Viðskipti innlent

Hulda nýr for­maður Tækni- og hug­verkaráðs SI

Atli Ísleifsson skrifar
Nýtt tækni- og hugverkaráð Samtaka iðnaðarins.
Nýtt tækni- og hugverkaráð Samtaka iðnaðarins. SI

Hulda Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Nox á Íslandi, var kjörin formaður Tækni- og hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins (SI) á ársfundi ráðsins sem fram fór í síðustu viku. Nýir fulltrúar voru einnig skipaðir í ráðið á fundinum.

Í tilkynningu frá SI segir að í ráðinu, sem er skipað til ársins 2027, sitji auk formanns og Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, fulltrúar fimmtán aðildarfyrirtækja SI; Róbert Helgason, framkvæmdastjóri og stofnandi Fordæmi, Kot og Autoledger, Hörður Harðarson, forstöðumaður þróunarsviðs lyfjaframleiðsluferla og lyfjaforma Alvotech, Finnur Einarsson, rekstrarstjóri Epiendo Pharmaceuticals, Hlynur Ólafsson, advisor to CEO Kerecis, Arna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Helix Health, Úlfar Arnórsson, Senior Director, Product hjá JBT Marel, Guðmundur Árnason, fjármálastjóri Controlant, Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, Íris Eva Gísladóttir, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Evolytes, Halldór Snær Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Myrkur Games, Arndís Thorarensen, stofnandi og meðeigandi Júní Digital, Gunnar Zoega, forstjóri OK, Bergþóra Halldórsdóttir, Borealis Data Center, Gunnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknireksturs, Sýn, og Gauti Reynisson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs CRI.

Nanna Elísa Jakobsdóttir og Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjórar á iðnaðar- og hugverkasviði SI.

„Tækni- og hugverkaráð SI hefur undanfarin ár verið vettvangur umræðu um stöðu tækni- og hugverkaiðnaðar á Íslandi, greininga og margvíslegrar stefnumótunar. Tækni- og hugverkaiðnaður hefur fest sig í sessi sem fjórða stoð útflutnings Íslands. Útflutningstekjur greinarinnar voru 309 milljarðar króna á síðasta ári. Tækni- og hugverkaiðnaður hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum og hafa útflutningstekjur greinarinnar tvöfaldast á fimm árum. Innan iðnaðarins eru meðal annars fyrirtæki í líf- og heilbrigðistækni, menntatækni, upplýsingatækni, tölvuleikjaiðnaði og hátækniframleiðslu. Rúmlega 18.000 manns starfa í greininni á Íslandi.

SI

Á ársfundinum var farið yfir vöxt tækni- og hugverkaiðnaðar, samkeppnishæfni iðnaðarins hér á landi og stöðu alþjóðamála. Breytingar í alþjóðaviðskiptum og auknar tollahindranir kalla á að samkeppnishæfni Íslands verði efld enn frekar. Nýtt Tækni- og hugverkaráð SI áformar að vinna að frekari umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja í hugverkaiðnaði og þeirri umgjörð sem nýsköpun er búin hér á landi,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×