Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar 22. desember 2025 07:30 Þegar greint er frá mótmælum bænda í Brussel beina fjölmiðlar jafnan athyglinni að yfirborðinu: táragasi, kartöflukasti og brennandi dekkjum. Slíkar myndir selja fréttir, en segja lítið um kjarna málsins. Raunveruleg skilaboð mótmælanna eru margfalt dýpri – og snúast ekki um einstaka ákvörðun, heldur um kerfi sem hefur misst tengsl við þá sem bera það uppi. Skipulögð mótmæli um Mercosur samninginn Þann 18. desember sl. komu um 10.000 bændur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins saman í Brussel. Mótmælin voru skipulögð af evrópsku bændasamtökunum Copa-Cogeca og voru ekki tilviljanakennd uppákoma heldur markvisst skipulögð samstaða yfir landamæri. Í tilkynningu samtakanna var áherslan skýr: „við stöndum við gefin loforð“. Þetta nýja tungutak í Brussel er ekki tilviljun – það endurspeglar rof á trausti milli stofnana ESB og einnar mikilvægustu grunnstoðar sambandsins, landbúnaðarins. Almennt tengjast mótmælin fyrirhugaðri staðfestingu Mercosur-samningsins en þar er um að ræða samning milli ESB og Argentínu, Brasilíu, Paraguay og Uruguay um umfangsmikil vöruviðskipti, þ.m.t. með landbúnaðarvörur. Málið er umdeilt og hefur t.a.m. Frakkland og nú síðast Ítalía staðið í vegi fyrir að gengið verði endanlega frá samningnum. ESB hefur nú frestað afgreiðslu málsins fram í janúar. En fleira býr að baki En rætur bændamótmælanna eru í raun mun dýpri. Í kjarnanum snýst málið um ósamræmi milli stefnumótunar og raunverulegs rekstrarumhverfis bænda. Í tengslum við mótmælin setti Copa-Cogeca fram kröfur með einni rödd, í þremur liðum: Öfluga og raunverulega fjármagnaða sameiginlega landbúnaðarstefnu (CAP) eftir 2027. Sanngjörn og gagnsæ viðskipti sem vernda framleiðsluhætti og viðkvæmar búgreinar innan ESB. Raunverulega einföldun regluverks og aukið réttarfarslegt öryggi. Þetta eru ekki jaðarkröfur. Þær falla beint að þeim veikleikum sem ESB hefur sjálft bent á í nýlegum greiningum: vaxandi regluálagi, auknum kostnaði, skorti á fyrirsjáanleika og sífellt meiri kröfum til evrópskra framleiðenda – á sama tíma og verið er að opna markaði fyrir tollfrjálsan innflutning frá löndum þar sem framleiðsluskilyrði eru allt önnur. Afleiðingar viðskiptasamninga í víðara samhengi Hér skiptir Mercosur-samningurinn máli, ekki aðeins fyrir bændur í ESB, heldur einnig fyrir Ísland. Staðfesting hans mun breyta verðmyndun og samkeppnisstöðu landbúnaðarafurða í Evrópu. En um leið fellur endanlega um koll ein furðuleg hugmynd sem hefur lifað í íslenskri umræðu: að íslenskur landbúnaður geti grætt á aðild að Evrópusambandinu. Íslenskt nautakjöt mun aldrei keppa við tollfrjálst kjöt frá Brasilíu. Það er ekki spurning um dugnað, gæði eða nýsköpun, heldur einfaldlega um stærðarhagkvæmni, kostnaðargrunn og ólíkar kröfur. Þegar ESB opnar dyr sínar fyrir slíkum samningum er verið að endurmóta samkeppnisumhverfið – og sú breyting vinnur ekki með smáum, viðkvæmum landbúnaðarkerfum á jaðarsvæðum. Niðurlag: segja verður hlutina eins og þeir eru Mótmælin í Brussel snúast því ekki um andstöðu við loftslagsmarkmið eða alþjóðaviðskipti í sjálfu sér. Þau snúast um kerfi sem leggur sífellt meiri ábyrgð á herðar framleiðenda en tekur ekki samsvarandi ábyrgð á afleiðingunum: um tungutak, vald yfir merkingu og um það hverjir fá að skilgreina framtíð landbúnaðar í Evrópu. Ísland má ekki búa sér til ímynd að Evrópusambandinu byggða á óskhyggju eða úreltum forsendum. Veruleikinn blasir við – og bændur Evrópu hafa staðið upp og sagt stopp. Ef breyta á forsendum verður að gera það á hreinskilinn hátt og segja hlutina eins og þeir eru. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar greint er frá mótmælum bænda í Brussel beina fjölmiðlar jafnan athyglinni að yfirborðinu: táragasi, kartöflukasti og brennandi dekkjum. Slíkar myndir selja fréttir, en segja lítið um kjarna málsins. Raunveruleg skilaboð mótmælanna eru margfalt dýpri – og snúast ekki um einstaka ákvörðun, heldur um kerfi sem hefur misst tengsl við þá sem bera það uppi. Skipulögð mótmæli um Mercosur samninginn Þann 18. desember sl. komu um 10.000 bændur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins saman í Brussel. Mótmælin voru skipulögð af evrópsku bændasamtökunum Copa-Cogeca og voru ekki tilviljanakennd uppákoma heldur markvisst skipulögð samstaða yfir landamæri. Í tilkynningu samtakanna var áherslan skýr: „við stöndum við gefin loforð“. Þetta nýja tungutak í Brussel er ekki tilviljun – það endurspeglar rof á trausti milli stofnana ESB og einnar mikilvægustu grunnstoðar sambandsins, landbúnaðarins. Almennt tengjast mótmælin fyrirhugaðri staðfestingu Mercosur-samningsins en þar er um að ræða samning milli ESB og Argentínu, Brasilíu, Paraguay og Uruguay um umfangsmikil vöruviðskipti, þ.m.t. með landbúnaðarvörur. Málið er umdeilt og hefur t.a.m. Frakkland og nú síðast Ítalía staðið í vegi fyrir að gengið verði endanlega frá samningnum. ESB hefur nú frestað afgreiðslu málsins fram í janúar. En fleira býr að baki En rætur bændamótmælanna eru í raun mun dýpri. Í kjarnanum snýst málið um ósamræmi milli stefnumótunar og raunverulegs rekstrarumhverfis bænda. Í tengslum við mótmælin setti Copa-Cogeca fram kröfur með einni rödd, í þremur liðum: Öfluga og raunverulega fjármagnaða sameiginlega landbúnaðarstefnu (CAP) eftir 2027. Sanngjörn og gagnsæ viðskipti sem vernda framleiðsluhætti og viðkvæmar búgreinar innan ESB. Raunverulega einföldun regluverks og aukið réttarfarslegt öryggi. Þetta eru ekki jaðarkröfur. Þær falla beint að þeim veikleikum sem ESB hefur sjálft bent á í nýlegum greiningum: vaxandi regluálagi, auknum kostnaði, skorti á fyrirsjáanleika og sífellt meiri kröfum til evrópskra framleiðenda – á sama tíma og verið er að opna markaði fyrir tollfrjálsan innflutning frá löndum þar sem framleiðsluskilyrði eru allt önnur. Afleiðingar viðskiptasamninga í víðara samhengi Hér skiptir Mercosur-samningurinn máli, ekki aðeins fyrir bændur í ESB, heldur einnig fyrir Ísland. Staðfesting hans mun breyta verðmyndun og samkeppnisstöðu landbúnaðarafurða í Evrópu. En um leið fellur endanlega um koll ein furðuleg hugmynd sem hefur lifað í íslenskri umræðu: að íslenskur landbúnaður geti grætt á aðild að Evrópusambandinu. Íslenskt nautakjöt mun aldrei keppa við tollfrjálst kjöt frá Brasilíu. Það er ekki spurning um dugnað, gæði eða nýsköpun, heldur einfaldlega um stærðarhagkvæmni, kostnaðargrunn og ólíkar kröfur. Þegar ESB opnar dyr sínar fyrir slíkum samningum er verið að endurmóta samkeppnisumhverfið – og sú breyting vinnur ekki með smáum, viðkvæmum landbúnaðarkerfum á jaðarsvæðum. Niðurlag: segja verður hlutina eins og þeir eru Mótmælin í Brussel snúast því ekki um andstöðu við loftslagsmarkmið eða alþjóðaviðskipti í sjálfu sér. Þau snúast um kerfi sem leggur sífellt meiri ábyrgð á herðar framleiðenda en tekur ekki samsvarandi ábyrgð á afleiðingunum: um tungutak, vald yfir merkingu og um það hverjir fá að skilgreina framtíð landbúnaðar í Evrópu. Ísland má ekki búa sér til ímynd að Evrópusambandinu byggða á óskhyggju eða úreltum forsendum. Veruleikinn blasir við – og bændur Evrópu hafa staðið upp og sagt stopp. Ef breyta á forsendum verður að gera það á hreinskilinn hátt og segja hlutina eins og þeir eru. Höfundur er hagfræðingur.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun