Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson, Lars Barfoed, Maiken Poulsen Englund, Pyry Niemi og Torbjörn Nyström skrifa 11. desember 2025 09:03 Grímulaust vald hinna sterku grefur nú undan alþjóðareglum og siðuðum samskiptum þjóða. Meðal annars þess vegna verða Norðurlöndin í mun ríkari mæli að koma fram sameiginlega á alþjóðavettvangi í stað þess að birtast sem átta smáríki. Þannig skrifa Hrannar Arnasson, Lars Barfoed, Maiken Poulsen Englund, Pyry Niemi og Torbjörn Nyström, formenn Norrænu félaganna á Íslandi, Danmörku, Álandseyjum, Svíþjóð og Færeyjum. Síðustu 100 árin hafa sýnt að þegar veröldin verður ótryggari fær hugsjónin um norrænt samstarf aukin hljómgrunn og mikilvægi samstarfsins eykst. En sannleikurinn er líka sá að norrænu samstarfi hefur um all langt skeið verið ýtt til hliðar af stjórnvöldum og það meðhöndlað sem annars flokks. Óvissan í heiminum hefur nú sett norrænt samstarf á dagskrá. Þær aðstæður verðum við að taka alvarlega og tryggja að fyrri tíma glötuð tækifæri til skuldbindandi norræns samstarfs endurtaki sig ekki. Ástæðan er einföld: Framtíðaráskoranir á okkar svæði – utanríkismál, öryggis- og varnarmál, loftslag, orka, samgöngur og þróunin á Norðurslóðum – geta engin landanna leyst ein síns liðs. Þess vegna verðum við í mun ríkari mæli að starfa sem norræn sambandsríki. Frá aldalöngum fjandskap til sameiginlegra gilda Norrænu félögin voru flest stofnuð fljótlega eftir fyrri heimsstyrjöldina, til að efla frið og samstöðu Norðurlandanna. Fyrir 100 árum var langt frá því tryggt að norrænt samstarf myndi festa rætur. Löndin höfðu ítrekað háð stríð og lagt undir sig hvert annað; sum voru ný sjálfstæð, önnur börðust fyrir sjálfstæði. Samt óx hugmyndinni fiskur um hrygg. Árangurinn í dag er öllum ljós; samfélag átta landa sem deila gildum og hafa skapað eitt stöðugasta, friðsælasta og mest velmegandi svæði sögunnar. Heimurinn í dag hefur sannarlega þörf fyrir samstíga Norðurlönd sem geta gengið á undan og verið fyrirmynd alþjóðlega á fjölmörgum sviðum. Þrátt fyrir að stjórnmálamenn tali oft hlýlega um mikilvægi norræns samstarfs hafa raunverulegar áherslur þeirra og aðgerðir síðustu ár verið aðrar. Undanfarna áratugi hefur samstarfið færst aftar í forgangsröðinni og veikst umtalsvert. Í dag vegur það mun minna en um síðustu aldamót, bæði fjárhagslega og pólitískt. Til dæmis starfa einungis um 120 manns fyrir sameiginlegar norrænar stofnanir, á meðan Evrópusambandið hefur 32.000 starfsmenn til stefnumótunar og framkvæmdar. Kórónuveirukreppan var skýrasta dæmið um afleiðingar margra ára vanrækslu, hún sýndi berlega að norrænt samstarf stóðst ekki prófið þegar á reyndi. Ónýtt tækifæri norræns samstarfs En þróuninni er hægt að snúa við. Líkt og fyrir 100 árum, þegar fjandskapur breyttist í samstöðu, getum við í dag skipað sameinuðum Norðurlöndum í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Sameinuð eru Norðurlöndin eitt af tíu stærstu hagkerfum heims og löndin eru í forystu þegar kemur að loftslagsmálum, mannréttindum, velferð og innviðum. Möguleikarnir eru gríðarlegir – ef við þorum að nýta þá. Ný norræn stjórnarskrá! Þegar Norrænu félögin tala fyrir sterkara og meira skuldbindandi norrænu samstarfi snýst það um að laga samstarfið að þeirri veröld sem við lifum í nú þegar. Vilji Norðurlöndin takast á við heimsfaraldra, loftslagsvá, orkuöryggi, öryggis- og varnarmál og framtíðar flóttamannastrauma með kröftugri hætti – og vera samkeppnishæf við Bandaríkin og Kína – þarf að endurskoða Helsingforssamninginn, „stjórnarskrá“ norræns samstarfs. Hann verður að aðlaga að nútímanum. Ný norræn stjórnarskrá á m.a. að tryggja að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái sjálfstæða stöðu í samstarfinu og að mikilvæg málefnasvið sem í dag eru utan norræns samstarfs verði hluti af því. Það þarf að efla norræna samkennd meðal almennra borgara. Sameiginlegt norrænt ríkisfang, sameiginlegt auðkenni og vegabréf myndu t.d. styrkja norræna sjálfsmynd okkar allra. Að auki ætti að koma á nýrri þingdeild innan Norðurlandaráðs sem kosið væri til í beinni kosningu á fjögurra ára fresti. Norrænt þing, kjörið með beinni kosningu myndi tengja Norðurlöndin þéttar saman og styrkja lýðræðislegan grundvöll samstarfsins til muna. Þá teljum við brýna þörf á að endurskoða samstöðuregluna sem allt starf Norræna ráðherraráðsins byggir á. Of lengi hefur ein ríkisstjórn getað stöðvað framfarir, sem í raun þýðir að sá sem vill minnst ræður mestu. Kannski ættu þau lönd sem vilja ganga hraðar fram að fá tækifæri til þess – án þess að hin geti stöðvað ferlið. Sameinuð Norðurlönd Norðurlöndin þurfa að geta tekist á við farsóttir, loftslagsvá, orkuöryggi, öryggis- og varnarmál og framtíðar flóttamannastrauma með kröftugri hætti en hingað til. Sameinuð Norðurlönd eru ekki keppinautar Evrópusambandsins eða NATO, heldur aukin styrkur fyrir Evrópu í heild. Allt þetta leiðir að lykilspurningunni: Hvað viljum við með samstarf Norðurlanda?Heimurinn er í uppnámi. Núverandi heimsmynd og skipan alþjóðamála er ógnað og hættan er að vald hins sterka muni ráða för. Ef við viljum verja og styrkja þau gildi sem einkenna Norðurlöndin – lýðræði, jafnræði, traust og réttarríki – verðum við að standa miklu þéttar saman. Vilji Norðurlöndin að samstarf þeirra verði meira en huggulegur kaffiklúbbur kallar það á pólitískt þor, framtíðarsýn og uppgjör við þá smáríkjahugsun sem hér hefur ráðið för.Við verðum í mun ríkari mæli að skuldbinda okkur til að koma fram og beita okkur sem það stórveldi sem Norðurlöndin geta verið – sameinuð sem eitt. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á ÍslandiLars Barfoed, formaður Norræna félagsins í DanmörkuMaiken Poulsen Englund, formaður Norræna félagsins á ÁlandseyjumPyry Niemi, formaður Norræna félagsins í SvíþjóðTorbjörn Nyström, formaður Norræna félagsins í Færeyjum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Norðurlandaráð Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Grímulaust vald hinna sterku grefur nú undan alþjóðareglum og siðuðum samskiptum þjóða. Meðal annars þess vegna verða Norðurlöndin í mun ríkari mæli að koma fram sameiginlega á alþjóðavettvangi í stað þess að birtast sem átta smáríki. Þannig skrifa Hrannar Arnasson, Lars Barfoed, Maiken Poulsen Englund, Pyry Niemi og Torbjörn Nyström, formenn Norrænu félaganna á Íslandi, Danmörku, Álandseyjum, Svíþjóð og Færeyjum. Síðustu 100 árin hafa sýnt að þegar veröldin verður ótryggari fær hugsjónin um norrænt samstarf aukin hljómgrunn og mikilvægi samstarfsins eykst. En sannleikurinn er líka sá að norrænu samstarfi hefur um all langt skeið verið ýtt til hliðar af stjórnvöldum og það meðhöndlað sem annars flokks. Óvissan í heiminum hefur nú sett norrænt samstarf á dagskrá. Þær aðstæður verðum við að taka alvarlega og tryggja að fyrri tíma glötuð tækifæri til skuldbindandi norræns samstarfs endurtaki sig ekki. Ástæðan er einföld: Framtíðaráskoranir á okkar svæði – utanríkismál, öryggis- og varnarmál, loftslag, orka, samgöngur og þróunin á Norðurslóðum – geta engin landanna leyst ein síns liðs. Þess vegna verðum við í mun ríkari mæli að starfa sem norræn sambandsríki. Frá aldalöngum fjandskap til sameiginlegra gilda Norrænu félögin voru flest stofnuð fljótlega eftir fyrri heimsstyrjöldina, til að efla frið og samstöðu Norðurlandanna. Fyrir 100 árum var langt frá því tryggt að norrænt samstarf myndi festa rætur. Löndin höfðu ítrekað háð stríð og lagt undir sig hvert annað; sum voru ný sjálfstæð, önnur börðust fyrir sjálfstæði. Samt óx hugmyndinni fiskur um hrygg. Árangurinn í dag er öllum ljós; samfélag átta landa sem deila gildum og hafa skapað eitt stöðugasta, friðsælasta og mest velmegandi svæði sögunnar. Heimurinn í dag hefur sannarlega þörf fyrir samstíga Norðurlönd sem geta gengið á undan og verið fyrirmynd alþjóðlega á fjölmörgum sviðum. Þrátt fyrir að stjórnmálamenn tali oft hlýlega um mikilvægi norræns samstarfs hafa raunverulegar áherslur þeirra og aðgerðir síðustu ár verið aðrar. Undanfarna áratugi hefur samstarfið færst aftar í forgangsröðinni og veikst umtalsvert. Í dag vegur það mun minna en um síðustu aldamót, bæði fjárhagslega og pólitískt. Til dæmis starfa einungis um 120 manns fyrir sameiginlegar norrænar stofnanir, á meðan Evrópusambandið hefur 32.000 starfsmenn til stefnumótunar og framkvæmdar. Kórónuveirukreppan var skýrasta dæmið um afleiðingar margra ára vanrækslu, hún sýndi berlega að norrænt samstarf stóðst ekki prófið þegar á reyndi. Ónýtt tækifæri norræns samstarfs En þróuninni er hægt að snúa við. Líkt og fyrir 100 árum, þegar fjandskapur breyttist í samstöðu, getum við í dag skipað sameinuðum Norðurlöndum í fremstu röð á alþjóðavettvangi. Sameinuð eru Norðurlöndin eitt af tíu stærstu hagkerfum heims og löndin eru í forystu þegar kemur að loftslagsmálum, mannréttindum, velferð og innviðum. Möguleikarnir eru gríðarlegir – ef við þorum að nýta þá. Ný norræn stjórnarskrá! Þegar Norrænu félögin tala fyrir sterkara og meira skuldbindandi norrænu samstarfi snýst það um að laga samstarfið að þeirri veröld sem við lifum í nú þegar. Vilji Norðurlöndin takast á við heimsfaraldra, loftslagsvá, orkuöryggi, öryggis- og varnarmál og framtíðar flóttamannastrauma með kröftugri hætti – og vera samkeppnishæf við Bandaríkin og Kína – þarf að endurskoða Helsingforssamninginn, „stjórnarskrá“ norræns samstarfs. Hann verður að aðlaga að nútímanum. Ný norræn stjórnarskrá á m.a. að tryggja að Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fái sjálfstæða stöðu í samstarfinu og að mikilvæg málefnasvið sem í dag eru utan norræns samstarfs verði hluti af því. Það þarf að efla norræna samkennd meðal almennra borgara. Sameiginlegt norrænt ríkisfang, sameiginlegt auðkenni og vegabréf myndu t.d. styrkja norræna sjálfsmynd okkar allra. Að auki ætti að koma á nýrri þingdeild innan Norðurlandaráðs sem kosið væri til í beinni kosningu á fjögurra ára fresti. Norrænt þing, kjörið með beinni kosningu myndi tengja Norðurlöndin þéttar saman og styrkja lýðræðislegan grundvöll samstarfsins til muna. Þá teljum við brýna þörf á að endurskoða samstöðuregluna sem allt starf Norræna ráðherraráðsins byggir á. Of lengi hefur ein ríkisstjórn getað stöðvað framfarir, sem í raun þýðir að sá sem vill minnst ræður mestu. Kannski ættu þau lönd sem vilja ganga hraðar fram að fá tækifæri til þess – án þess að hin geti stöðvað ferlið. Sameinuð Norðurlönd Norðurlöndin þurfa að geta tekist á við farsóttir, loftslagsvá, orkuöryggi, öryggis- og varnarmál og framtíðar flóttamannastrauma með kröftugri hætti en hingað til. Sameinuð Norðurlönd eru ekki keppinautar Evrópusambandsins eða NATO, heldur aukin styrkur fyrir Evrópu í heild. Allt þetta leiðir að lykilspurningunni: Hvað viljum við með samstarf Norðurlanda?Heimurinn er í uppnámi. Núverandi heimsmynd og skipan alþjóðamála er ógnað og hættan er að vald hins sterka muni ráða för. Ef við viljum verja og styrkja þau gildi sem einkenna Norðurlöndin – lýðræði, jafnræði, traust og réttarríki – verðum við að standa miklu þéttar saman. Vilji Norðurlöndin að samstarf þeirra verði meira en huggulegur kaffiklúbbur kallar það á pólitískt þor, framtíðarsýn og uppgjör við þá smáríkjahugsun sem hér hefur ráðið för.Við verðum í mun ríkari mæli að skuldbinda okkur til að koma fram og beita okkur sem það stórveldi sem Norðurlöndin geta verið – sameinuð sem eitt. Hrannar Björn Arnarsson, formaður Norræna félagsins á ÍslandiLars Barfoed, formaður Norræna félagsins í DanmörkuMaiken Poulsen Englund, formaður Norræna félagsins á ÁlandseyjumPyry Niemi, formaður Norræna félagsins í SvíþjóðTorbjörn Nyström, formaður Norræna félagsins í Færeyjum
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun