Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. desember 2025 06:53 Leiðtogar Evrópu standa þétt við bakið á Selenskí og Úkraínu, enda mikið í húfi. Getty/Carl Court Evrópuleiðtogar lýstu yfir afdráttarlausum stuðningi við Úkraínu og Vólódimír Selenskí forseta á fundi í Downing-stræti í gær en Selenskí sætir nú miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta Rússum eftir stóran hluta landsins. Viðstaddir fundinn í Lundúnum í gær voru auk Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, og Selenskís, þeir Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands. Þá tóku sjö aðrir leiðtogar þátt í gegnum fjarfundarbúnað, auk fulltrúa Evrópusambandsins, Nató og Tyrklands. Leiðtogarnir ítrekuðu á fundinum nauðsyn þess að ná fram friði í Úkraínu og tryggja landið frá ágengni og árásum Rússa í framtíðinni. Þá samþykktu þeir að auka stuðning við Úkraínu og þrýsting á Rússland. Talsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu í gær að vonir stæðu til að samningar næðust um að nýta frystar eignir Rússa í fjárhagslegan stuðning við Úkraínu. Eignirnar nema um 180 milljörðum punda. Belgar hafa sett sig upp á móti áætluninni, þar sem bróðupartur eignanna er varðveittur í Belgíu. Vilja þeir ekki hætta á að sitja uppi með reikninginn ef Rússa kemur að innheimta. Starmer mun eiga viðræður við Bart De Wever, forsætisráðherra Belga, á föstudaginn. Eins og fyrr segir sætir Selenskí miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta undan og mæta kröfum Rússa um land og fleira. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað gefið til kynna að samningar séu nánast í höfn, þrátt fyrir að hvorki Úkraínumenn né Rússar virðist hrifnir af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Áhyggjur eru uppi um að Bandaríkjamenn muni hóta að ganga frá borðinu og láta af öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gefur ekki eftir. Þá virðast ráðamenn Vestanhafs vera afar áhugasamir um að bæta tengslin við Rússland, á kostnað bandalagsríkja sinna í Evrópu. Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Þýskaland Frakkland Hernaður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Viðstaddir fundinn í Lundúnum í gær voru auk Keir Starmer, forsætisráðherra Breta, og Selenskís, þeir Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Friedrich Merz, kanslari Þýskalands. Þá tóku sjö aðrir leiðtogar þátt í gegnum fjarfundarbúnað, auk fulltrúa Evrópusambandsins, Nató og Tyrklands. Leiðtogarnir ítrekuðu á fundinum nauðsyn þess að ná fram friði í Úkraínu og tryggja landið frá ágengni og árásum Rússa í framtíðinni. Þá samþykktu þeir að auka stuðning við Úkraínu og þrýsting á Rússland. Talsmenn breska forsætisráðuneytisins sögðu í gær að vonir stæðu til að samningar næðust um að nýta frystar eignir Rússa í fjárhagslegan stuðning við Úkraínu. Eignirnar nema um 180 milljörðum punda. Belgar hafa sett sig upp á móti áætluninni, þar sem bróðupartur eignanna er varðveittur í Belgíu. Vilja þeir ekki hætta á að sitja uppi með reikninginn ef Rússa kemur að innheimta. Starmer mun eiga viðræður við Bart De Wever, forsætisráðherra Belga, á föstudaginn. Eins og fyrr segir sætir Selenskí miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að láta undan og mæta kröfum Rússa um land og fleira. Bandaríkjastjórn hefur ítrekað gefið til kynna að samningar séu nánast í höfn, þrátt fyrir að hvorki Úkraínumenn né Rússar virðist hrifnir af þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram. Áhyggjur eru uppi um að Bandaríkjamenn muni hóta að ganga frá borðinu og láta af öllum stuðningi við Úkraínu ef Selenskí gefur ekki eftir. Þá virðast ráðamenn Vestanhafs vera afar áhugasamir um að bæta tengslin við Rússland, á kostnað bandalagsríkja sinna í Evrópu.
Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bandaríkin Þýskaland Frakkland Hernaður Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira