Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 12. desember 2025 13:33 Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Markmið sameiningarinnar eru sett fram í sex liðum, þar sem fyrirferðamestu liðirnir eru á grundvelli faglegrar styrkingar þessara stofnana og aukning á þjónustustigi þeirra gagnvart notendum. Þann áttunda þessa mánuðar birtist svo í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um þessi þrjú söfn. Við lestur á inngangi frumvarpsins í samráðsgáttinni kemur í ljós að áðurtalin markmið eru ekki megin forsendan fyrir ákvörðuninni, heldur „hagkvæmni í rekstri“, eins og segir í einum af sex markmiðsliðunum. Í inngangnum er því haldið fram að undir ráðuneytinu séu margar „örstofnanir“ og að því fylgi mikil „umsýsla“ fyrir ráðuneytið að hafa með þeim eftirlit. Ráðuneytið ályktar því sem svo að best sé að fækka þessum stofnunum með sameiningum og vísar til tillagna Ríkisendurskoðunar frá 2021 um slíkt sem segir m.a. að „ætla“ megi „að fjöldi smárra stofnana sé óhagstæður í rekstrarlegu og faglegu tilliti en líkur eru einnig á að einhverjar þeirra gætu hæglega rúmast innan stærri skipulagsheilda hins opinbera.“ Þessi innleiðing á frumvarpinu er á skjön við megin áherslurnar fyrir sameiningu stofnana. En hér er ráðuneytið að kveinka sér undan vinnu og gerir tillögur Ríkisendurskoðunar að því að „skoða“ þessi mál sem röksemd fyrir því að ráðast í sameiningu stofnanana. Það er auðvitað góðra gjalda vert að stjórnsýslan eigi sér sína drauma um einfaldari heim og leiti leiða til að láta þá verða að veruleika. En það er mikið ábyrgðarhlutur að kasta til höndunum eins og virðist eiga sér stað í þessu máli. Forsvarsmenn Hljóðbókasafnsins hafa eindregið mótmælt þessum áformum, eins og komið hefur fram í fréttum. Og fyrir þá sem þekkja til starfsemi Kvikmyndasafns Íslands, blasir við eyðilegging á þeirri áratuga gömlu stofnun með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kvikmyndasafnið hefur á undanförnum árum verið á miklu flugi og rækt skyldur sínar sem safnastofnun af miklum myndarbrag - þrátt fyrir þröngan fjárhagsramma miðað við tilgang og markmið safnsins. Tekin hafa verið stökk í söfnun og skráningu heimilda og kvikmynda (listaverka!), varðveisluþátturinn hefur færst yfir á stafrænt svið, rannsóknum hefur aldrei verið betur sinnt, og miðlun á gersemum kvikmynda hefur hitt þjóðina í hjartastað með auknu aðgengi í gegnum netið og með þáttagerð á RÚV. Þessu starfi og möguleikum safnsins til að vaxa enn frekar á þessum sviðum á nú að pakka saman í deild innan Landbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og eyðileggja. Sú deild mun þurfa að berjast við aðrar deildir um athygli, eins og tónlistarsafnið og leikminjasafnið, sem horfið hafa af yfirborði jarðar við innlimun þeirra í bókasafnið. Að lokum er svo vert að minnast á einn anga þessa máls, en í frumvarpsgögnunum kemur fram að sameiningin eigi ekki að kosta krónu meira en þessar stofnanir eru að fá nú á fjárlögum. Á sama tíma blasir við að kosta þurfi tugum eða hundruðum milljóna við breytingar á húsnæði Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns vegna sameiningarinnar. Og hið sama má segja um aðrar fjárfestingar eins og í tækni til miðlunar og notkunar, svo dæmi sé tekið. Þetta og annað í frumvarpsgögnunum dregur sannarlega úr trúverðugleika hugmyndarinnar og vinnubragðana um gagnsemi sameiningarinnar. Höfundur er prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Markmið sameiningarinnar eru sett fram í sex liðum, þar sem fyrirferðamestu liðirnir eru á grundvelli faglegrar styrkingar þessara stofnana og aukning á þjónustustigi þeirra gagnvart notendum. Þann áttunda þessa mánuðar birtist svo í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp til laga um breytingu á lögum um þessi þrjú söfn. Við lestur á inngangi frumvarpsins í samráðsgáttinni kemur í ljós að áðurtalin markmið eru ekki megin forsendan fyrir ákvörðuninni, heldur „hagkvæmni í rekstri“, eins og segir í einum af sex markmiðsliðunum. Í inngangnum er því haldið fram að undir ráðuneytinu séu margar „örstofnanir“ og að því fylgi mikil „umsýsla“ fyrir ráðuneytið að hafa með þeim eftirlit. Ráðuneytið ályktar því sem svo að best sé að fækka þessum stofnunum með sameiningum og vísar til tillagna Ríkisendurskoðunar frá 2021 um slíkt sem segir m.a. að „ætla“ megi „að fjöldi smárra stofnana sé óhagstæður í rekstrarlegu og faglegu tilliti en líkur eru einnig á að einhverjar þeirra gætu hæglega rúmast innan stærri skipulagsheilda hins opinbera.“ Þessi innleiðing á frumvarpinu er á skjön við megin áherslurnar fyrir sameiningu stofnana. En hér er ráðuneytið að kveinka sér undan vinnu og gerir tillögur Ríkisendurskoðunar að því að „skoða“ þessi mál sem röksemd fyrir því að ráðast í sameiningu stofnanana. Það er auðvitað góðra gjalda vert að stjórnsýslan eigi sér sína drauma um einfaldari heim og leiti leiða til að láta þá verða að veruleika. En það er mikið ábyrgðarhlutur að kasta til höndunum eins og virðist eiga sér stað í þessu máli. Forsvarsmenn Hljóðbókasafnsins hafa eindregið mótmælt þessum áformum, eins og komið hefur fram í fréttum. Og fyrir þá sem þekkja til starfsemi Kvikmyndasafns Íslands, blasir við eyðilegging á þeirri áratuga gömlu stofnun með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Kvikmyndasafnið hefur á undanförnum árum verið á miklu flugi og rækt skyldur sínar sem safnastofnun af miklum myndarbrag - þrátt fyrir þröngan fjárhagsramma miðað við tilgang og markmið safnsins. Tekin hafa verið stökk í söfnun og skráningu heimilda og kvikmynda (listaverka!), varðveisluþátturinn hefur færst yfir á stafrænt svið, rannsóknum hefur aldrei verið betur sinnt, og miðlun á gersemum kvikmynda hefur hitt þjóðina í hjartastað með auknu aðgengi í gegnum netið og með þáttagerð á RÚV. Þessu starfi og möguleikum safnsins til að vaxa enn frekar á þessum sviðum á nú að pakka saman í deild innan Landbókasafns Íslands-Háskólabókasafns og eyðileggja. Sú deild mun þurfa að berjast við aðrar deildir um athygli, eins og tónlistarsafnið og leikminjasafnið, sem horfið hafa af yfirborði jarðar við innlimun þeirra í bókasafnið. Að lokum er svo vert að minnast á einn anga þessa máls, en í frumvarpsgögnunum kemur fram að sameiningin eigi ekki að kosta krónu meira en þessar stofnanir eru að fá nú á fjárlögum. Á sama tíma blasir við að kosta þurfi tugum eða hundruðum milljóna við breytingar á húsnæði Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns vegna sameiningarinnar. Og hið sama má segja um aðrar fjárfestingar eins og í tækni til miðlunar og notkunar, svo dæmi sé tekið. Þetta og annað í frumvarpsgögnunum dregur sannarlega úr trúverðugleika hugmyndarinnar og vinnubragðana um gagnsemi sameiningarinnar. Höfundur er prófessor og fyrrverandi forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun