Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2025 19:00 Sergio Herrero býr í Dubai þar sem hann að eigin sögn malar gull með aðstoð gervigreindar. Nú er hann að færa sig inn á NFT-markaðinn. Instagram Foreldrar ungra manna sem borgað hafa Íslendingi margar milljónir eftir loforð um að þeir yrðu ríkir með gervigreindarmarkaðssetningu hafa miklar áhyggjur af sonum sínum. Nýjasta útspil mannsins er sala á myllumerkjum, sem hann segir fólk geta grætt fúlgur fjár á. Fyrr í vetur fjallaði fréttastofa um Sergio Herrero, tvítugan Íslending, sem auglýsir námskeið í gervigreindarsamstarfi. Námskeiðið kostaði rúma milljón og færu þeir sem greiddu upphæðina í læri til hans, og fengju að heyra hvernig hann græddi pening. Lærisveinarnir myndu svo sjálfir eiga séns á gulli og grænum skógum. Foreldrar áhyggjufullir Fjölmargir hafa sakað Sergio um svindl og sagt að þetta sé svokallað lærifeðrasvindl, sem svipar til píramídasvindls. Þeir sem hafa greitt Sergio eru flestir ungir menn og flaug hópur þeirra í síðasta mánuði til Dúbaí þar sem Sergio dvelur sjálfur. Einhverjir mannanna eru komnir heim en aðrir eru þar enn. Eftir umfjöllun fréttastofu hafa foreldrar og aðstandendur nokkurra þeirra haft samband. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa miklar áhyggjur af drengjunum sínum. Þeir geti ekki útskýrt hvernig þeir ætla að græða pening og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvað gerist verði þeir blankir. Erfitt sé að ná til þeirra. Kominn í NFT-bransann Nú virðist Sergio hafa lagt gervigreindarsamstarfið til hliðar og sömuleiðis hætt að taka við lærisveinum. Nú fjalla allar færslur hans um fyrirtækið Xtrends sem hann er á bak við ásamt erlendum einstaklingum. Xtrends virkar þannig að fólk kaupir myllumerki í formi NFT. NFT stendur fyrir non-fungible token eða virðisbreytilegt skírteini. Hvert myllumerki kostar rúmar þrjátíu þúsund krónur og selst hafa rúm fjögur hundruð stykki. Hvað er svo hægt að gera við merkin er svo óljósara. Þau eru með öllu verðlaus nema einhver annar vilji kaupa merkið. Þú átt ekki myllumerkið að neinu leyti, nema hjá Xtrends. Næsta Bitcoin? Í auglýsingum er reynt að þrýsta á fólk að kaupa merkin strax, enda verði þau fljótt mun verðmætari. Stofnendurnir líkja sjálfir Xtrends við Bitcoin, að því leyti að virðið muni margfaldast innan skamms tíma og það geti verið slæmt að missa af lestinni. Engin rök eru færð fyrir því hvers vegna merkin eigi eftir að verða svo verðmæt. NFT-markaðurinn var eitt sinn talinn vera næsta tæknibylting og náðu viðskipti með NFT hámarki síðsumars 2021. Tæpu ári síðar sprakk bólan hins vegar og virði flestra NFT féll um áttatíu til 95 prósent. Gervigreind Sameinuðu arabísku furstadæmin Rafmyntir og sýndareignir Samfélagsmiðlar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira
Fyrr í vetur fjallaði fréttastofa um Sergio Herrero, tvítugan Íslending, sem auglýsir námskeið í gervigreindarsamstarfi. Námskeiðið kostaði rúma milljón og færu þeir sem greiddu upphæðina í læri til hans, og fengju að heyra hvernig hann græddi pening. Lærisveinarnir myndu svo sjálfir eiga séns á gulli og grænum skógum. Foreldrar áhyggjufullir Fjölmargir hafa sakað Sergio um svindl og sagt að þetta sé svokallað lærifeðrasvindl, sem svipar til píramídasvindls. Þeir sem hafa greitt Sergio eru flestir ungir menn og flaug hópur þeirra í síðasta mánuði til Dúbaí þar sem Sergio dvelur sjálfur. Einhverjir mannanna eru komnir heim en aðrir eru þar enn. Eftir umfjöllun fréttastofu hafa foreldrar og aðstandendur nokkurra þeirra haft samband. Þeir eiga það allir sameiginlegt að hafa miklar áhyggjur af drengjunum sínum. Þeir geti ekki útskýrt hvernig þeir ætla að græða pening og hafa foreldrarnir áhyggjur af því hvað gerist verði þeir blankir. Erfitt sé að ná til þeirra. Kominn í NFT-bransann Nú virðist Sergio hafa lagt gervigreindarsamstarfið til hliðar og sömuleiðis hætt að taka við lærisveinum. Nú fjalla allar færslur hans um fyrirtækið Xtrends sem hann er á bak við ásamt erlendum einstaklingum. Xtrends virkar þannig að fólk kaupir myllumerki í formi NFT. NFT stendur fyrir non-fungible token eða virðisbreytilegt skírteini. Hvert myllumerki kostar rúmar þrjátíu þúsund krónur og selst hafa rúm fjögur hundruð stykki. Hvað er svo hægt að gera við merkin er svo óljósara. Þau eru með öllu verðlaus nema einhver annar vilji kaupa merkið. Þú átt ekki myllumerkið að neinu leyti, nema hjá Xtrends. Næsta Bitcoin? Í auglýsingum er reynt að þrýsta á fólk að kaupa merkin strax, enda verði þau fljótt mun verðmætari. Stofnendurnir líkja sjálfir Xtrends við Bitcoin, að því leyti að virðið muni margfaldast innan skamms tíma og það geti verið slæmt að missa af lestinni. Engin rök eru færð fyrir því hvers vegna merkin eigi eftir að verða svo verðmæt. NFT-markaðurinn var eitt sinn talinn vera næsta tæknibylting og náðu viðskipti með NFT hámarki síðsumars 2021. Tæpu ári síðar sprakk bólan hins vegar og virði flestra NFT féll um áttatíu til 95 prósent.
Gervigreind Sameinuðu arabísku furstadæmin Rafmyntir og sýndareignir Samfélagsmiðlar Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sjá meira