Lofar að koma böndum á CNN Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2025 11:38 David Ellison og Donald Trump. Ellison er sagður hafa lofað því að gera breytingar á starfsemi CNN, nái hann yfirráðum yfir Warner Bros. Discovery. AP David Ellison, stjórnandi Paramount Skydance og sonur auðjöfursins Larry Ellison, lofaði embættismönnum í ríkisstjórn Donalds Trump að hann myndi gera umtalsverðar breytingar á rekstri fréttastöðvarinnar CNN, nái hann stjórn á Warner Bros. Discovery. Ellison er að reyna fjandsamlega yfirtöku á WBD, eftir að stjórn fyrirtækisins samþykkti kauptilboð frá Netflix. Warner Bros. Discovery rekur kvikmyndatökuver, streymisveituna HBO Max og þó nokkrar sjónvarpsstöðvar, þar á meðal CNN. Netflix vill kaupa kvikmyndatökuverin og HBO Max en sjónvarpsstöðvarnar yrðu áfram reknar í nýju félagi. Ellison og stjórnendur Paramount vilja hins vegar kaupa allt klabbið og hafa leitað beint til hlutafjáreigenda WBD með hærra tilboð en Netflix. Paramount hafði áður boðið fram sambærilegt tilboð til stjórnar WBD en því tilboði var hafnað. Sjá einnig: Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Í frétt Wall Street Journal segir að fljótt eftir að ljóst varð að stjórn WBD hefði samþykkt tilboð Netflix hafi Larry Ellison, sem rekur meðal annars Oracle og er einn auðugasti maður heims, hringt í Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og sagt við hann að ef kaupin færu í gegn myndi það koma verulega niður á samkeppni á markaði streymisveitna. Þá fór David Ellison nýlega til Hvíta hússins þar sem hann ræddi WBD við embættismenn. Samkvæmt heimildarmönnum WSJ úr Hvíta húsinu hét Ellison því að ef hann stjórnaði WBD myndi hann gera umtalsverðar breytingar á rekstri CNN. Fréttastöðin er vinsæll skotspónn Trumps og starfsmanna hans og Trump er sagður hafa ítrekað lýst því yfir við fólk sem stendur honum nærri að hann vilji að nýtt fólk eignist CNN og að breytingar verði gerðar á fréttastöðinni og umfjöllunum hennar. Trump sagði á dögunum að möguleg kaup Netflix á Warner gætu orðið „vandamál“ vegna markaðsstöðu fyrirtækjanna. Sjá einnig: Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Stjórn Warner segist ætla að halda sig við Netflix-tilboðið og reyna að stöðva yfirtöku Paramount. Paramount, sem er móðurfélag CBS News, greiddi Trump sextán milljónir dala vegna viðtals 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins, í aðdraganda kosninganna í fyrra. Snerist máluð um það hvernig eitt svar hennar var klippt. Flestir lagasérfræðingar voru sammála um að Paramount myndi vinna dómsmálið sem Trump höfðaði gegn fyrirtækinu en þrátt fyrir það voru bætur greiddar. Á sama tíma var Paramount að reyna að fá samþykki ríkisstjórnar Trumps vegna samruna við Skydance Media. Það samþykki var veitt skömmu eftir bótagreiðsluna. Bandaríkin Netflix Streymisveitur Bíó og sjónvarp Hollywood Donald Trump Tengdar fréttir Kallar Greene heimskan svikara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum. 8. desember 2025 16:21 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Warner Bros. Discovery rekur kvikmyndatökuver, streymisveituna HBO Max og þó nokkrar sjónvarpsstöðvar, þar á meðal CNN. Netflix vill kaupa kvikmyndatökuverin og HBO Max en sjónvarpsstöðvarnar yrðu áfram reknar í nýju félagi. Ellison og stjórnendur Paramount vilja hins vegar kaupa allt klabbið og hafa leitað beint til hlutafjáreigenda WBD með hærra tilboð en Netflix. Paramount hafði áður boðið fram sambærilegt tilboð til stjórnar WBD en því tilboði var hafnað. Sjá einnig: Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Í frétt Wall Street Journal segir að fljótt eftir að ljóst varð að stjórn WBD hefði samþykkt tilboð Netflix hafi Larry Ellison, sem rekur meðal annars Oracle og er einn auðugasti maður heims, hringt í Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og sagt við hann að ef kaupin færu í gegn myndi það koma verulega niður á samkeppni á markaði streymisveitna. Þá fór David Ellison nýlega til Hvíta hússins þar sem hann ræddi WBD við embættismenn. Samkvæmt heimildarmönnum WSJ úr Hvíta húsinu hét Ellison því að ef hann stjórnaði WBD myndi hann gera umtalsverðar breytingar á rekstri CNN. Fréttastöðin er vinsæll skotspónn Trumps og starfsmanna hans og Trump er sagður hafa ítrekað lýst því yfir við fólk sem stendur honum nærri að hann vilji að nýtt fólk eignist CNN og að breytingar verði gerðar á fréttastöðinni og umfjöllunum hennar. Trump sagði á dögunum að möguleg kaup Netflix á Warner gætu orðið „vandamál“ vegna markaðsstöðu fyrirtækjanna. Sjá einnig: Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Stjórn Warner segist ætla að halda sig við Netflix-tilboðið og reyna að stöðva yfirtöku Paramount. Paramount, sem er móðurfélag CBS News, greiddi Trump sextán milljónir dala vegna viðtals 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins, í aðdraganda kosninganna í fyrra. Snerist máluð um það hvernig eitt svar hennar var klippt. Flestir lagasérfræðingar voru sammála um að Paramount myndi vinna dómsmálið sem Trump höfðaði gegn fyrirtækinu en þrátt fyrir það voru bætur greiddar. Á sama tíma var Paramount að reyna að fá samþykki ríkisstjórnar Trumps vegna samruna við Skydance Media. Það samþykki var veitt skömmu eftir bótagreiðsluna.
Bandaríkin Netflix Streymisveitur Bíó og sjónvarp Hollywood Donald Trump Tengdar fréttir Kallar Greene heimskan svikara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum. 8. desember 2025 16:21 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Kallar Greene heimskan svikara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er verulega ósáttur við stjórnendur fréttaskýrendaþáttarins 60 mínútna, fréttakonuna Lesley Stahl og eigendur Paramount. Hann virðist þó sérstaklega ósáttur við Marjorie Taylor Greene, fráfarandi þingkonu Repúblikanaflokksins og fyrrverandi stuðningsmann sinn, og kallar hana heimskan svikara í nýrri færslu á samfélagsmiðlum. 8. desember 2025 16:21