Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. desember 2025 06:27 Selenskí fundaði með Steve Witkoff og Jared Kushner í Berlín í gær. Getty/Guido Bergmann Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn reiðubúna til að falla frá fyrirætlunum sínum um að ganga í Atlantshafsbandalagið, gegn pottþéttum öryggistryggingum. Selenskí fundaði með Steve Witkoff, sendifulltrúa Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, tengdasyni Trump, í fimm tíma í gær. Witkoff sagði eftir fundinn að mikill árangur hefði náðst en tjáði sig ekki um einstaka atriði. Ráðamenn í Kænugarði eru sagðir liggja yfir drögum að tillögum um friðarsamkomulag við Rússa og þá mun Selenskí tjá sig nánar um málið eftir frekari viðræður við Bandaríkjamennina í dag. Fundirnir fara fram í Berlín og aðrir Evrópuleiðtogar eru væntanlegir þangað í dag fyrir frekari fundarhöld. Viðsnúningur Úkraínu varðandi Nató markar tímamót en Úkraínumenn hafa lagt mikla áherslu á að ganga í bandalagið til að tryggja sig frá frekari árásum og ágangi af hálfu Rússa. Selenskí sagði að í stað Nató aðildar yrðu hins vegar að koma löglega bindandi fyrirheit frá Bandaríkjunum, Evrópu og mögulega Kanada og Japan, um að verja Úkraínu fyrir Rússum. Rússar hafa krafist loforða um að Nató stækki ekki í austurátt, það er að segja að Úkraína, Georgía og Moldavía fái ekki að ganga í bandalagið. Enn er unnið að 20 punkta friðaráætlun í stað þeirrar sem Bandaríkjamenn lögðu fram í síðasta mánuði. Nýju drögin munu líklega fela það í sér að framlínan verði fryst eins og er í dag. Úkraína Rússland Bandaríkin Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Selenskí fundaði með Steve Witkoff, sendifulltrúa Donald Trump Bandaríkjaforseta, og Jared Kushner, tengdasyni Trump, í fimm tíma í gær. Witkoff sagði eftir fundinn að mikill árangur hefði náðst en tjáði sig ekki um einstaka atriði. Ráðamenn í Kænugarði eru sagðir liggja yfir drögum að tillögum um friðarsamkomulag við Rússa og þá mun Selenskí tjá sig nánar um málið eftir frekari viðræður við Bandaríkjamennina í dag. Fundirnir fara fram í Berlín og aðrir Evrópuleiðtogar eru væntanlegir þangað í dag fyrir frekari fundarhöld. Viðsnúningur Úkraínu varðandi Nató markar tímamót en Úkraínumenn hafa lagt mikla áherslu á að ganga í bandalagið til að tryggja sig frá frekari árásum og ágangi af hálfu Rússa. Selenskí sagði að í stað Nató aðildar yrðu hins vegar að koma löglega bindandi fyrirheit frá Bandaríkjunum, Evrópu og mögulega Kanada og Japan, um að verja Úkraínu fyrir Rússum. Rússar hafa krafist loforða um að Nató stækki ekki í austurátt, það er að segja að Úkraína, Georgía og Moldavía fái ekki að ganga í bandalagið. Enn er unnið að 20 punkta friðaráætlun í stað þeirrar sem Bandaríkjamenn lögðu fram í síðasta mánuði. Nýju drögin munu líklega fela það í sér að framlínan verði fryst eins og er í dag.
Úkraína Rússland Bandaríkin Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira