Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Kjartan Kjartansson skrifar 9. desember 2025 13:41 Börnin bjuggu með foreldrum sínum í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum. Foreldrarnir gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm. Vísir/Getty Fimm mánaða gamalt barn í Arizona í Bandaríkjunum er látið og þrjú eldri systkini þess þjást af næringarskorti vegna þess að foreldrar þeirra settu þau á svokallað basískt mataræði. Foreldrarnir höfðu orðið fyrir áhrifum af upplýsingafalsi um heilsu, bóluefni og lyf. Aðstæður barnanna uppgötvuðust þegar móðir þeirra hringdi í neyðarlínu vegna þess að yngsta barn þeirra var meðvitundarlaust í júlí árið 2023. Lögreglumenn fundu barnið látið á heimili fjölskyldunnar í Phoenix. Eldri börnin þrjú, tveggja, fjögurra og fimm ára, voru færð á sjúkrahús en þau þjáðust af ýmis konar kvillum vegna viðvarandi næringarskorts, meðal annars beinkröm, beinrýrð og D-vítamínskorti. Þá voru þau með verulega þroskafrávik, að sögn USA Today. Saksóknarar ákærðu foreldrana, sem eru á þrítugsaldri, fyrir manndráp og barnamisnotkun. Þeir gætu sloppið með sextán ára dóm geri þeir sátt við ákæruvaldið. Þeir telja að foreldrarnir hafi valdið dauða yngsta barnsins og svelt þau eldri með því að hafa þau á öfgakenndri útgáfu af basísku fæði sem byggir á þeirri ranghugmynd að hægt sé að lækna sjúkdóma og afeitra líkamann með því að breyta sýrustigi hans í gegnum mataræði. Túlkuðu hratt þyngdartap sem árangur Börnin fengu nær eingöngu grænmeti, ávexti og plöntumjólk. Þannig hafi þau nánast engin prótín, fitu né betrumbætt matvæli fengið. Þegar börnin horuðust hratt sögðust foreldrarnir hafa túlkað það sem vísbending um að mataræðið skilaði tilætluðum árangri og fjarlægð eiturefni úr líkama þeirra. Foreldarnir forðuðust einnig að fara með börnin til lækna. „Við völdum þetta mataræði fyrir góða heilsu,“ sagði faðir barnanna þegar hann kom fyrir dóm í síðustu viku. Hluti af vellíðunariðnaðinum Basískt mataræði er á meðal ógrynni kúra og óhefðbundinna meðferða sem vellíðunariðnaðurinn heldur að fólki, ekki síst í gegnum samfélagsmiðla, og malar gull á. Hægt er að finna íslenskar jaðarvefsíður um mataræðið. Foreldarnir sögðu lögreglu að þeir hefðu stuðst við myndbönd sem þeir fundu á netinu og samfélagsmiðlafærslur þar sem varað var við bóluefnum, læknismeðferðum fyrir ungbörn og algengum lyfjum eins og verkjalyfinu Tylenol. Bandarískum heilbrigðisyfirvöldum er nú stýrt af Robert F. Kennedy yngri, einum þekktasta andstæðingi bóluefna í heiminum. Undir stjórn hans hefur alríkisstjórnin gefið til kynna opinberlega að tengsl kunni að vera á milli einhverfu og þess að mæður taki inn Tylenol á meðgöngu. Engar vísindalegar vísbendingar eru til um það. Bandaríkin Erlend sakamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Aðstæður barnanna uppgötvuðust þegar móðir þeirra hringdi í neyðarlínu vegna þess að yngsta barn þeirra var meðvitundarlaust í júlí árið 2023. Lögreglumenn fundu barnið látið á heimili fjölskyldunnar í Phoenix. Eldri börnin þrjú, tveggja, fjögurra og fimm ára, voru færð á sjúkrahús en þau þjáðust af ýmis konar kvillum vegna viðvarandi næringarskorts, meðal annars beinkröm, beinrýrð og D-vítamínskorti. Þá voru þau með verulega þroskafrávik, að sögn USA Today. Saksóknarar ákærðu foreldrana, sem eru á þrítugsaldri, fyrir manndráp og barnamisnotkun. Þeir gætu sloppið með sextán ára dóm geri þeir sátt við ákæruvaldið. Þeir telja að foreldrarnir hafi valdið dauða yngsta barnsins og svelt þau eldri með því að hafa þau á öfgakenndri útgáfu af basísku fæði sem byggir á þeirri ranghugmynd að hægt sé að lækna sjúkdóma og afeitra líkamann með því að breyta sýrustigi hans í gegnum mataræði. Túlkuðu hratt þyngdartap sem árangur Börnin fengu nær eingöngu grænmeti, ávexti og plöntumjólk. Þannig hafi þau nánast engin prótín, fitu né betrumbætt matvæli fengið. Þegar börnin horuðust hratt sögðust foreldrarnir hafa túlkað það sem vísbending um að mataræðið skilaði tilætluðum árangri og fjarlægð eiturefni úr líkama þeirra. Foreldarnir forðuðust einnig að fara með börnin til lækna. „Við völdum þetta mataræði fyrir góða heilsu,“ sagði faðir barnanna þegar hann kom fyrir dóm í síðustu viku. Hluti af vellíðunariðnaðinum Basískt mataræði er á meðal ógrynni kúra og óhefðbundinna meðferða sem vellíðunariðnaðurinn heldur að fólki, ekki síst í gegnum samfélagsmiðla, og malar gull á. Hægt er að finna íslenskar jaðarvefsíður um mataræðið. Foreldarnir sögðu lögreglu að þeir hefðu stuðst við myndbönd sem þeir fundu á netinu og samfélagsmiðlafærslur þar sem varað var við bóluefnum, læknismeðferðum fyrir ungbörn og algengum lyfjum eins og verkjalyfinu Tylenol. Bandarískum heilbrigðisyfirvöldum er nú stýrt af Robert F. Kennedy yngri, einum þekktasta andstæðingi bóluefna í heiminum. Undir stjórn hans hefur alríkisstjórnin gefið til kynna opinberlega að tengsl kunni að vera á milli einhverfu og þess að mæður taki inn Tylenol á meðgöngu. Engar vísindalegar vísbendingar eru til um það.
Bandaríkin Erlend sakamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira