„Íslendingar eru allt of þungir“ Bjarki Sigurðsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 2. desember 2025 13:24 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga allt of þunga. Hún vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu. Ný könnun sýnir að sjötíu prósent fullorðinna á Íslandi séu annaðhvort í yfirþyngd eða með offitu. Í nýrri skýrslu NORMO er dregin upp dökk mynd af venjum íbúa á Norðurlöndunum. Við borðum illa og of mikið, hreyfum okkur of lítið og ofþyngd er orðin algengari. Rúmur helmingur fullorðinna er of þungur og eitt af hverjum fjórum börnum. Þyngst Norðurlanda Íslendingar koma verst út úr skýrslunni hvað varðar ofþyngd, en sjötíu prósent fullorðinna eru í yfirþyngd. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir þetta slæmt mál. „Við höfum vitað þetta í fjölda ára. Að Íslendingar eru allt of þungir og við erum þyngri en margar nágrannaþjóðir,“ segir Alma. „Við gerðum landskönnun á mataræði fullorðinna og þar kemur fram að við borðum allt of lítið af trefjaríkum mat, grænmeti, ávöxtum og fiski og allt of mikið af unnum mat. Síðan bætast orkudrykkirnir og gosdrykkir við hjá börnunum. Þannig það eru margvísleg sóknartækifæri til að bæta mataræði landans.“ Ætla í aðgerðir Hún ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu eftir áramót sem snýr að því að sporna við offitu. „Við ætlum að fara í mjög margar aðgerðir sem snúa að offitu og ekki síst offitu barna. Þar munum við meðal annars hefja landskönnun á mataræði barna og unglinga,“ segir Alma. Eykur kvíða Í skýrslunni kemur einnig fram að nikótínneysla sé að aukast. „Við erum að sjá nýja notendur á nikótíni. Þessi mikla notkun skýrist af því að fleira fólk er að byrja að nota efnið. Við vitum æ meira um skaðsemi nikótíns. Það getur aukið kvíða hjá börnum og ungmennum og þetta er líka til skoðunar í ráðuneytinu. Það er á þingmálaskrá frumvarp sem snýr mikið að því að draga úr notkun barna og ungmenna á nikótíni. Það verður lagt fram í janúar eða febrúar,“ segir Alma. Heilsa Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Nikótínpúðar Orkudrykkir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Í nýrri skýrslu NORMO er dregin upp dökk mynd af venjum íbúa á Norðurlöndunum. Við borðum illa og of mikið, hreyfum okkur of lítið og ofþyngd er orðin algengari. Rúmur helmingur fullorðinna er of þungur og eitt af hverjum fjórum börnum. Þyngst Norðurlanda Íslendingar koma verst út úr skýrslunni hvað varðar ofþyngd, en sjötíu prósent fullorðinna eru í yfirþyngd. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir þetta slæmt mál. „Við höfum vitað þetta í fjölda ára. Að Íslendingar eru allt of þungir og við erum þyngri en margar nágrannaþjóðir,“ segir Alma. „Við gerðum landskönnun á mataræði fullorðinna og þar kemur fram að við borðum allt of lítið af trefjaríkum mat, grænmeti, ávöxtum og fiski og allt of mikið af unnum mat. Síðan bætast orkudrykkirnir og gosdrykkir við hjá börnunum. Þannig það eru margvísleg sóknartækifæri til að bæta mataræði landans.“ Ætla í aðgerðir Hún ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu eftir áramót sem snýr að því að sporna við offitu. „Við ætlum að fara í mjög margar aðgerðir sem snúa að offitu og ekki síst offitu barna. Þar munum við meðal annars hefja landskönnun á mataræði barna og unglinga,“ segir Alma. Eykur kvíða Í skýrslunni kemur einnig fram að nikótínneysla sé að aukast. „Við erum að sjá nýja notendur á nikótíni. Þessi mikla notkun skýrist af því að fleira fólk er að byrja að nota efnið. Við vitum æ meira um skaðsemi nikótíns. Það getur aukið kvíða hjá börnum og ungmennum og þetta er líka til skoðunar í ráðuneytinu. Það er á þingmálaskrá frumvarp sem snýr mikið að því að draga úr notkun barna og ungmenna á nikótíni. Það verður lagt fram í janúar eða febrúar,“ segir Alma.
Heilsa Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Nikótínpúðar Orkudrykkir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent