Viðskipti innlent

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Atli Ísleifsson skrifar
Kristján Pétur Sæmundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Brú Talent, og Kathryn Gunnarsson, stofnandi og fráfarandi framkvæmdastjóri Geko Consulting.
Kristján Pétur Sæmundsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Brú Talent, og Kathryn Gunnarsson, stofnandi og fráfarandi framkvæmdastjóri Geko Consulting.

Brú Talent ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Geko Consulting ehf. Bæði félög starfa í ráðningar- og ráðgjafarþjónustu.

Í tilkynningu segir að Brú Talent sérhæfi sig í ráðningum stjórnenda og reyndra sérfræðinga og þjónusti mörg af stærstu fyrirtækjum landsins. 

Geko hefur verið leiðandi í tæknilegum ráðningum og starfar náið með fjölda tækni-, sprota- og vaxtafyrirtækja.

Haft er eftir Kristjáni Pétri Sæmundssyni, stofnanda Brú Talent, að Geko hafi skapað sér traust orðspor fyrir fagmennsku og framúrskarandi þjónustu. „Félögin starfa á sambærilegum sviðum en með ólíkar áherslur, sem skapar spennandi tækifæri til að nýta sameiginlega styrkleika til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar.“

Kristján Pétur verður framkvæmdastjóri beggja félaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×