Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. desember 2025 06:47 VIðræður hafa staðið yfir í Berlín síðustu tvo daga, þar sem allir aðilar hafa átt fulltrúa nema Rússland. Getty/Clemens Bilan Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Þýskalands auk átta annarra Evrópuríkja hafa heitið hernaðarlegum stuðningi við Úkraínu í samvinnu við Bandaríkin, sem er ætlað að koma í stað 5. greinar stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins. Fimmta greinin kveður á um að árás á eitt bandalagsríki, jafngildi árás á þau öll. Samkvæmt drögum að friðarsamkomulagi sem nú eru í vinnslu myndu Vesturlönd styðja Úkraínu í að viðhalda 800 þúsund manna herliði og Evrópuríkin skuldbinda sig til að tryggja öryggi landsins ef átök brjótast út að nýju. Bandaríkin myndu leiða eftirlit með framkvæmd friðarsamkomulagsins og vara við mögulegum yfirvofandi árásum. Bandaríkjamenn munu hins vegar ekki senda herlið til Úkraínu. Þá er kveðið á um stuðning Evrópuríkjanna við aðild Úkraínu að Evrópusambandinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði blaðamönnum í Hvíta húsinu í gær að hann hefði átt gott samtal við Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta og leiðtoga Evrópu og annarra bandalagsríkja Nató. Þá sagðist hann hafa rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en tjáði sig ekki frekar um það samtal. Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, sagði í gær að hann teldi menn nær samkomulagi nú en nokkru sinni áður. Hins vegar er enn ósamið um eftirgjöf lands og yfirráð yfir Zaporizhzhia kjarnorkuverinu. Bandaríkjamenn hafa talað fyrir því að Úkraínumenn gefi eftir Donbas-héruðin og vilja að ríkin deili kjarnorkuverinu. Þá er enn óljóst hver afstaða Rússa er við nýjum drögum en margir halda því enn fram að aðkoma þeirra að viðræðum sé sjónarspil og þeir hafi í raun engan áhuga á að semja um frið. Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Evrópusambandið Þýskaland Bretland Frakkland Hernaður Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Fimmta greinin kveður á um að árás á eitt bandalagsríki, jafngildi árás á þau öll. Samkvæmt drögum að friðarsamkomulagi sem nú eru í vinnslu myndu Vesturlönd styðja Úkraínu í að viðhalda 800 þúsund manna herliði og Evrópuríkin skuldbinda sig til að tryggja öryggi landsins ef átök brjótast út að nýju. Bandaríkin myndu leiða eftirlit með framkvæmd friðarsamkomulagsins og vara við mögulegum yfirvofandi árásum. Bandaríkjamenn munu hins vegar ekki senda herlið til Úkraínu. Þá er kveðið á um stuðning Evrópuríkjanna við aðild Úkraínu að Evrópusambandinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði blaðamönnum í Hvíta húsinu í gær að hann hefði átt gott samtal við Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta og leiðtoga Evrópu og annarra bandalagsríkja Nató. Þá sagðist hann hafa rætt við Vladimir Pútín Rússlandsforseta en tjáði sig ekki frekar um það samtal. Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, sagði í gær að hann teldi menn nær samkomulagi nú en nokkru sinni áður. Hins vegar er enn ósamið um eftirgjöf lands og yfirráð yfir Zaporizhzhia kjarnorkuverinu. Bandaríkjamenn hafa talað fyrir því að Úkraínumenn gefi eftir Donbas-héruðin og vilja að ríkin deili kjarnorkuverinu. Þá er enn óljóst hver afstaða Rússa er við nýjum drögum en margir halda því enn fram að aðkoma þeirra að viðræðum sé sjónarspil og þeir hafi í raun engan áhuga á að semja um frið.
Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Evrópusambandið Þýskaland Bretland Frakkland Hernaður Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira