin er mannleg. En ef eitthvað kallar á þig, prófaðu þá að svara. Lífið er of stutt og dýrmætt til að láta forvitnina vera í biðstöðu. Og eitt hef ég lært: Þú verður aldrei 100% tilbúin, en þú verður 100% leið á að bíða. Að flytja erlendis… og læra að treysta Þegar við hjónin fluttum erlendis fengum við ótal sinnum spurninguna: „Hvernig þorðuð þið þessu?“ eða „Vá, hvað þið eruð huguð!“ Kannski - kannski ekki. Aðstæður gerðu okkur það kleift, svo við tókum af skarið. Við vissum ekki nákvæmlega hvað tæki við, en við vissum að við vildum prófa, og við sjáum ekki eftir því. Næsta spurning verður oft: „Og hvað ætlið þið að vera lengi úti?“ Svarið er einfalt: Við vitum það ekki, tíminn leiðir það í ljós. Ef aðstæður breytast er alltaf hægt að koma heim. Ef lífið hættir að vera skemmtilegt eða gefandi, þá breytum við til og finnum nýjar leiðir til þess að gera það skemmtilegra. Það þarf ekki að sjá allt til enda, næsta skref getur verið nóg. Heimurinn er minni en hann var, og hlutirnir oft miklu einfaldari en við höldum. Stundum þarf bara að ákveða að gera eitthvað og framkvæma það. Af hverju að hanga í vinnu sem nærir þig ekki? Sama spurning á við um starfsferilinn. Af hverju að hanga í vinnu sem er hætt að næra þig eða jafnvel farin að tæra þig upp? Við þekkjum mörg of mikla streitu, óhóflegt álag, slæman starfsanda eða eitraða vinnustaðamenningu. Samt halda margir áfram ár eftir ár. Það er að sjálfsögðu í lagi ef starfið veitir gleði og tilgang. En ef þú ert komin á „inniskóna“ í vinnunni, þegar hlutirnir eru orðnir of notalegir, of þægilegir og ekki lengur krefjandi, þá er tími til að spyrja: Er þetta starfið sem þjónar mér enn? Er það að veita mér orkuna, vöxtinn og tækifærin sem ég þrái? Við bíðum of lengi eftir hinu fullkomna augnabliki Það er eitt sem sameinar marga sem langar að breyta til - þeir bíða. Bíða eftir rétta tímanum, meira sjálfstrausti, meiri menntun, skýrara plani, minna álagi, meiri innkomu, eða eftir því að vera „tilbúnir“. En sannleikurinn er sá að fullkomna augnablikið kemur ekki. Ákvörðunin þarf að koma. Ákvörðun um að prófa. Ákvörðun um að treysta. Ákvörðun um að taka eitt skref, þó þú sjáir ekki allan stíginn fyrir framan þig. Þú mátt byrja áður en þú sérð alla myndina. Þú mátt breyta til áður en þú ert viss og þú mátt taka af skarið áður en þú hefur allt á hreinu. „Hvað ef það klikkar?“ – Já, hvað ef það blessast? Við erum ótrúlega góð í að sjá fyrir okkur allt sem gæti farið úrskeiðis. En hvað ef við spyrjum okkur: Hvað ef það gengur upp? Hvað ef lífið opnast? Og hvað ef þú lítur um öxl eftir tvö ár og hugsar: „Þetta var það besta sem ég hef gert“? Og ef það klikkar? Þá prófaðirðu. Þá lærðirðu. Þá þorðirðu. Að mistakast er ekki skömm, það er dýrmætur lærdómur. Gerðu það sem hefur alltaf kallað á þig Ef það er eitthvað á óskalistanum sem lætur hjartað slá hraðar… Ef það er hugmynd, áhugi, starf, nám eða lífsstílsbreyting sem þú hugsar um aftur og aftur. En þú segir oft: „Ég geri þetta einhvern daginn“…þá er svarið einfalt: Taktu af skarið núna. Lífið getur verið flókið, og það er allt í lagi. Litlu skrefin geta líka opnað nýjar dyr, svo taktu skrefið þegar þú finnur kraftinn og augnablikið, það er nóg til að byrja. Stundum er stærsta skref lífsins ekki það sem lítur vel út á pappír, heldur það sem er lifandi innra með þér. Svo, ef þú ert að hugsa um að breyta til, láttu þá til skarar skríða. Finndu lífskraftinn, tilganginn og gleðina sem bíða hinum megin við ákvörðunina. Það er þinn réttur og þín leið. Höfundur er ráðgjafi og leiðbeinandi í persónulegri og faglegri þróun.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun