Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar 9. desember 2025 14:33 Íslenskum bönkum ber skylda til að meta raunlæga áhættu á fasteignasafni sínu, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, og upplýsa um möguleg áhrif slíkrar áhættu á eignasafnið. Raunlæg áhætta er áhætta sem stafar af umhverfisbreytingum, einkum vegna loftslagsbreytinga. Hún getur m.a. falist í hættu á flóðum vegna hækkunar sjávarstöðu eða aukinnar úrkomu á tilteknum svæðum, auk veðuröfga eins og storma eða langvarandi þurrka. Þar sem lánasöfn bankanna eru að mestu bundin við fasteignir á Íslandi þarf einnig að taka tillit til náttúruvár. Þar er átt við náttúrulega atburði eða fyrirbæri sem geta valdið tjóni, svo sem jarðskjálfta, eldgos og skriðuföll. Tilgangur upplýsingagjafar bankanna er að auka gagnsæi gagnvart hagaðilum um hvernig loftslagsbreytingar og náttúruvá geta haft áhrif á efnahagsreikninga þeirra. Hvað með upplýsingagjöf til eigenda fasteigna? Þrátt fyrir að bönkum beri að meta þessa áhættuþætti, þá ættu þessar upplýsingar erindi við miklu fleiri heldur en bara banka. Ég sem fasteignaeigandi vil geta flett upp hvort að mín eign sé t.d. undir flóðaáhættu eða á sprungusvæði. Þegar einstaklingar kaupa fasteign ætti að liggja fyrir hvort hún sé útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og náttúruvár. Verktakar sem eru að fara í ný fasteignaverkefni gætu einnig metið með upplýstari hætti hvernig skuli haga staðsetningum á nýjum verkefnum. Sveitarfélög og ríkisstofnanir væru einnig viðeigandi notendur af viðkomandi upplýsingum, t.d. við skipulagningu nýrra hverfa, og ríkið við forgangsröðun fjárfestinga og uppbyggingu innviða. Hver ber ábyrgð á þessari upplýsingagjöf? Að mínu mati ættu þessar upplýsingar að vera opinberar og aðgengilegar í miðlægum gagnagrunni, þar sem hagaðilar geta nálgast gögn um áhættu sem steðjar að fasteignum á Íslandi. Hingað til hefur reynst erfitt að framkvæma slíkt mat þar sem gögn um Ísland hafa verið takmörkuð og í höndum margra mismunandi stofnanna. Með tilkomu Loftslagsatlass Veðurstofu Íslands hefur orðið mikil framför, en þau gögn ein og sér duga ekki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þyrfti einnig að koma að málinu, þar sem stofnunin hefur upplýsingar um allar fasteignir landsins. Með því að gera þessar upplýsingar opinberar og aðgengilegar tryggjum við að stuðst sé við sömu gögnin við mat á þessum áhættuþáttum, af öllum viðeigandi hagaðilum. Af hverju skiptir þetta máli? Það er hagur fleiri en banka að þessar upplýsingar séu skráðar miðlægt og aðgengi tryggt fyrir alla helstu hagaðila á Íslandi. Með því tryggjum við að mat á raunlægri áhættu sé framkvæmt með samræmdum hætti, sem eykur gagnsæi og traust í ákvarðanatöku. Slíkt kerfi myndi ekki aðeins gagnast fjármálakerfinu, heldur einnig veita fasteignaeigendum, verktökum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum nauðsynleg gögn til að skipuleggja, fjárfesta í og vernda innviði með öryggi í huga. Höfundur er forstöðumaður rekstrar- og sjálfbærniáhættu í Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Fjármálafyrirtæki Tryggingar Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Íslenskum bönkum ber skylda til að meta raunlæga áhættu á fasteignasafni sínu, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, og upplýsa um möguleg áhrif slíkrar áhættu á eignasafnið. Raunlæg áhætta er áhætta sem stafar af umhverfisbreytingum, einkum vegna loftslagsbreytinga. Hún getur m.a. falist í hættu á flóðum vegna hækkunar sjávarstöðu eða aukinnar úrkomu á tilteknum svæðum, auk veðuröfga eins og storma eða langvarandi þurrka. Þar sem lánasöfn bankanna eru að mestu bundin við fasteignir á Íslandi þarf einnig að taka tillit til náttúruvár. Þar er átt við náttúrulega atburði eða fyrirbæri sem geta valdið tjóni, svo sem jarðskjálfta, eldgos og skriðuföll. Tilgangur upplýsingagjafar bankanna er að auka gagnsæi gagnvart hagaðilum um hvernig loftslagsbreytingar og náttúruvá geta haft áhrif á efnahagsreikninga þeirra. Hvað með upplýsingagjöf til eigenda fasteigna? Þrátt fyrir að bönkum beri að meta þessa áhættuþætti, þá ættu þessar upplýsingar erindi við miklu fleiri heldur en bara banka. Ég sem fasteignaeigandi vil geta flett upp hvort að mín eign sé t.d. undir flóðaáhættu eða á sprungusvæði. Þegar einstaklingar kaupa fasteign ætti að liggja fyrir hvort hún sé útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og náttúruvár. Verktakar sem eru að fara í ný fasteignaverkefni gætu einnig metið með upplýstari hætti hvernig skuli haga staðsetningum á nýjum verkefnum. Sveitarfélög og ríkisstofnanir væru einnig viðeigandi notendur af viðkomandi upplýsingum, t.d. við skipulagningu nýrra hverfa, og ríkið við forgangsröðun fjárfestinga og uppbyggingu innviða. Hver ber ábyrgð á þessari upplýsingagjöf? Að mínu mati ættu þessar upplýsingar að vera opinberar og aðgengilegar í miðlægum gagnagrunni, þar sem hagaðilar geta nálgast gögn um áhættu sem steðjar að fasteignum á Íslandi. Hingað til hefur reynst erfitt að framkvæma slíkt mat þar sem gögn um Ísland hafa verið takmörkuð og í höndum margra mismunandi stofnanna. Með tilkomu Loftslagsatlass Veðurstofu Íslands hefur orðið mikil framför, en þau gögn ein og sér duga ekki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þyrfti einnig að koma að málinu, þar sem stofnunin hefur upplýsingar um allar fasteignir landsins. Með því að gera þessar upplýsingar opinberar og aðgengilegar tryggjum við að stuðst sé við sömu gögnin við mat á þessum áhættuþáttum, af öllum viðeigandi hagaðilum. Af hverju skiptir þetta máli? Það er hagur fleiri en banka að þessar upplýsingar séu skráðar miðlægt og aðgengi tryggt fyrir alla helstu hagaðila á Íslandi. Með því tryggjum við að mat á raunlægri áhættu sé framkvæmt með samræmdum hætti, sem eykur gagnsæi og traust í ákvarðanatöku. Slíkt kerfi myndi ekki aðeins gagnast fjármálakerfinu, heldur einnig veita fasteignaeigendum, verktökum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum nauðsynleg gögn til að skipuleggja, fjárfesta í og vernda innviði með öryggi í huga. Höfundur er forstöðumaður rekstrar- og sjálfbærniáhættu í Arion banka.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun