Lífið

Kristófer Acox og Guð­rún Elísa­bet eiga von á barni

Lovísa Arnardóttir skrifar
Verðandi fjölskylda!
Verðandi fjölskylda!

Kristófer Acox leikmaður Vals í körfubolta og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir leikmaður Vals í fótbolta eiga von á barni. Þau tilkynntu gleðitíðindin á samfélagsmiðlum og verða þau ekki tvö lengur heldur þrjú frá og með júnímánuði 2026.

Vísir greindi frá sambandi þeirra Kristófers og Guðrúnar í júní í fyrra. Þá var réttilega fullyrt í umfjöllun miðilsins að ekki væri ofsögum sagt að um ofurpar sé að ræða, enda hafa þau bæði gert gott mót fyrir Val í sitthvorri íþróttinni, körfuboltanum og fótboltanum.

„Þrjú í júní,“ skrifar parið og er óhætt að segja að hamingjuóskunum rigni yfir þau.  Meðal þeirra sem óskað hafa parinu til hamingju eru Gugga í gúmmíbát, Svala Björgvins og Eva Ruza en um 120 manns hafa skrifað athugasemdir við færsluna og þúsund manns brugðist við henni. Nokkuð gott það á þeim tæpa klukkutíma sem liðinn er síðan færslan birtist þegar þetta er skrifað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.