Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar 10. desember 2025 09:32 Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna! Það er því nokkuð ljóst að kennarar sinna jafnvel enn mikilvægara og umfangsmeira hlutverki í dag en áður. Verkefni skólanna eru fjölbreytt og af þannig stærðargráðu að við þurfum fleira fólk í skólana með margvíslega reynslu og þekkingu. Það er brýnt að koma upp bættri sálfræðiþjónustu í skólunum þar sem sálfræðingar geta aðstoðað börn áður en vandamál og áhyggjur yfirtaka stóran hluta lífs þeirra og koma niður á árangri þeirra í námi og félagslífi. Tómstunda- og félagsmálafræðingar koma einnig sterkir inn en þeirra þekking nýtist ekki síður innan veggja skólans rétt eins og í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Reykjavíkurborg verður að forgangsraða fjármunum fyrst og fremst í þjónustu sem þessa – grundvallarþjónustu við íbúa borgarinnar. Ég er sannfærður um að hægt sé að nýta fjármuni betur með því að auka skilvirkni í stjórnsýslu borgarinnar og koma í veg fyrir klúðursleg mál og afgreiðslu sem sóa peningum og tíma borgarbúa. Börn og ungmenni eiga rétt á því að tekið sé betur utan um þau, meðal annars með greiðu aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólans. Nemendur og starfsfólk með annað móðurmál en íslensku þurfa líka betri stuðning. Að mínu mati er íslenskunámi fjöltyngdra barna ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það þarf ekki aðeins að forgangsraða þeim fjármunum sem þegar eru í boði heldur þarf líka aukið fé í þessar aðgerðir sem margborga sig. Stoðþjónusta í skólana eins og fleiri sálfræðingar og bætt íslenskukennsla fyrir börn af erlendum uppruna kostar kannski pening en ég held að fáar aðgerðir skili jafn mikið til baka til samfélagsins til lengra tíma. Lítum aðeins á tölurnar. Grunnskólalíkanið Edda inniheldur reiknireglur sem ákveða hversu mikið fjármagn hver og einn skóli borgarinnar fær úthlutað á hverju ári. Þar er meðal annars ákveðið að nemendum, sem fá ákveðna niðurstöðu í samræmdu íslensku málskilningsprófi, er úthlutað 0,373 kennslustundum í íslensku á viku. En hvað þýðir það? Jú, það jafngildir tæpu korteri, sem þýðir að fjórir nemendur sem skilja lítið af því sem fer fram í skólastofunni sinni fá samtals klukkustund í íslenskustuðning á viku! Þetta er bara ekki raunhæft. Mín eigin reynsla af því að læra íslensku er að það þarf mun meira til. Við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum í skólunum okkar. Við verðum að tækla þær strax og það þarf samvinnu þvert á fagstéttir til þess. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að tryggja jöfn tækifæri í námi og að börnum líði vel. Höfundur er grunnskólakennari og þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 2026, sem fer fram rafrænt 12.-13. desember. Þau sem eru á aldrinum 15-35 ára, með lögheimili í Reykjavík og skráð í Samfylkinguna geta tekið þátt. Skráning fer fram á xs.is/takathatt fram að miðnætti 10. desember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Ég er grunnskólakennari og vinn á hverjum degi með mikilvægustu íbúum Reykjavíkur: börnunum okkar. Veruleiki þeirra hefur breyst mikið síðustu ár – ekki bara síðan ég var sjálfur í þeirra sporum heldur líka síðan ég byrjaði að kenna! Það er því nokkuð ljóst að kennarar sinna jafnvel enn mikilvægara og umfangsmeira hlutverki í dag en áður. Verkefni skólanna eru fjölbreytt og af þannig stærðargráðu að við þurfum fleira fólk í skólana með margvíslega reynslu og þekkingu. Það er brýnt að koma upp bættri sálfræðiþjónustu í skólunum þar sem sálfræðingar geta aðstoðað börn áður en vandamál og áhyggjur yfirtaka stóran hluta lífs þeirra og koma niður á árangri þeirra í námi og félagslífi. Tómstunda- og félagsmálafræðingar koma einnig sterkir inn en þeirra þekking nýtist ekki síður innan veggja skólans rétt eins og í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Reykjavíkurborg verður að forgangsraða fjármunum fyrst og fremst í þjónustu sem þessa – grundvallarþjónustu við íbúa borgarinnar. Ég er sannfærður um að hægt sé að nýta fjármuni betur með því að auka skilvirkni í stjórnsýslu borgarinnar og koma í veg fyrir klúðursleg mál og afgreiðslu sem sóa peningum og tíma borgarbúa. Börn og ungmenni eiga rétt á því að tekið sé betur utan um þau, meðal annars með greiðu aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólans. Nemendur og starfsfólk með annað móðurmál en íslensku þurfa líka betri stuðning. Að mínu mati er íslenskunámi fjöltyngdra barna ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það þarf ekki aðeins að forgangsraða þeim fjármunum sem þegar eru í boði heldur þarf líka aukið fé í þessar aðgerðir sem margborga sig. Stoðþjónusta í skólana eins og fleiri sálfræðingar og bætt íslenskukennsla fyrir börn af erlendum uppruna kostar kannski pening en ég held að fáar aðgerðir skili jafn mikið til baka til samfélagsins til lengra tíma. Lítum aðeins á tölurnar. Grunnskólalíkanið Edda inniheldur reiknireglur sem ákveða hversu mikið fjármagn hver og einn skóli borgarinnar fær úthlutað á hverju ári. Þar er meðal annars ákveðið að nemendum, sem fá ákveðna niðurstöðu í samræmdu íslensku málskilningsprófi, er úthlutað 0,373 kennslustundum í íslensku á viku. En hvað þýðir það? Jú, það jafngildir tæpu korteri, sem þýðir að fjórir nemendur sem skilja lítið af því sem fer fram í skólastofunni sinni fá samtals klukkustund í íslenskustuðning á viku! Þetta er bara ekki raunhæft. Mín eigin reynsla af því að læra íslensku er að það þarf mun meira til. Við stöndum frammi fyrir stórum áskorunum í skólunum okkar. Við verðum að tækla þær strax og það þarf samvinnu þvert á fagstéttir til þess. Þegar allt kemur til alls snýst þetta um að tryggja jöfn tækifæri í námi og að börnum líði vel. Höfundur er grunnskólakennari og þátttakandi í forprófkjöri Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar 2026, sem fer fram rafrænt 12.-13. desember. Þau sem eru á aldrinum 15-35 ára, með lögheimili í Reykjavík og skráð í Samfylkinguna geta tekið þátt. Skráning fer fram á xs.is/takathatt fram að miðnætti 10. desember.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun