Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar 12. desember 2025 13:00 Í nýlegum þætti um ME, Long-Covid og POTS talar Alma Möller, heilbrigðisráðherra, um mikilvægi auðmýktar gagnvart nýjum og flóknum sjúkdómum. Hún segir að heilbrigðisstarfsfólk viti ekki allt, að við vitum ekki það sem við vitum ekki, að nauðsynlegt sé að vera á tánum, afla þekkingar, sýna nærgætni, hlýju, trúa sjúklingum og hlusta á þau. Hún bætir við að það sé óásættanlegt að fólk sé svo langt leitt af slæmum einkennum að það fái hvorki áheyrn né þá þjónustu sem það þarf. Þessi orð hljóma fallega. Vandinn er bara sá að þau standast ekki raunveruleikann. Fyrir okkur sem lifum með POTS, ME og Long-Covid eru þessi orð ekki spegilmynd af veruleikanum heldur þvert á móti áminning um gjána milli orðræðu og aðgerða. Það var nefnilega þessi sami ráðherra sem, í samráði við Sjúkratryggingar Íslands, tók þá ákvörðun að hætta niðurgreiðslu á vökvagjöfum. Með þeirri ákvörðun var ein af fáum meðferðum sem raunverulega héldu okkur gangandi tekin af okkur. Vökvagjafir voru ekki lúxus. Þær voru ekki „aukalegt úrræði“. Fyrir marga voru þær það sem gerði gæfumuninn á því að geta tekið þátt í samfélaginu sem einstaklingur í stað þess að vera fastur í hlutverki sjúklings. Með því að taka þessa þjónustu í burtu var okkur ekki bara neitað um meðferð heldur svipt sjálfstæði, virkni og lífsgæðum. Þegar þessi gagnrýni kemur upp víkur ráðherrann ábyrgðinni frá sér. Hún talar um að „vonandi geri SÍ eitthvað“ eða „vonandi taki landlæknir af skarið“. En af hverju þau? Af hverju ekki þú, heilbrigðisráðherra landsins? Það var ekki SÍ sem tók pólitíska ákvörðunina. Það var ekki landlæknir. Það var ráðherra. Að tala um auðmýkt, hlýju og trú á sjúklinga á sama tíma og raunveruleg úrræði eru tekin af fólki er ekki auðmýkt. Það er andstæða hennar. Það er orðræða sem þjónar fyrst og fremst því hlutverki að líta vel út út á við, á meðan aðgerðirnar segja allt aðra sögu. Við sem sjúklingar sjáum þetta skýrt. Við heyrum orðin, en við lifum við afleiðingarnar. Við vitum, af reynslu, að þessi orð eru ekki studd af verkum. Og þegar ráðherra talar um að „hlusta á skjólstæðinga“ á sama tíma og hún hundsar þá staðreynd að verið er að gera fólk veikara með kerfisbundnum ákvörðunum, þá hljómar það ekki sem samstaða heldur sem blekking. Við þurfum ekki fleiri falleg orð. Við þurfum ekki fleiri viðtöl þar sem sýnd er samúð sem hverfur þegar myndavélin slokknar. Við þurfum ábyrgð, raunverulegar aðgerðir og pólitískt hugrekki til að leiðrétta skaðlegar ákvarðanir. Það er auðvelt að tala um auðmýkt. Það er mun erfiðara að sýna hana í verki. En einmitt þar stendur heilbrigðisráðherra landsins undir nafni, en gerir það ekki. Höfundur er kennaranemi við HA og einstaklingur með POTS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum þætti um ME, Long-Covid og POTS talar Alma Möller, heilbrigðisráðherra, um mikilvægi auðmýktar gagnvart nýjum og flóknum sjúkdómum. Hún segir að heilbrigðisstarfsfólk viti ekki allt, að við vitum ekki það sem við vitum ekki, að nauðsynlegt sé að vera á tánum, afla þekkingar, sýna nærgætni, hlýju, trúa sjúklingum og hlusta á þau. Hún bætir við að það sé óásættanlegt að fólk sé svo langt leitt af slæmum einkennum að það fái hvorki áheyrn né þá þjónustu sem það þarf. Þessi orð hljóma fallega. Vandinn er bara sá að þau standast ekki raunveruleikann. Fyrir okkur sem lifum með POTS, ME og Long-Covid eru þessi orð ekki spegilmynd af veruleikanum heldur þvert á móti áminning um gjána milli orðræðu og aðgerða. Það var nefnilega þessi sami ráðherra sem, í samráði við Sjúkratryggingar Íslands, tók þá ákvörðun að hætta niðurgreiðslu á vökvagjöfum. Með þeirri ákvörðun var ein af fáum meðferðum sem raunverulega héldu okkur gangandi tekin af okkur. Vökvagjafir voru ekki lúxus. Þær voru ekki „aukalegt úrræði“. Fyrir marga voru þær það sem gerði gæfumuninn á því að geta tekið þátt í samfélaginu sem einstaklingur í stað þess að vera fastur í hlutverki sjúklings. Með því að taka þessa þjónustu í burtu var okkur ekki bara neitað um meðferð heldur svipt sjálfstæði, virkni og lífsgæðum. Þegar þessi gagnrýni kemur upp víkur ráðherrann ábyrgðinni frá sér. Hún talar um að „vonandi geri SÍ eitthvað“ eða „vonandi taki landlæknir af skarið“. En af hverju þau? Af hverju ekki þú, heilbrigðisráðherra landsins? Það var ekki SÍ sem tók pólitíska ákvörðunina. Það var ekki landlæknir. Það var ráðherra. Að tala um auðmýkt, hlýju og trú á sjúklinga á sama tíma og raunveruleg úrræði eru tekin af fólki er ekki auðmýkt. Það er andstæða hennar. Það er orðræða sem þjónar fyrst og fremst því hlutverki að líta vel út út á við, á meðan aðgerðirnar segja allt aðra sögu. Við sem sjúklingar sjáum þetta skýrt. Við heyrum orðin, en við lifum við afleiðingarnar. Við vitum, af reynslu, að þessi orð eru ekki studd af verkum. Og þegar ráðherra talar um að „hlusta á skjólstæðinga“ á sama tíma og hún hundsar þá staðreynd að verið er að gera fólk veikara með kerfisbundnum ákvörðunum, þá hljómar það ekki sem samstaða heldur sem blekking. Við þurfum ekki fleiri falleg orð. Við þurfum ekki fleiri viðtöl þar sem sýnd er samúð sem hverfur þegar myndavélin slokknar. Við þurfum ábyrgð, raunverulegar aðgerðir og pólitískt hugrekki til að leiðrétta skaðlegar ákvarðanir. Það er auðvelt að tala um auðmýkt. Það er mun erfiðara að sýna hana í verki. En einmitt þar stendur heilbrigðisráðherra landsins undir nafni, en gerir það ekki. Höfundur er kennaranemi við HA og einstaklingur með POTS.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar