Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar 9. desember 2025 14:33 Íslenskum bönkum ber skylda til að meta raunlæga áhættu á fasteignasafni sínu, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, og upplýsa um möguleg áhrif slíkrar áhættu á eignasafnið. Raunlæg áhætta er áhætta sem stafar af umhverfisbreytingum, einkum vegna loftslagsbreytinga. Hún getur m.a. falist í hættu á flóðum vegna hækkunar sjávarstöðu eða aukinnar úrkomu á tilteknum svæðum, auk veðuröfga eins og storma eða langvarandi þurrka. Þar sem lánasöfn bankanna eru að mestu bundin við fasteignir á Íslandi þarf einnig að taka tillit til náttúruvár. Þar er átt við náttúrulega atburði eða fyrirbæri sem geta valdið tjóni, svo sem jarðskjálfta, eldgos og skriðuföll. Tilgangur upplýsingagjafar bankanna er að auka gagnsæi gagnvart hagaðilum um hvernig loftslagsbreytingar og náttúruvá geta haft áhrif á efnahagsreikninga þeirra. Hvað með upplýsingagjöf til eigenda fasteigna? Þrátt fyrir að bönkum beri að meta þessa áhættuþætti, þá ættu þessar upplýsingar erindi við miklu fleiri heldur en bara banka. Ég sem fasteignaeigandi vil geta flett upp hvort að mín eign sé t.d. undir flóðaáhættu eða á sprungusvæði. Þegar einstaklingar kaupa fasteign ætti að liggja fyrir hvort hún sé útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og náttúruvár. Verktakar sem eru að fara í ný fasteignaverkefni gætu einnig metið með upplýstari hætti hvernig skuli haga staðsetningum á nýjum verkefnum. Sveitarfélög og ríkisstofnanir væru einnig viðeigandi notendur af viðkomandi upplýsingum, t.d. við skipulagningu nýrra hverfa, og ríkið við forgangsröðun fjárfestinga og uppbyggingu innviða. Hver ber ábyrgð á þessari upplýsingagjöf? Að mínu mati ættu þessar upplýsingar að vera opinberar og aðgengilegar í miðlægum gagnagrunni, þar sem hagaðilar geta nálgast gögn um áhættu sem steðjar að fasteignum á Íslandi. Hingað til hefur reynst erfitt að framkvæma slíkt mat þar sem gögn um Ísland hafa verið takmörkuð og í höndum margra mismunandi stofnanna. Með tilkomu Loftslagsatlass Veðurstofu Íslands hefur orðið mikil framför, en þau gögn ein og sér duga ekki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þyrfti einnig að koma að málinu, þar sem stofnunin hefur upplýsingar um allar fasteignir landsins. Með því að gera þessar upplýsingar opinberar og aðgengilegar tryggjum við að stuðst sé við sömu gögnin við mat á þessum áhættuþáttum, af öllum viðeigandi hagaðilum. Af hverju skiptir þetta máli? Það er hagur fleiri en banka að þessar upplýsingar séu skráðar miðlægt og aðgengi tryggt fyrir alla helstu hagaðila á Íslandi. Með því tryggjum við að mat á raunlægri áhættu sé framkvæmt með samræmdum hætti, sem eykur gagnsæi og traust í ákvarðanatöku. Slíkt kerfi myndi ekki aðeins gagnast fjármálakerfinu, heldur einnig veita fasteignaeigendum, verktökum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum nauðsynleg gögn til að skipuleggja, fjárfesta í og vernda innviði með öryggi í huga. Höfundur er forstöðumaður rekstrar- og sjálfbærniáhættu í Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Fjármálafyrirtæki Tryggingar Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Íslenskum bönkum ber skylda til að meta raunlæga áhættu á fasteignasafni sínu, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, og upplýsa um möguleg áhrif slíkrar áhættu á eignasafnið. Raunlæg áhætta er áhætta sem stafar af umhverfisbreytingum, einkum vegna loftslagsbreytinga. Hún getur m.a. falist í hættu á flóðum vegna hækkunar sjávarstöðu eða aukinnar úrkomu á tilteknum svæðum, auk veðuröfga eins og storma eða langvarandi þurrka. Þar sem lánasöfn bankanna eru að mestu bundin við fasteignir á Íslandi þarf einnig að taka tillit til náttúruvár. Þar er átt við náttúrulega atburði eða fyrirbæri sem geta valdið tjóni, svo sem jarðskjálfta, eldgos og skriðuföll. Tilgangur upplýsingagjafar bankanna er að auka gagnsæi gagnvart hagaðilum um hvernig loftslagsbreytingar og náttúruvá geta haft áhrif á efnahagsreikninga þeirra. Hvað með upplýsingagjöf til eigenda fasteigna? Þrátt fyrir að bönkum beri að meta þessa áhættuþætti, þá ættu þessar upplýsingar erindi við miklu fleiri heldur en bara banka. Ég sem fasteignaeigandi vil geta flett upp hvort að mín eign sé t.d. undir flóðaáhættu eða á sprungusvæði. Þegar einstaklingar kaupa fasteign ætti að liggja fyrir hvort hún sé útsett fyrir áhrifum loftslagsbreytinga og náttúruvár. Verktakar sem eru að fara í ný fasteignaverkefni gætu einnig metið með upplýstari hætti hvernig skuli haga staðsetningum á nýjum verkefnum. Sveitarfélög og ríkisstofnanir væru einnig viðeigandi notendur af viðkomandi upplýsingum, t.d. við skipulagningu nýrra hverfa, og ríkið við forgangsröðun fjárfestinga og uppbyggingu innviða. Hver ber ábyrgð á þessari upplýsingagjöf? Að mínu mati ættu þessar upplýsingar að vera opinberar og aðgengilegar í miðlægum gagnagrunni, þar sem hagaðilar geta nálgast gögn um áhættu sem steðjar að fasteignum á Íslandi. Hingað til hefur reynst erfitt að framkvæma slíkt mat þar sem gögn um Ísland hafa verið takmörkuð og í höndum margra mismunandi stofnanna. Með tilkomu Loftslagsatlass Veðurstofu Íslands hefur orðið mikil framför, en þau gögn ein og sér duga ekki. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) þyrfti einnig að koma að málinu, þar sem stofnunin hefur upplýsingar um allar fasteignir landsins. Með því að gera þessar upplýsingar opinberar og aðgengilegar tryggjum við að stuðst sé við sömu gögnin við mat á þessum áhættuþáttum, af öllum viðeigandi hagaðilum. Af hverju skiptir þetta máli? Það er hagur fleiri en banka að þessar upplýsingar séu skráðar miðlægt og aðgengi tryggt fyrir alla helstu hagaðila á Íslandi. Með því tryggjum við að mat á raunlægri áhættu sé framkvæmt með samræmdum hætti, sem eykur gagnsæi og traust í ákvarðanatöku. Slíkt kerfi myndi ekki aðeins gagnast fjármálakerfinu, heldur einnig veita fasteignaeigendum, verktökum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum nauðsynleg gögn til að skipuleggja, fjárfesta í og vernda innviði með öryggi í huga. Höfundur er forstöðumaður rekstrar- og sjálfbærniáhættu í Arion banka.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun