Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar 16. desember 2025 17:01 Nú er annari umræðu um fjárlög 2025 á Alþingi lokið, næst er það afgreiðslan sjálf. Í fjárlögunum er m.a. tillaga um afnám tilfærslur á milli skattþrepa hjá hjónum. Sérstakleg er hér að ræða efsta þrepi sem ber skattprósentuna 46,29%. Þetta þykir ríkisstjórninni alveg sjálfsagt að afnema enda einhver smáhola í tekjuöflun og hefur víst bara áhrif á 6% þjóðarinnar, og þetta snerti aðeins efnaðasta fólk landsins, eða hvað! Greinum þetta aðeins. Komið hefur fram að þessi aðgerð muni snerta 14.500 hjón/sambúðarfólk sem hafa til þessa nýtt sér þessa samnýtingu eða um 29.000 einstaklinga. Segjum að vísitölufjölskylda telji hjón/sambúðarfólk og 1. 6 barn þannig að þessi aðgerð hefur áhrif á u.þ.b. 52.200 íslendinga eða rúmlega 13% íbúa Íslands. Sjómenn þessa lands eru nokkur þúsund, margir þeirra eru strarfs síns vegna fjarverandi frá mökum og börnum um helming ársins. Tekjur þessara sjómanna eru þess eðilis að þeir eru í þessu hæsta þrepi skattgreiðslna og hafa nýtt sér þessa samnýtingu með maka sínum þegar að uppgjöri Skattsins kemur í júní árið á eftir. Í mjög mörgum tilfellum eru þessir sjómenn ungir og fjölskyldumenn með börn. Maki þeirra sér um fjölskylduna og stundar sjaldan fulla vinnu þótt auðvitað sé það ekki fullyrt. Nú verða þessar fjölskyldur fyrir fleiri hundruðum þúsunda á ári í kjaraskerðingu verði þessi tillaga ríkisstjórnarinnar að veruleika. Það er greinilegt að sjómenn þessa lands skipta ríkisstjórnina engu máli nema þegar kemur að tekjuöflun Ríkisjóðs. Það er sorglegt að í landi, sem berst fyrir jafnrétti kynjanna, sé það aftur undir forsæti kvenkyns ráðherra sem skerðir kjör sjómanna. Nú er það Kristrún Frostadóttir sem fer fyrir þessari kjaraskerðingu sjómanna en það var einmitt annar kven forsætisráðherra samfylkingarinnar, Jóhanna Sigurðardótir sem afnám sjómannaafsláttinn. Á meðan baða þingmenn og ráðherrar sig í alskyns eðlilegum endurgreiddum kostnaði, dagpeningum og fleiri endurgreiðslum samkvæmt reglum um þingfararkostnað á meðan sjómenn þessa lands eru að verða fyrir enn einni kjararýrnuninni af hálfu ríkisstjórnar sem samfylkingin er í forsæti fyrir. Er furða að maður spyrji sig. Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Höfundur er framkvæmdastjóri á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Nú er annari umræðu um fjárlög 2025 á Alþingi lokið, næst er það afgreiðslan sjálf. Í fjárlögunum er m.a. tillaga um afnám tilfærslur á milli skattþrepa hjá hjónum. Sérstakleg er hér að ræða efsta þrepi sem ber skattprósentuna 46,29%. Þetta þykir ríkisstjórninni alveg sjálfsagt að afnema enda einhver smáhola í tekjuöflun og hefur víst bara áhrif á 6% þjóðarinnar, og þetta snerti aðeins efnaðasta fólk landsins, eða hvað! Greinum þetta aðeins. Komið hefur fram að þessi aðgerð muni snerta 14.500 hjón/sambúðarfólk sem hafa til þessa nýtt sér þessa samnýtingu eða um 29.000 einstaklinga. Segjum að vísitölufjölskylda telji hjón/sambúðarfólk og 1. 6 barn þannig að þessi aðgerð hefur áhrif á u.þ.b. 52.200 íslendinga eða rúmlega 13% íbúa Íslands. Sjómenn þessa lands eru nokkur þúsund, margir þeirra eru strarfs síns vegna fjarverandi frá mökum og börnum um helming ársins. Tekjur þessara sjómanna eru þess eðilis að þeir eru í þessu hæsta þrepi skattgreiðslna og hafa nýtt sér þessa samnýtingu með maka sínum þegar að uppgjöri Skattsins kemur í júní árið á eftir. Í mjög mörgum tilfellum eru þessir sjómenn ungir og fjölskyldumenn með börn. Maki þeirra sér um fjölskylduna og stundar sjaldan fulla vinnu þótt auðvitað sé það ekki fullyrt. Nú verða þessar fjölskyldur fyrir fleiri hundruðum þúsunda á ári í kjaraskerðingu verði þessi tillaga ríkisstjórnarinnar að veruleika. Það er greinilegt að sjómenn þessa lands skipta ríkisstjórnina engu máli nema þegar kemur að tekjuöflun Ríkisjóðs. Það er sorglegt að í landi, sem berst fyrir jafnrétti kynjanna, sé það aftur undir forsæti kvenkyns ráðherra sem skerðir kjör sjómanna. Nú er það Kristrún Frostadóttir sem fer fyrir þessari kjaraskerðingu sjómanna en það var einmitt annar kven forsætisráðherra samfylkingarinnar, Jóhanna Sigurðardótir sem afnám sjómannaafsláttinn. Á meðan baða þingmenn og ráðherrar sig í alskyns eðlilegum endurgreiddum kostnaði, dagpeningum og fleiri endurgreiðslum samkvæmt reglum um þingfararkostnað á meðan sjómenn þessa lands eru að verða fyrir enn einni kjararýrnuninni af hálfu ríkisstjórnar sem samfylkingin er í forsæti fyrir. Er furða að maður spyrji sig. Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Höfundur er framkvæmdastjóri á Akureyri.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun