Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar 8. desember 2025 16:03 Orðræðan sem stjórnmálafólk á sveitarstjórnarstigi hefur viðhaft eftir að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) var samþykktur á Alþingi hefur smættað fatlað fólk niður í kostnað. Í hnotskurn hefur umræðan snúist um að sá fjölbreytti hópur sem fatlað fólk er, sé lítið annað en tala sem finna má í excel skjölum á bæjarskrifstofum hringinn í kringum landið. Hamrað var á því að málaflokkurinn í heild sinni kosti svo mikið og að það gæti orðið til þess að sveitarfélög gætu þurft að skera niður grunnþjónustuna sem myndi bitna verulega á lífsgæðum íbúa. En allt myndi þetta reddast ef ríkið setur meiri pening í málaflokkinn. Ef barnið þitt kemst ekki inn á leikskóla eða þú verður að vera fastur heima hjá þér í tvo daga vegna þess að hverfið þitt er ekki mokað þá veistu að þú getur kennt fötluðu fólki um. Þessi umræða er galin. Sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða lögbundna þjónustu sem fatlað fólk á rétt á. Þannig á fatlað fólk sem er með tiltekna þjónustuþörf rétt á NPA þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem lögfest voru árið 2018. Í sjö ár hefur fatlað fólk átt rétt á því samkvæmt lögum að fá NPA en þegar þetta er skrifað hafa mörg verið á biðlista eftir þjónustunni í mörg ár. Líf þessara einstaklinga er því í biðstöðu á meðan þeir eru fastir í þjónustuformum sem henta þeim ekki eða eru fastir á hjúkrunarheimilum eða sambýlum. Með NPA þjónustu getur fatlað fólk lifað sjálfstæðu lífi og tekið virkan þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það ræður því hver veitir þeim þjónustuna, hvar hún er veitt og hvenær. Fyrir vikið ræður það hvenær það fer á fætur, hvenær það fer í bað og ákveður upp á eigin spýtur að fara í ísbíltúr á laugardegi. Eitthvað sem fólk getur ekki gert í öðrum þjónustuformum þar sem þjónustan er veitt á fyrirfram ákveðnum tímum. Þar að auki er fatlað fólk er langt í frá einsleitur hópur. Það kann að koma einhverjum á óvart en fatlað fólk leggur heilmikið til samfélagsins. Það stundar vinnu, á sér áhugamál, stundar íþróttir, fer með börnin sín á róló, setur upp leiksýningar og ferðast til fjarlægra landa. Fatlað fólk á sér drauma og þrár. Það eina sem fatlað fólk er að biðja um er að fá þjónustu sem sveitarfélögunum ber skylda til að veita samkvæmt lögum. Að farið sé að lögum og að mannréttindi séu virt. Að fatlað fólk fái að lifa lífinu á eigin forsendum eins og aðrir samfélagsþegnar. Til þess þarf það NPA þjónustu því NPA gerir fötluðu fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Fatlað fólk er meira en einhver ein tala í excel skjali. Við eigum okkur drauma og viljum fá að stjórna eigin lífi. Við eigum lagalegan rétt á sjálfstæðu lífi til jafns við aðra og það er ekki bara við sem njótum góðs af því að öðlast sjálfstæði, heldur fjölskyldur okkar og samfélagið allt. Höfundur er NPA verkstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Orðræðan sem stjórnmálafólk á sveitarstjórnarstigi hefur viðhaft eftir að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SSRFF) var samþykktur á Alþingi hefur smættað fatlað fólk niður í kostnað. Í hnotskurn hefur umræðan snúist um að sá fjölbreytti hópur sem fatlað fólk er, sé lítið annað en tala sem finna má í excel skjölum á bæjarskrifstofum hringinn í kringum landið. Hamrað var á því að málaflokkurinn í heild sinni kosti svo mikið og að það gæti orðið til þess að sveitarfélög gætu þurft að skera niður grunnþjónustuna sem myndi bitna verulega á lífsgæðum íbúa. En allt myndi þetta reddast ef ríkið setur meiri pening í málaflokkinn. Ef barnið þitt kemst ekki inn á leikskóla eða þú verður að vera fastur heima hjá þér í tvo daga vegna þess að hverfið þitt er ekki mokað þá veistu að þú getur kennt fötluðu fólki um. Þessi umræða er galin. Sérstaklega í ljósi þess að hér er um að ræða lögbundna þjónustu sem fatlað fólk á rétt á. Þannig á fatlað fólk sem er með tiltekna þjónustuþörf rétt á NPA þjónustu samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem lögfest voru árið 2018. Í sjö ár hefur fatlað fólk átt rétt á því samkvæmt lögum að fá NPA en þegar þetta er skrifað hafa mörg verið á biðlista eftir þjónustunni í mörg ár. Líf þessara einstaklinga er því í biðstöðu á meðan þeir eru fastir í þjónustuformum sem henta þeim ekki eða eru fastir á hjúkrunarheimilum eða sambýlum. Með NPA þjónustu getur fatlað fólk lifað sjálfstæðu lífi og tekið virkan þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það ræður því hver veitir þeim þjónustuna, hvar hún er veitt og hvenær. Fyrir vikið ræður það hvenær það fer á fætur, hvenær það fer í bað og ákveður upp á eigin spýtur að fara í ísbíltúr á laugardegi. Eitthvað sem fólk getur ekki gert í öðrum þjónustuformum þar sem þjónustan er veitt á fyrirfram ákveðnum tímum. Þar að auki er fatlað fólk er langt í frá einsleitur hópur. Það kann að koma einhverjum á óvart en fatlað fólk leggur heilmikið til samfélagsins. Það stundar vinnu, á sér áhugamál, stundar íþróttir, fer með börnin sín á róló, setur upp leiksýningar og ferðast til fjarlægra landa. Fatlað fólk á sér drauma og þrár. Það eina sem fatlað fólk er að biðja um er að fá þjónustu sem sveitarfélögunum ber skylda til að veita samkvæmt lögum. Að farið sé að lögum og að mannréttindi séu virt. Að fatlað fólk fái að lifa lífinu á eigin forsendum eins og aðrir samfélagsþegnar. Til þess þarf það NPA þjónustu því NPA gerir fötluðu fólki kleift að taka þátt í samfélaginu. Fatlað fólk er meira en einhver ein tala í excel skjali. Við eigum okkur drauma og viljum fá að stjórna eigin lífi. Við eigum lagalegan rétt á sjálfstæðu lífi til jafns við aðra og það er ekki bara við sem njótum góðs af því að öðlast sjálfstæði, heldur fjölskyldur okkar og samfélagið allt. Höfundur er NPA verkstjórnandi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar