Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2025 16:30 Lyfjarúllum er hlaðið í skammtarana og þeir deila út lyfjum á réttum tíma. Vísir/Vilhelm Sjálfvirkir lyfjaskammtarar, sem nýttir eru í heimaþjónustu um allt land, hafa reynst gríðarlega vel. Sviðsstjóri hjá heimaþjónustu borgarinnar segir skammtarana spara mikinn tíma hjá starfsmönnum og auka sjálfstæði notendanna svo um munar. Sjálfvirku skammtararnir hafa verið í notkun hjá borginni síðan 2021 og hafa þeir nú útbýtt á þriðja hundrað þúsund lyfjaskammta á þeim tíma. Tækin eru fyrst og fremst notuð fyrir eldra fólk og eru nú 130 daglegir notendur. „Við setjum þessa lyfjarúllu sem fólk fær í apóteki í skammtarana og þeir lesa hvort þetta sé ekki réttur einstaklingur og klukkan hvað lyfjagjöfin á að vera og skammta lyfin eftir því. Þannig að fólk fær rétt lyf á nákvæmlega réttum tíma,“ segir Auður Guðmundsdóttir sviðsstjóri heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Minna fólk á að taka lyfin Innbyggt í tækin er öryggiskerfi svo þau láti bæði notendurna og heimaþjónustuna vita ef lyfin eru ekki tekin á réttum tíma. Auður segir tækin spara mjög mikinn tíma. „Í staðinn fyrir að senda starfsfólk með lyfin heim til fólks þá getum við nýtt tímann í önnur verkefni. Þetta er mikill tímasparnaður.“ Ábatinn enn meiri á landsbyggðinni Samkvæmt greiningu er ábatinn nánast tvöfaldur. „Fyrir hverja krónu sem þú fjárfestir í hvern lyfjaskammtara færðu 1,8 krónu til baka. Það er ábatinn en ábatinn felst þá í endurdreifingu á tíma starfsfólks. Það er ábatinn fyrir okkur og þegar við erum að tala um mönnunarskort og slíkt sem er í heilbrigðiskerfinu þá getur það verið gríðarlega mikilvægt að geta endurdreift tímanum svona, sett í önnur verkefni og forgangsraðað,“ segir Auður. Ávinningurinn sé einnig mikill fyrir notendurna en stefnt er að því að fjölga tækjunum á næsta ári. „Þetta ýtir undir sjálfstæði eldra fólks og gerir því kleift að búa lengur heima,“ segir hún. „Ábatinn fyrir landsbyggðina er enn meiri en fyrir okkur hér í Reykjavíkurborg. Ég held að þetta sé þjónusta sem er komin til að vera. Svo nú þurfum við að bretta upp ermar og skala upp.“ Heilbrigðismál Reykjavík Lyf Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Sjálfvirku skammtararnir hafa verið í notkun hjá borginni síðan 2021 og hafa þeir nú útbýtt á þriðja hundrað þúsund lyfjaskammta á þeim tíma. Tækin eru fyrst og fremst notuð fyrir eldra fólk og eru nú 130 daglegir notendur. „Við setjum þessa lyfjarúllu sem fólk fær í apóteki í skammtarana og þeir lesa hvort þetta sé ekki réttur einstaklingur og klukkan hvað lyfjagjöfin á að vera og skammta lyfin eftir því. Þannig að fólk fær rétt lyf á nákvæmlega réttum tíma,“ segir Auður Guðmundsdóttir sviðsstjóri heimaþjónustu Reykjavíkurborgar. Minna fólk á að taka lyfin Innbyggt í tækin er öryggiskerfi svo þau láti bæði notendurna og heimaþjónustuna vita ef lyfin eru ekki tekin á réttum tíma. Auður segir tækin spara mjög mikinn tíma. „Í staðinn fyrir að senda starfsfólk með lyfin heim til fólks þá getum við nýtt tímann í önnur verkefni. Þetta er mikill tímasparnaður.“ Ábatinn enn meiri á landsbyggðinni Samkvæmt greiningu er ábatinn nánast tvöfaldur. „Fyrir hverja krónu sem þú fjárfestir í hvern lyfjaskammtara færðu 1,8 krónu til baka. Það er ábatinn en ábatinn felst þá í endurdreifingu á tíma starfsfólks. Það er ábatinn fyrir okkur og þegar við erum að tala um mönnunarskort og slíkt sem er í heilbrigðiskerfinu þá getur það verið gríðarlega mikilvægt að geta endurdreift tímanum svona, sett í önnur verkefni og forgangsraðað,“ segir Auður. Ávinningurinn sé einnig mikill fyrir notendurna en stefnt er að því að fjölga tækjunum á næsta ári. „Þetta ýtir undir sjálfstæði eldra fólks og gerir því kleift að búa lengur heima,“ segir hún. „Ábatinn fyrir landsbyggðina er enn meiri en fyrir okkur hér í Reykjavíkurborg. Ég held að þetta sé þjónusta sem er komin til að vera. Svo nú þurfum við að bretta upp ermar og skala upp.“
Heilbrigðismál Reykjavík Lyf Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira