Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar 10. desember 2025 15:32 Nú er desember gengin í garð og jólin nálgast óðfluga. Yfirleitt er margt um að vera á þessum tíma árs, uppbrotsdagar, jólaboð, tónleikar og aðrir fjölbreyttir viðburðir sem gera mánuðinn bæði hátíðlegan og skemmtilegan, en líka oft ansi annasaman.Þrátt fyrir að desember sé oft fullur af hlýju og gleði fylgir honum líka aukið álag og áreiti, bæði fyrir börn og fullorðna. Við getum ekki stýrt öllu því sem mætir okkur í dagsins amstri, en við getum þó haft áhrif á hluta af því. Samfélagsmiðlar eru gott dæmi um áreiti sem getur tekið óþarflega mikið pláss í okkar lífi. Þeir geta meðal annars ýtt undir samanburð, óraunhæfar væntingar og tilfinningu um að við séum ekki að standa okkur nægilega vel. Þess vegna þurfum við fullorðna fólkið, að kunna að setja mörk á þetta áreiti, bæði fyrir okkur sjálf og ekki síst fyrir börnin okkar. Við viljum ekki að samanburður, óraunhæfar væntingar og mikið áreiti skyggi á hátíðirnar.Er hægt að draga úr áreitinu? Eitt áhrifaríkt skref til þess að draga úr áreitinu er að draga úr skjánotkun. Snjalltækin fylgja flestum okkar hvert sem við förum og eru orðin verulega stór hluti að daglegu áreiti, jafnvel án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Væri það ekki heillandi hugmynd af draga úr desember áreitinu með því að minnka snjalltækjaáreiti?Við hjá Heimili og skóla- Landsamtökum foreldra hittum reglulega bæði nemendur og foreldra í fræðslum. Við erum til dæmis með fræðslur sem snúa að stafrænu öryggi og uppeldi. Þar spjöllum við um skjánotkun við börnin og skoðum með þeim hvaða áhrif hún hefur á líðan, samskipti og daglegt líf. Reglulega kemur upp umræðan um fyrirmyndir og börnin tala mikið um að foreldrar þeirra séu ekkert sérstaklega góðar fyrirmyndir í skjávenjum.Þetta ræðum við einnig við foreldrana og hvetjum til þess að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum, því börnin læra það sem fyrir þeim er haft.Endurmetum skjávenjur Desember, með allir sinni dagskrá og gleði er í raun kjörinn mánuður til þess að endurmeta skjávenjur heimilisins. Það getur verið mjög gagnlegt að setjast niður saman sem fjölskylda og móta sameiginlegar skjáreglur heimilisins. Þá fá allir heimilismeðlimir að leggja sitt að mörkum, reglurnar verða skýrari og sanngjarnari og því líklegra að þeim verði fylgt. Einnig skiptir miklu máli að ræða saman um afhverju reglurnar séu mikilvægar og hvernig of mikil skjánotkun getur haft áhrif á líðan, svefn, einbeitingu og ekki síst áhrif á samveru. Erum við raunverulega til staðar í samveru eða erum við bara í skjáunum okkar?Þegar sameiginlegur skilningur næst verður auðveldara og jafnvel skemmtilegra að breytum þeim sjávenjum sem fyrir eru. Verum raunverulega til staðar um jólin og höldum því svo áfram Jólin eru tími friðar og samveru. Þau bjóða upp á dýrmæt tækifæri til að hægja á, njóta líðandi stundar og vera í raunverulegri samveru með þeim sem okkur þykir vænt um. Með því að leggja frá okkur snjalltækin þá minnkum við ekki bara áreitið heldur gefum við okkur sjálfum og börnunum okkar betra tækifæri á að tengjast hvort öðru, slaka á og njóta. Leggjum frá okkur snjalltækin og verum til staðar! Fyrir okkur sjálf og fyrir börnin okkar. Höfundur er sérfræðingur í foreldrasamstarfi og forvörnum hjá Heimili og Skóla - Landsamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nú er desember gengin í garð og jólin nálgast óðfluga. Yfirleitt er margt um að vera á þessum tíma árs, uppbrotsdagar, jólaboð, tónleikar og aðrir fjölbreyttir viðburðir sem gera mánuðinn bæði hátíðlegan og skemmtilegan, en líka oft ansi annasaman.Þrátt fyrir að desember sé oft fullur af hlýju og gleði fylgir honum líka aukið álag og áreiti, bæði fyrir börn og fullorðna. Við getum ekki stýrt öllu því sem mætir okkur í dagsins amstri, en við getum þó haft áhrif á hluta af því. Samfélagsmiðlar eru gott dæmi um áreiti sem getur tekið óþarflega mikið pláss í okkar lífi. Þeir geta meðal annars ýtt undir samanburð, óraunhæfar væntingar og tilfinningu um að við séum ekki að standa okkur nægilega vel. Þess vegna þurfum við fullorðna fólkið, að kunna að setja mörk á þetta áreiti, bæði fyrir okkur sjálf og ekki síst fyrir börnin okkar. Við viljum ekki að samanburður, óraunhæfar væntingar og mikið áreiti skyggi á hátíðirnar.Er hægt að draga úr áreitinu? Eitt áhrifaríkt skref til þess að draga úr áreitinu er að draga úr skjánotkun. Snjalltækin fylgja flestum okkar hvert sem við förum og eru orðin verulega stór hluti að daglegu áreiti, jafnvel án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Væri það ekki heillandi hugmynd af draga úr desember áreitinu með því að minnka snjalltækjaáreiti?Við hjá Heimili og skóla- Landsamtökum foreldra hittum reglulega bæði nemendur og foreldra í fræðslum. Við erum til dæmis með fræðslur sem snúa að stafrænu öryggi og uppeldi. Þar spjöllum við um skjánotkun við börnin og skoðum með þeim hvaða áhrif hún hefur á líðan, samskipti og daglegt líf. Reglulega kemur upp umræðan um fyrirmyndir og börnin tala mikið um að foreldrar þeirra séu ekkert sérstaklega góðar fyrirmyndir í skjávenjum.Þetta ræðum við einnig við foreldrana og hvetjum til þess að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum, því börnin læra það sem fyrir þeim er haft.Endurmetum skjávenjur Desember, með allir sinni dagskrá og gleði er í raun kjörinn mánuður til þess að endurmeta skjávenjur heimilisins. Það getur verið mjög gagnlegt að setjast niður saman sem fjölskylda og móta sameiginlegar skjáreglur heimilisins. Þá fá allir heimilismeðlimir að leggja sitt að mörkum, reglurnar verða skýrari og sanngjarnari og því líklegra að þeim verði fylgt. Einnig skiptir miklu máli að ræða saman um afhverju reglurnar séu mikilvægar og hvernig of mikil skjánotkun getur haft áhrif á líðan, svefn, einbeitingu og ekki síst áhrif á samveru. Erum við raunverulega til staðar í samveru eða erum við bara í skjáunum okkar?Þegar sameiginlegur skilningur næst verður auðveldara og jafnvel skemmtilegra að breytum þeim sjávenjum sem fyrir eru. Verum raunverulega til staðar um jólin og höldum því svo áfram Jólin eru tími friðar og samveru. Þau bjóða upp á dýrmæt tækifæri til að hægja á, njóta líðandi stundar og vera í raunverulegri samveru með þeim sem okkur þykir vænt um. Með því að leggja frá okkur snjalltækin þá minnkum við ekki bara áreitið heldur gefum við okkur sjálfum og börnunum okkar betra tækifæri á að tengjast hvort öðru, slaka á og njóta. Leggjum frá okkur snjalltækin og verum til staðar! Fyrir okkur sjálf og fyrir börnin okkar. Höfundur er sérfræðingur í foreldrasamstarfi og forvörnum hjá Heimili og Skóla - Landsamtökum foreldra.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun